Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 9

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 9
BRÉFAKASSINN Hr. ritstjóri. Ég ætla að þakka yður og samstarfsmönnum yðar, fyrir þetta góða tímarit, sem ég tel mjög þýðingarmikið og gagnlegt í þágu tónlistarlífsins, það hefir áreiðanlega glatt margan manninn, og það þótt minna hefði verið, og sérstaklega þá, er unna tónlist. í þessu tímariti ber margt á góma, sem er í senn skemmtilegt og fróðlegt, en eitt tekur maður strax eftir, og það tel ég að vanti, síða fyrir lesend- ur, þar sem lesendur gætu lagt fram spurningar um tónlist, og fengið svör við. í þeirri von að slík síða verði tekinn upp, ætla ég að leggja fram nokkrar spurningar, sem eru fyrir vinkonu mína, sem heitir Ragnhildur: 1. Þarf að taka próf upp í Tónlistarskólan, og ef svo er, hvað þarf maður að hafa lært mikið áður? 2. Geta ekki allir gengið í Tónlistarfélagið, eða eru einhverjir skilmálar fyrir því? 3. Hvar er hægt að fá keypta plötuna „Ung- versk rhapsódy“ eftir Liszt? 4. Hvað kostar á tímann að læra á píanó eða gítar? Með kærri þökk Hrefna Þ. Egilsdóttir. Svar: Við þökkum þetta hlýlega bréf. Bréfakassinn er fastur þáttur í blaðinu, þótt hann hafi vantað t. d. í 6. tlb. og 1. tlb. 2. árg., en það var vegna rúmleysis. 1. Nei, en einhver kunnátta í nótnalestri æskileg. 2. Jú. 3. Hvergi, eins og er, 4. Við höfum snúið okkur til Sigurðar H. Briem, gítarkennara og er mánaðargjald hjá hon- um 50 krónur fyrir fjórar klukkustundir. Píanókennarar taka frá 15—20 krónur fyrir hálftímann. íslenzk tónlist er í öldudal, sagði einn af eldri tónlistarmönnum okkar við mig fyrir skömmu. Á yfirborðinu virðist allt vera misfellulaust og gljáandi, við hlustum á fræga erlenda söngvara, og innlendir listamenn leika og syngja fyrir okkur af hjartans lyst, og við og við eru leikinn fyrir okkur verk eftir tónskáldin okkar, sum eru sam- in a la Mozart, og önnur gætu eins vel verið sam- in af Stravinsky á duggarabandsárum hans, en til allrar hamingju heyrist rödd íslands við og við, en yfirleitt er hún lítil og kannski ofurlítið feimnisleg, kannski örlítil laglína, innanum hina glitrandi erlendu tóna, e. t. v. nokkrir hinna hreinu íslenzku hljóma innanum hina væmnu, stolnu og ofnotuðu erlendu eftirapanir. Vitanlega eru til þau íslenzk tónskáld er hafa þorað að fara hinar ótroðnu brautir, og kanna hina óendalegu frjósemi íslenzku moldarinnar, en sem þakklæti fyrir dirfsku þeirra og dugnað hafa þeir verið hafðir að háði og spotti, kallaðir sér- vitringar, og annað eftir því. Enn er nokkura breytinga von, er sú spurning er maður óhjákvæmlega leggur fyrir sjálfan sig, og svarið verður já, hægt og hægt er íslenzka þjóðvísan að ryðja sér til rúms, hægt og hægt • verða hinar erlendu eftirapanir að vikja, og hægt og hægt breiðir hin íslenzka tónlist út faðminn og sýnir unnendum sínum allar sínar dásemdir. En það er ekki aðeins frá tónskáldum vorum, sem breytingin verður að koma, hún verður að koma frá hinum þúsundum heimila sem eru og verða kjarni hinnar íslenzku tónmenningar, tón- vinirnir upp um allar sveitir, í bæjum og þorpum, sem að loknu dagsverki setjast við orgelið sitt, píanóið eða hefja upp rödd sína, það eru þeir, er koma til að ráða framtíð íslenzkrar tónlistar, það eru þeir er kenna börnum sínum og barna-börnum þjóðlögin, á þeirra herðum er framtíðin. Við eigum ómetanlega fjársjóði í fórum okkar, og megi guð gefa okkur gæfu til nytja þá, sem okkur sæmir. Islendingur. MUSICA 9

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.