Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 7

Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 7
Björgvin Guðmundsson, tónskáld: íslenzk tónlist er ekki í „Öldudal" Einhver, sem ekki þorir að láta nafns sins getið, en kallar sig „íslending“, — já, „íslending“ skrifar í síðasta hefti tímaritsins Musica greinar-ómynd, sem hann nefnir, eða hefst á orðunum „Islenzk tónlist er í öldudal". Þar eru íslenzku tónskáldin hæverskulaust dæmd æru- og hæfileika-lausir rit- þjófar, allt frá „a la Mózart“ — hrein íslenzka, ekki satt? Til „Stravinsky á duggarabands-árum hans“. Auk þess stela þau helst ekki öðru en „væmnum" og „ofnotuðum“ hljómum. Ekki gerir greinar-höf- undur sér það ómak, að færa nein rök fyrir þess- um „vingjarnlegu“ ásökunum, o, sei-sei, nei. Þess gerist ekki þörf þegar verið er að særa og svívirða íslenzk tónskáld. En er ekki yndislegt að vera tónskáld hjá þjóð, sem tekur verkum þeirra með slíkum feginleik og þessi „íslendingur?” — Þessi líka „íslendingur". Ó, nei. Hér er hvorki um ætt- jarðarást, tónlistarást né neina aðra ást að ræða, heldur allt aðrar hvatir, ef það er þá nokkuð annað en bara bjánalegt spangól í takt við það margtuggna, öfundssjúka og illgjarna áróðurs- holtaþokuvæl, sem skafið hefur hlustir íslenzkra tónskálda síðustu áratugina. „Þú dæmir aðeins, dæmir, þar við situr og dæmir aldrei rétt“, kveð- ur Davíð um ritdómarann. Það er vissulega orðið tímabært, að spyrna alvarlega fótum við þessari Á Metropolitan kynntist Jussi fyrst tauga- óstyrknum og segir hann svo frá sjálfur: „Þegar ég átti að syngja aríuna í fyrsta þætti í „Bohéme“ byrjaði vinstri fóturinn skyndilega að skjálfa og sama hvað ég gerði. Þá hélt skjálftinn áfram“. Eftir þáttinn sagði ég starfsbræðrum mínum frá þessu og hélt að ég væri veikur, en þeir vissu betur. „Þú ert taugaóstyrkur, og ekkert annað“, sögðu þeir. En þrátt fyrir taugaóstyrkinn tókst Jussi að leggja Bandaríkin fyrir fætur sér. Þau lönd eru nú fá, sem Jussi Björling hefir ekki áróðurs-ósvinnu, og það því frekar sem íslenzkir tónmála-aðilar virðast hlynna beint og óbeint að þeirri moldvörpustarfsemi, með því, m. a., að sofa rólegir á verðinum, með íslenzkt tómlæti fyrir yfirsæng. íslenzk tónlist er, að vísu á byrjunar-stigi, en hún er í engum öldudal, m. a. vegna þess, að hún er of ung að árum til að geta verið það. Ef Sv. Sveinbjörnsson, sem vegna ævilangrar fjarvistar hafði lítil áhrif á þróun íslenzkrar tónmenningar, þótt hann að vísu skaraði fram úr sinni samtíð, er undanskilinn, getur tónmenning okkar ekki talist meira en 40 til 50 ára gömul, og með það í huga virðist mér árangurinn of góður til að sæta sífelldri íllúð og tortryggni. Að því er ég bezt veit er „Grand-óperan“ það eina tónrænt form, sem enn hefur ekki komið frá hendi íslenzkra tónskálda, en annars, allt frá ferskeyttu rímnalagi upp í sónötur, sinfóníur, óperettur, kantötur og oratórí- ur. Og þegar þess er ennfremur gætt, að flest af þessu kemur frá mönnum, sem hafa orðið að vinna sig upp af þóttunni eða smalaþúfunni, og sumir þeirra varla séð hljóðfæri fyrri en þeir voru komn- ir hátt á tvítugs aldur, þá virðist það harla van- þakklátt og ósanngjarnt, að hafa ekkert annað við þessa menn að segja en sí- endurteknar sær- heimsótt, og enn vex vegur hans með hverjum hljómleik er hann heldur. Margir spá að hann verði eftirmaður Giglis sem mesti söngvari heimsins og sem fyrsti söngvari á Metropolitan, en tíminn einn mun gera út um það. Jussi er auðvita stolt sænsku þjóðarinnar, og með rödd sinni gleður hann okkur sem búum svo langt frá listamiðstöðum álfunnar með söng sínum á hljómplötum. En ekki er öll nótt úti, hver veit nema Jussi eigi einhverntíma leið hér um . . . já hver veit? T. A. MUSICA 7

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.