Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 7

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 7
Billy the kid. Árið 1925 var Koussevitsky ráðinn sem stjórn- andi sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston og hann snéri sér þegar til Copelands, og bað hann að semja verk fyrir sig, er hann ætlaði að hafa á efnisskrá er leika átti fyrir tónskáldasambandið. Copeland samdi þá verk er hann nefndi „Leik- hústónlist11, og markaði með því þann stíl er hann hélt um fjölda ára, og sýnir vel á hvern hátt Copeland notfærði sér jazzinn. Áður hafði að vísu verið reynt að notfæra jazzinn í formi sinfóníunnar, eins og t. d. upp- færsla „Rhapsody in blue“ eftir Gershwin á hljóm- leikum Paul Whitemans árið 1924, og það var orðið töluvert algengt að tónskáld byggðu verk sín á jazzinum og gerðu verkin þannig að sjúkleg- um olbogabörnum tveggja ósamræmanlegra tón- listarfyrirbrigða, en Copeland tók aðeins það úr jazzinum er samræmst gat anda hinnar klassisku tónlistar, og með tækni sinni og persónuleik tókst honum að skapa sérstæða og merkilega Bandaríska tónlist. Hvernig Copeland notfærir sér Polyrytman er sérstaklega merkilegt, og þótt segja megi að „Leik- hústónlist“ sé undir áhrifum jazzins, þá hefir sérstaklega eldra fólkið hristi höfuðið og er Damrosch snéri sér við, til að hneigja sig, sagði hann: ..Ef ungur maður 23 ára getur samið slíkt verk, getur hann eftir fimm ár framið morð án minnstu samvisku“. Þótt verk Copelands hefði fengið þessar mót- tökur, gat engin haldið því fram, að Copeland væri byltingarsinnaður, en hann sjálfur hélt því fram, að verkið væri „of evrópískt“ og þá þegar kom fram löngun hjá honum til að semja eitthvað Bandarískt, eitthvað þjóðlegt. 1924—25 kynntist hann jazzinum, og hóf hann þá þegar tilraunir með hljóma jazzins á vettvangi Strawinsky og Milhaud, hann skilgreindi jazzinn sem tvö hugtök, annarsvegar hin tregablöndnu ,,blues“ og hins vegar hinn vilta, og oft tryllings- lega hraða er fellur æsku nútímans svo vel í geð. Enn hvorugt af þessu hafði Copeland not fyrir, en hann athugaði vel tækni þá er hljómar jazzins eru byggðir upp á og sérstaklega fannst honum til um polyrytmann. Polyrytminn hafði að sönnu verið til löngu fyrir daga jazzins, en í jazzinum kom hann fram í nýum búningi. Rodeo. MUSICA 7

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.