Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 4

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 4
IGOR STRAVINSKY Igor Stravinsky (Piccazzo tei\naðL) Igor Stravinsky fæddist 17. júní 1882 í bænum Oraniumbaum skammt frá borg hins heilaga Péturs er nú nefndist Leningrad. Faðir Stravinskys var frægur bassasöngvari við Marinsky leikhúsið í Pétursborg og hann ákvað þegar er drengurinn fæddist að hann skyldi verða lögfræðingur, en lét snemma byrja að kenna hon- um píanóleik. Píanóið hefir ávalt verið hyrningssteinn tón- smíða Stravinskys og allt sem hann hefir samið, hefir hann samið við píanóið. Það er þó ekki svo að skilja að hljómsveitarverk hans séu nokkurskonar fjölraddað píanóverk, eins og t. d. nokkrar af sinfóníum Schumanns, honum finnst aðeins, að píanóið geri tóntilfinningu sína meiri lifandi, hann nái betra sambandi við efnið. Það átti fyrir Stravinsky að liggja, að blása nýju lífi í hina rússnesku tónlist, en forystumenn sein- rómantísku stefnunnar í Rússlandi, hin tvö gáfuðu tónskáld Alexander Glazunoff (1865—1936) og Alexander Skrjabin (1872—1915) voru með kredd- um sínum og hræðslu við að kanna nýjar leiðir orðnir fastir í neti sínna eigin kennisetninga og voru að leiða rússneska tónlist í hina mestu niður- lægingu. Snillingurinn Skrjabin, flakkaði land úr landi, og baslaði við að samræma liti og tóna, og sýnir það best hve tjáningarform sein-rómantísku stefn- unnar voru orðin máttlaus. Litapíanó Skrjabins er gaf frá sér liti, er áttu að vera skyldir tónum þeim er leiknir voru, er enn þann dag í dag stöðugt umræðuefni tónunn- enda um heim allan, og hefir t. d. hljómsveitar- stjórinn Stokowsky gert miklar tilraunir með áhrif þess, en með ófullnægjandi árangri. Rússnesku tónlistinni vantaði mann er var Ég hefi í hyggju að leika fiðlukonsert nr. 2, eftir Prokofieff í útvarpið í Hamborg næsta haust. Hafið þér ákveðið að halda nokkra hljómleika hér á landi? — Ákveðið er, að ég leiki á minningarhljóm- leikum sem haldnir verða í tilefni 200 ára áríðar J. S. Bach, einnig mun ég halda sjálfstæða fiðlu- hljómleika í Reykjavík og á Akureyri. — Þér hafið ferðast víða um á hljómleikaferð- um yðar, áður en þér komuð hingað? — Já, ég ferðaðist um Rússland, Pólland, og Frakkland og hélt hljómleika í flestum stærri bcrgum þessara landa. — Hafið þér í hyggju að dvelja hér áfram? — Ef starfsmöguleikar verða fyrir hendi, vil ég ekkert heldur. Við þökkum ungfrúnni viðtalið, og óskum henni alls góðs, í starfi hennar til eflingar íslenzku tón- listarlífi. T. A. 4 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.