Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 17

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 17
Söngkonur vorra tíma Myndin efst dl vinstri: Doris Doree, er ung amerísk söng- kona sem hefir heimsótt Evrópu tvisvar undanfarið og með stuttu millibili. Nú sem stendur hefir hún sungið á Covent Carden söngleikjahúsinu í London hlutverk „Marshallinu" í söngleiknum „Der Rosenkavalier“. Hún hefir hlotið frábaera dóma hvar sem hún hefir sungið. Myndin efst til hægri: Eule Beal er ein af nýrri söngkonum Bandaríkjanna. Hún hefir haldið fjölda tónleika á síðasta ári, við rnikla hrifningu. Myndin neðst til vinstri: Anne Brown hin fræga negra söng- kona giftist nýlega norska skíðakappanum Thorleif Scheld- erup. Gershwin tileinkaði Anne Brown kvennhlutverkið í Porgy og Bess og hefir Anne sungið það mörg hundruð sinnum síðan. Er Anne giftist Schelderup fékk hann aðvar- anir frá Bandaríkjunum um að kvænast ekki negra, „Gifstu heldur norskri stúlku", segir í enda eins bréfsins. Þetta er í fjórða skifti sem Anne giftist. Myndin í miðið: Hin fræga enska söngkona Kathleen Ferrier. Hún hefir áður hlotið mikla viðurkenningu fyrir söng sinn um allan heirn, og er hún söng undir stjórn Bruno Walters fyrir skömmu, sagði Walter: Kathleen Ferrier er dásamleg- asti „músikant" sem ég hefi nokkru sinni kynnst". Söngur hennar hefir til að bera fegurð og yndisleik, það má með sanni nefna Kathleen Ferrier yndislegustu söngkonu vora tíma. Myndin neðst til hægri: Fagra Rise Stéwens, sem flestir ís- lendingar kannast við úr myndinni „Carnegie Hall“ er ein af vinsælustu söngkonum Bandaríkjanna. Hún hefir sungið á Metrópólítan söngleikjahúsinu í New York, og auk þess syng- ur hún í útvarpi tvisvar á viku. Stévens er gift og á lítinn dreng er hún kallar Nicky, og má hún ekki af honum sjá, og er hún fer til Evrópu á næsta vetri ætlar hún að reyna að hafa Nicky með sér. E. t. v. á hún leið hér urn?

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.