Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 8

Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 8
Björgviti Guðmundsson, tóns\áld. andi og ærumeiðandi þjófkenningar. Þá er og annað í þessu sambandi sem síst ber að lasta: að á þessum stutta starfsferli hafa komið fram í verk- um íslenzkra tónskálda áhrifa frá nálega öllum stigum hinnar yngri tónmenningar, allt frá 13 til miðrar 20 aldar. Má það kallast nærri furðulegt, að á þessum stutta tíma skulum við þannig hafa öðlast lifandi hlutdeild í sjö alda þróun vestrænn- ar tónmenningar, sem við vegna einangrunar og annara aðstæðna höfum engin tök á að verða samferða. Um þjóðlegu-delluna, sem nú virðist vera orðin einskonar heróp allra niðurrifs-manna og skemmdarvarga, er það fyrst að segja, að ég veit ekki betur, en flest- og e. t. v. öll núlifandi tónskáld hafi brugðið þjóðlaginu fyrir sig meira og minna, og sum enda af slíkri rausn, sem nálg- ast ofstæki, en enga tilhneigingu hefi ég til íhlut- unar um það, því að hver listamaður hlýtur að velja sér þá framsetningu eða þau tjáningar-meðul sem honum eru hugstæðust og samræmust hans innsta eðli. Af þeirri staðreynd út af fyrir sig fell- ur því allur „ísma“ — og íhlutunai'-vaðall um sjálfan sig. I öðru lagi er hægt að tala um þjóðlag í þrengri og víðari merkingu. Um það vitnar glögg- lega sú staðreynd, að fleiri og færri óskildar þjóðir tileinka sér sama lagið, sem þjóðlag, því nær eða alveg óbreytt. Hvað er þá orðið af þessari „óendan- legu frjósemi moldarinnar“. (sic.) Og í þriðja lagi vil ég tilfæra hér lifandi dæmi úr minni eigin vitund, um staðleysur þeirra angurgapa, sem jafn- an eru skyggnastir á munstrið á „nýju fötunum keisarans“. Fyrir meira en 30 árum kvað einn ofstækisfullur „þjóðisma“-Landi vestur í Winni- peg upp þann dóm yfir þjóðsöngnum okkar, — sennilegast þeim fegursta í víðri veröld — að hann væri þjóðinni til minnkunar, þetta væri, jú, ekkert anað en skotskur slagari skrifaður af íslendingi, og hananú. En svo vildi það til nokkru síðar, að lúðrasveit með Skotskan stjórnanda var fengin til að leika á íslendinga-samkomu, og lék hún þar m. a. þjóðsönginn. En það þótti takast bögulega hvað túlkunina snerti, og þá sagði sami maður að það væri svo sem engin mótvon, það gengi alltaf svona þegar útlendingar reyndu að túlka íslenzka tónlist. Eg er nú ekki gáfaðri en svo, að ég næ alls ekki í réttu rófuna á svona röksemdum, enda er þess tæplega að vænta, því að rófurnar eru víst nokkuð margar, en sennilega engin þeirra á rétt- um stað. „Skrattinn fór að skapa mann“. O, jæja. En annars er allur málaflutningur slíkra áróð- urs-seggja lærður á eina og sömu bókina. Þegar þeir tala um Mendelsohn, Brahms, Sinding og fjölmarga aðra erlenda snillinga, sem ekki trúlof- uðust neinum ísma, hvorki „þjóðlegum11 né dæg- urflugulegum, og tróðu þess vegna engar „nýjar brautir“ að þeirra dómi, þá eru þeir bara alheims- borgarar í list sinni. Hins vegar eru íslenzk tón- skáld, sem haga sér á sama hátt, og frjáls ferða sinna nota hvern þann stíl og hverja þá framsetn- ingu, sem þeim eru eiginlegust, nefnd þjófar, eftir- apendur og öðrum niðrandi og særandi nöfnum, því: „aldrei varstu seinn til svifa, ef særa þurfti góðann dreng“. A sama tíma, sem þeir standa á blístri af vandlætingu yfir hinum síðfrægu ofbeld- is-aðförum ráðstjórnarinnar gegn rússneskum tón- skáldum, beita þeir nákvæmlega sama ofbeldinu gagnvart þeim íslenzkum tónskáldum, sem eru of sjálfstæð til að dansa eftir tiskulúðri hvaða skríl- mennis sem er, að svo miklu leyti sem þeir geta, þora og nenna. Margt fleira mæti upplýsa til vitnis- burðar um innræti þessa þjóðhættulega áróðurs, en þetta ætti að nægja til að vekja almenning til meðvitundar um, að hann er hvorki sprottinn af 8 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.