Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 13

Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 13
BEáa Kápan Leikfélag Reykjavíkur lýkur starfsemi sinni í IÐNÓ með þessari fallegu óperettu, en ég spái því, að Iðnó eigi enn eftir að vera athvarf ungra listamanna sem ekki vilja eða fá að starfa við Þjóðleikhúsið auk áhugamanna sem „troða upp“ sér sjálfum til ánægju, og oft öðrum til viðvör- unar. Að samkeppni verði milli Iðnó og Þjóðleikhúss- ins er bæði æskilegt og jafnvel nauðsynlegt, Þjóð- leikhúsið mun flytja verk eftir viðurkend skáld innlend sem erlend, en í Iðnó munu verða flutt verk eftir „hina“ og geta svo háttvirtir leikhús- gestir svo valið sjálfir hvað þeir vilja sjá. En öllum ber saman um að Leikfélagið hafi kvatt gamla húsið með glæsileik og að Bláa Kápan hafi sýnt okkur, að við höfum góða möguleika til að uppfæra smærri söngleiki með örfáum erlend- um listamönnum í vandamestu hlutverkunum. Bjarni Bjarnason lék Jörgen Walter kaupmann. Hann hefir fallega skýra tenórrödd, en sýngur of Hún neitar bón hans, og hin afbrýðisama móðir hennar, styður hana ákaft. Heródes, sem brennur af girnd til Salóme, lofar henni, að hún skuli fá alt er hún óskar sér, ef hún aðeins vilji dansa fyrir hann. Hún dansar þá hin fræga sjö-slæðna dans, og heimtar í laun fyrir dansinn, höfuð Jóhannesar skírara, á silfurbakka. Heródes neitar Salóme, skelfingu lostinn, um bón hennar, og byður henni í þess stað öll auðæfi heimsins, en Salóme vill fá höfuð Jóhannesar, eða ekkert, og — Heródías til mikillar ánægju, — verður Heródes að standa við loforð sitt, og hann skipar hermönnunum að færa sér höfuð spámanns- ins á silfurbakka. Hermaður kemur með höfuð spámannsins neðan úr fangaklefanum, og ölvuð af girnd og fögnuði kyssir Salóme hinar stirnuðu varir. En Heródes fyllist þvílíkum viðbjóði, að hann skipar hermönnunum að drepa Salóme, og þeir merja hana undir skjöldum sínum. þvingað, þannig að söngurinn og leikurinn falla ekki nægilega saman. Svanhvít Egilsdóttir er leikur Beate, á betur heima í óperu en í óperettu, bestan leik sýndi hún í öðrum þætti, er hún komst að svikum Biebitz og svo í þriðja þætti. Olafur Magnússon frá Mosfelli lék Rambow greifa yfirlætislausa e. t. v. ekki nægilega greifa- lega, Ólafur þyrfti að reyna að vera dálítið merki- legri með sig. Tvísöngur hans og Guðmundar í 2. þætti vakti mikla hrifningu. Katrín Olafsdóttir leikur Maríe systir Beate hóg- værlega og látlaust. Sigrún Magnúsdóttir leikur Anette, sprellugos- ann og ólátabelginn, sem vill heldur skósmiðinn sinn, heldur en einhvern ríkann aðalsmann. Sigrún á heima í óperettunni, söngur hennar og leikur kemur manni í gott skap og þarmeð er til- gangi óperettunar náð. Birgir Halldórsson leikur Gottelieb Knuse skó- smið og seinna hirðskósmiðameistara af léttileik og gáska og var samleikur hans og Sigrúnar með afbrigðum. Guðmundur Jónsson lék hinn fláráða von Biebitz Biebitz ágætlega, þó var það til lýta í fyrsta þætti hve hann líkti eftir málrómi leikstjóra, en það vill oft henda byrjendur. Guðmundur er dásamlegur söngvari og vakti mikla hrifningu hvenær sem hann sýndi sig á sviðinu. Með minni hlutverk fóru Haraldur Björnsson, Valdimar Helgason, Steindór Hjörleifsson, Sigurð- ur Ólafsson, Lárus Ingólfsson, Nína Sveinsdóttir, María Einarsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, og fl. Haraldur Björnsson var leikstjóri og tókst hon- um með ágætum, enda þaulvanur uppsettningu á óperettum. Hljómsveitin var undir stjórn dr. Urbantschitsch og var hún ágæt og aðstoðaði söngfólkið dyggilega. T. A. MUSICA 13

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.