Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 23

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 23
Hin pólska píanóleikkona Maryla Jonas hefir að baki sér einstæðan feril. Maður hennar, foreldrar og bræður voru dreppnir í eyðingafangabúðum nazista í Varsjá, en hún slapp, er þýzkur foringi er hafði heyrt hana leika fyrir stríð hjálpaði henni á flótta, með því að falsa pappíra hennar. Hún fór fótgangandi alla leiðina frá Póllandi til Berlínar, og fékk hæli í sendiráði Brasilíu. Þaðan var henni smyglað út úr Þýzkalandi til Brasilíu og þaðan komst hún til New York. I mörg ár snerti hún ekki á píanói, en eitt sinn tók einn vina hennar hana með sér inn í hljómleikasal einn, þar sem Rubinstein var að æfa. Rubinstein bað hana að spila eithvað, svo að hann gæti heyrt hljóminn í salnum, hún settist við píanóið og lék stanslaust í 6 klukkutíma. Rubinstein sá um hljómleik fyrir hana, og er sigur hennar einsdæmi í sögu tónlistarinnar, og fékk hún þegar tilboð um hljómleika, leik inn á hljómplötur og í útvarp, fyrir um eina miljón krónur. Margit Bokor er ekki aðeins söngkona af guðs náð, heldur og alvarlega hugsandi listakona, það er ekki aðeins unun að hlusta á söng hennar, held- ur og dásamlegt að horfa á hina fögru söngkonu fegurð hennar framkoma og unaðslegur söngur, gerir hljómleika hennar að dásamlegri, ógleym- anlegri stund. MUSICA 23

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.