Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 3

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 3
3. ARGANGUR ÍHluMca APRIL 1950 3. TOLUBLAÐ Eg rnun sakna Akureyrar Segir ungfrú Ruth Hermanns Fréttaritari yðar hafði stutt viðtal við ungfrú Ruth Hermanns, skömmu eftir áramótin, en hún var þá á ferð hér í Reykjavík, til að leika inn á plötur fyrir ríkisútvarpið. Ungfrú Hermanns hafði mikið að segja frá starfi sínu á Akureyri, en þar hefir hún eins og kunnugt er kennt fiðluleik við Tónlistarskólann síðustu tvö árin. Ungfrú Hermanns er nú að flytja til Reykjavík- ur, og verður mikið tjón fyrir Tónlistarskólann á Akureyri að missa jafn færan fiðlu-kennara. Ungfrú Hermanns er full eldlegs áhuga fyrir starfi sínu, hún talar hratt . . . íslenzku . . . stund- um bregður hún fyrir sig þýzku, ef hún finnur ekki orð til að lýsa því, er hún vill bregða upp . . . hlátur hennar er snöggur og hvellur . . . og allar hreyfingar vitna um mikið „energy" og skap- festu . . . og fljótfundið er, að þarna er á ferð- inni sannur íslandsvinur, er vill leggja fram krafta sína til eflingar íslenzkri tónlist. — Hvernig líkaði yður dvölin á Akureyri? — Ef aðstæður væru hagstæðari til að byggja upp tónlistarlífið á Akureyri með hjálp nægilegra margra áhugasamra listamanna, myndi ég ekki hafa viljað yfirgefa þennan vinalega bæ og hina elskulegu íbúa hans, en því miður er verksvið mitt þar of lítið, og ég vonast til að fá betra tæki- færi til að nota krafta mína í þágu þessa lands hér í Reykjavík. — Finnst yður íslenzkir nemendur músikalskir, svona yfirleitt? — Já, yfirleitt fannst mér nemendur mínir hafa heilbrigða og eðlilega tónlistarhæfileika, og ég undraðist mjög eitt sinn, er ég hafði námskeið við Menntaskólann á Akureyri, að meira enn helm- ingur þátttakendanna gat leikið lítið lag á fiðl- una, eftir aðeins eina kennslustund. — Hafa nokkrir af nemendum Tónlistarskóla Akureyrar ákveðið að gera tónlistina að æfistarfi sínu? — Nei, jafnvel þótt margir nemendanna hafi ágæta hæfileika til framhaldsnáms, virðist enginn þeirra ætla að leggja tónlistina fyrir sig. Einn nemandi kemur þó með mér til Reykja- víkur, er það stúlka sem er miklum hæfileikum búin og mun hún halda áfram námi sínu hjá mér. — Hvað segið þér um íslenzkt tónlistarlíf? — An fastrar hljómsveitar getur ekki verið um reglulegt tónlistarlíf að ræða. Island hefir annars á að skipa mörgum ágætum listamönnum, t. d. Birni Ólafssyni, Arna Kristjáns- syni, Lansky-Otto, Abraham og Dr. Urbantschitsch Ekki vil ég gleyma Páli ísólfssyni. Hann gerði mér eitt sinn þá ánægju að leika fyrir mig Chaccon eftir sjálfan sig á dómkirkjuorgelið. Og er Páll ekki aðéins mikill orgelleikari heldur og mikið tónskáld. — Hvað segið þér okkur um íslenzka tónlist? — íslenzka tónlist heyrði ég fyrst árið 1935 í Þýzkalandi, voru leikin verk eftir Jón Leifs, sem er mikils metinn í heimalandi mínu, annars hafa íslendingar samið lítið fyrir fiðlu. — Hverskonar tónlist leikið þér helst? — Ég hefi mest dálæti á Bach, Mozart, Beethov- en og Brahms, en þó leik ég einnig verk eftir hin nýrri tónskáld, sérstaklega þó hin rússnesku. MUSICA 3

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.