Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 2

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 2
til lesendanna • o • EFN I Viðtal við ungfrú Ruth Hermanns. Igor Stravinsky, æfiágrip. Lag á nótum: Sumarlag, eftir Sigurð H. Briem. Kína geymir enn hinn upprunalega skyld- leika tónlistarinnar og tungunnar,. eftir Fritz A. Kuttner. Myndasíðan: Umdeildasti söngvari vorra tíma, Paul Robeson. Bréfakassinn. Tæknisíðan. Víðsjá. og margt fleira. Forsíðumynd af ungfrú Ruth Hermans. Tónlistarblaðið „MUSICA" Tónlistartímarit, kemur út 10 sinnum á áni. — Útgefandi: Drangeyiarútgáfan. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tage Ammendrup. Ritstjórn og af- greiðsla Laugaveg 58, símar 3311 og 3896. •— Áskriftarverð 32 kr. fyrir árið. — Sent burðargjalds- frítt um al'lt land. Blaði var flett í sögu íslenzkrar tónlistar, er dr. Páll Isólfsson sagði í viðtali við blaðamenn í fyrra mánuði, að stofnuð hefði verið fullkomin sinfóníuhljómsveit hér í Reykjavík. Þetta er að vísu ekki alls kostar rétt hjá Páli, sinfóníuhljómsveitin, sem stofnuð var vantaði töluvert upp á að vera fullkominn sinfóníuhljóm- sveit, en aftur á móti mætti segja að þetta sé full- komnasti vísir af sinfóníuhljómsveit er enn hefir komið fram hér á landi. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir samþykkt fyrir forgöngu borgarstjóra Gunnars Thoroddsen, að veita hljómsveitinni styrk að upphæð 150.000.00 krónur fyrir fyrri helming fjárhagsársins, og er góð von með að það sem á vantar verði veitt, á seinna helmingi fjárhagsársins. Nú stendur aðeins á samþykki alþingis eins, um hver verði framtíð þess óskabarns þjóðarinn- ar, og látum okkur vona, að alþingi skilji hvað hér er á húfi. Annar af merkustu viðburðunum í menningar- sögu okkar er opnun Þjóðleikhússins, sem boðar ekki aðeins þáttaskifti fyrir leiklistarlíf okkar, heldur og allt menningarlíf þjóðarinnar. Það er táknrænt, að fyrsta sýningin í Þjóðleik- húsinu verður á sumardaginn fyrsta. Við íslendingar, jafn fámennir og við erum, get- um verið stoltir af því, að hafa hrundið þessum tveim merku málum í framkvæmd, og við megum vera vissir um að listamenn okkar, munu ekki láta sinn hlut eftir liggja, er þeir hafa fengið viðunandi starfsskilyrði. Nokkuð hefir verið ákveðið um efni næsta tbl., t. d. verður þar lag eftir hið merka finnska tón- skáld Ilmari Hannikainen, með sænskum texta, eftir Nino Runeberg, og í 5. tbl. verður hið ást- sæla og yndislega lag Edwards Grieg „Jeg elsker dig“. I næsta hefti verður og myndasíða er sýnir sinfóníuhljómsveitina að æfingu auk margs annars. 2 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.