Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 18

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 18
PERSÓNUR: Tristan, tenór. Marke, konungur, bassi. Isolde, sópran. Kurvenal, barítpn. Brangæne, messósópran. Smali, tenór. Stýrimaður, barítónn. Ungur sjómaður, tenór. Melot. tenór. SONGLEIKIR VIII.: Tristan og Isolde cftir Richard Wagner Söngleikur í þrem þáttum, texti eftir tónskáldið, saminn eftir harmleik Gootjricd von Strass- burgs, með sama nafni. — 1857 er Wagner var landflótta, bjó hann í villu skammt frá Ziirich í Svisslandi, en þar kynntist hann Matthildu Wesendonh, konu hins ríka kaupmanns Otto Wesendonk, en hún hafði meiri áhrif á Wagner, en nokkur önnur kona. — Matchilda benti honum á sögu von Strassburgs, og efni sögunnar tók hann fanginn, því honum fannst margt líkt með sér og Tristan. — Hann hætti að vinna að tveim söngleikjum er hann vann að um þessar mundir, og tók til að vinna að Tristan. — Samband hans við Matthildu fékk snögg og sorgleg endalok, er hin afbrýðissama kona Wagners olli, og Wagner varð að flýja frá Zúrich, en stuttu síðar var söngleikurinn uppfærður í fyrsta sinn í Múnchen árið 1865, undir stjórn Hans von Biilows. — Tristan oog Isolde er efalaust merkasta verk Wagners, og hefir öðrum verkum meira sett svip sinn á tónlist nútímans, og með þessum söngleik náði Wagner þeim fínleik í hljómum og útfærslu sem honum tókst aldrei að ná síðar. — Það sézt greinilega að Wagner hefir orðið fyrir miklum áhrifum frá heimspekingnum Schopenhauer, e. t. v. meiri en í fljótu bragði má álíta. — 1. þáttur fer fram á skipi Tristans, 2. þáttur fyrir framan höll Marke konungs í Cornwall, og 3. þáttur fyrir utan höll Tristans Kareol á Bretagne skaga. 1. þáttur. Tristan er að fylgja hinni írsku prinsessu Isolde til Cornwall, en þar á hún að giftast hinum gamla kcnungi Marke. ísolde örvæntir, að þurfa að giftast konungin- um, og lætur þjónustustúlku sína Brangæne leita til Tristans, en hann afsakar sig, og fylgdarmaður hans Kurvenal svarar henni háðslega. Er Brangæne færir Isolde svarið, er nístir hana inn að hjartarótum, segir Isolde henni söguna af fyrstu fundum þeirra Tristans. Tristan drap biðil Isolde, Morold, en særðist sjálf- ur hættulega, og ísolde, er vissi ekki, að Tristan hefði drepið biðil hennar, hjúkraði hinum særða riddara, er kallaði sig Tantris, þar til dag einn, er hún sá, að stálflís er var í höfði Morolds, er hafði verið send henni í háðungarskyni féll í skoru er var á sverði Tristans. Hún greip sverðið, gekk að beði Tristans, til að hefna dauða Morolds, enn þá opnaði hinn sjúki augun, og horfði í augu hennar, og kraftur henn- ar þvarr, og hún hjúkraði honum þar til hann var heilbrigður orðinn. Stuttu síðar kom hin sami Tristan aftur sem biðill fyrir frænda sinn, Marke konung. ísolde finnst auðmyking sín svo mikil, að hún óskar þess, að Tristan og hún mættu deyja, og er Brangæne ræður henni til að gefa Tristan ástar- drykk, skipar ísolda stúlkunni að setja eitur í drykkinn. Hún lætur aftur kalla á Tristan, og er hann kemur, réttir hún honum drykkinn, og biður hann að drekka sáttarskál. Tristan skilur þegar áform hennar og drekkur glaður úr bikarnum er hún síðar tæmir. I djúpri eftirvæntingu bíða þau síðan dauðans, en hin slungna Brangæne, hefir í stað eitursins gefið þeim ástardrykk, og þau fallast í faðma. Skipið nálgast nú land, og Brangæne sem nú sér árangurinn af verknaði sínum, minnir elskend- urna um hvar þau séu, ísolda fellur í yfirlið, en með miklum gleðibrag búa allir sig undir að taka 18 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.