Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 11

Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 11
mestu stórverkum tónlistarsögunnar „Messias“ og „Samson“. Samson er samið í hinum venjulega óratóríum- stíl Handels, en þar er Messías undantekning, því Handel safnaði saman nokkrum af sálmum Davíðs og glefsur frá guðspjallamönnunum, og einnig tók hann úr Jóhannesarguðspjalli og annarstaðar úr nýja testamentinu, svo að það er í réttu lagi ekki hægt að kalla Messias fyrir óratóríu, passía er það heldur ekki. Messías er dásamleg bæn, færð fram til hins almáttuga skapara himins og jarðar, óratóríið er í þrem hlutum og nær hámarki sínu með hinum dásamlega „Hallelúja“-kór. Allegro inoderato. Byrjtm „Halelúja"-hórsins úr „Messías", ejtir Handel. Er Handel hafði skrifað „Halelúja" kórinn, kom þjónn hans að honum þar sem hann sat, með aug- un full að tárum og var sem hann horfði inn í himininn. Hándel segir sjálfur „Mér fannst sem himininn opnaðist og ég sæi Guð í allri hans dýrð“. Georg konungur II. var viðstaddur frumupp- færslu „Messías“ í Englandi og er komið var að „Halelúja“ kórnum, stóð hann upp og tárin flóðu um andlit hans, og síðan er það siður í Englandi að hlýða á kórinn standandi. Við frumuppfærsluna er var í Dublin lét Hándel allan ágóða af Messías renna til fanganna í skulda- fangelsi borgarinnar, og hann hélt þeim sið síðan að verja öllu því er hann fékk fyrir Messías til góðgerðarstarfsemi. Með óratóríum sínum og sérstaklega „Messías“ varð Hándel að hluta hinnar ensku þjóðar, englendingar gleyma því að Hándel var útlending- ur þeir hylltu hann sem englending, sem endur- borinn Purcell. . . . og hann fékk meira. Scala söngleikjahúsið í Mílanó hélt eitt sinn, minningartónleika um hið vinsæla tónskáld Verdi. I því tilefni snéri stjórn söngleikjahússins sér til tveggja frægra hljómsveitarstjóra, Toscanini og Mascagni. Mascagni setti það skilyrði fyrir þáttöku sinni í hljómleikunum, að honum yrði greitt meira en Tocanini, „þó það sé ekki meira en einni líru meira en hann fær, er ég ánægður“ sagði Mascagni, en hann var afar afbrýðissamur út af frægð Toscanini. Stjórn söngleikjahússins gekk að þessu, og er hljómleikunum lauk fékk Mascagni greiðsluna fyrir hljómleikinn, en það var ein líra . . . Toscanini hafði stjórnað endurgjaldslaust. ★ LEIÐRÉTTIN G: Eftirfarandi línur féllu aftan af 2. kafla efniságrips Bláu Kápunnar í 1. tbl. og biðjum við lesendur velvirðingar á. Þau eru trúlofuð, Appolonía og Knuse, en Gottlieb er kominn til þess að greiða afborgun af ættleiðingunni og biðja um hönd Anettu. Hvort tveggja tekst eftir nokkur vandkvæði þó, og er það þriðja opinberunin á „þessum gleðidegi" eins og greifinn segir, en þegar Jörgen Walter birtist á leiksviðinu þeirra erinda að biðja um hönd Beate, segir greifinn, að hann komi of seint, Beate sé heitin erfðaprinsinum. Jörgen hripar skilaboð til Beate að finna sig um kvöldið og flýja með sér, en í uppnáminu, sem verður, þegar Gottlieb segir „fína“ fólkinu til syndanna, finnur Wendólin gamli engan stað betri fyrir bréfið en i vasa bláu kápunnar, sem liggur þar á stól. Þegar tjaldið fellur leggur tungskinsbirtu á bláu kápuna, sem geymir hið örlagaþrungna bréf. MUSICA 1 1

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.