Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 5

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 5
•óhræddur við að leggja út á nýjar brautir, og þessi maður var einmitt lögfræðineminn Igor Stravinsky Hinn ungi Stravinsky nam, er hér er komið sögu lögfræði við háskólann í Pétursborg, og ef satt skal segja var hann mjög lélegur lögfræði- nemi. Hann byrjaði að læra tónfræði af sjálfum sér, og á kostnað lögfræðinámsins. Hann samdi á þessum árum ógrynni af smá- verkum, mestmegnis fyrir píanó og þótt ekkert þeirra sé neitt listaverk, og mörg þeirra afleit, má þó telja að Stravinsky hafa lagt grundvöllinn und- ir framtíðarverk sín með þessum fyrstu verkum sínum. Stravinsky hefir breytt um stefnur í tónlist, ekki einu sinni heldur oftsinnis, en hið byltingarsinnaða er kemur fram í þessum æskuverkum sínum er en óbreytt, hinar byltingarsinnuðu tilraunir æsku- mannsins til að brjóta af sér kreddur og fúnuð lögmál hrörnandi skóla. En til að verða brautryðjandi nýrra kenninga var ekki nóg, að hafa auðugt hugmyndaflug og So/dnteu* Mrlniti Þrjú tóndcemi úr „Sögu hermannsins." 1. ileemi sýnir temað er ávalt jylgir hermanninum, á hinni von/ausu lcit hans að hamingjunni, er hann aldrei ncer. — 2. dcemi sýnir hinn tignarlega kontmgsmars takið scrstakjcga eftir hinum sér- kenni/egu rytmabreytingum. — 3. dcemið sýnir nokk'a byrjun- artakta úr vals. vera óhræddur við fordóma og almenningsálitið, heldur varð brautryðjandinn að vera vel menntur. Mesta lán Stravinskys var að hann skyldi fá sem kennara, einn mesta tónfræðing er þá var uppi, Rimsky-Korsakoff. Korsakoff var ekki aðeins bráðslyngur tónfræð- ingur heldur var hann einnig frjálslyndur og leyfði Stravinsky að halda sérkennum sínum, án þess að reyna á nokkurn hátt, að þröngva inn á hann áhrifum frá sjálfum sér. Á tveim árum tókst Korsakoff að breyta Strav- insky úr óframfærnum áhugamanni í tónskáld er vissi hvað hann vildi og hið nána samstarf þess- ara tveggja manna varð enn nánara er Stravinsky giftist frænku meistarans. Frá þessum árum eru nokkur af fyrstu tónverk- um Stravinskys, þeim sem enn eru leikin og sýna þau eins og fyrstu tónverk hans hvert straumur- inn liggur, og þótt áhrifa fyrirrennara hans gæti töluvert sumstaðar er þó stíllinn sérkennilegur og uppreisnarkenndur. Glazunoff, Duka er samdi („Lærisveinn galdra- mannsins11,) og Maeterlinck höfðu á þessum árum töluverð áhrif á Stravinsky án þess þó að skilja eftir nokkur varanleg merki í þróun hans. Árið 1908 dó Korsakoff og varð Stravinsky mikið um dauða hans og samdi minningarverk um þennan mikla tónjöfur. En sama árið varð Stravinsky fyrir því láni að kynnast hinum fræga ballettdansara, stjórnanda „Ballets rysses“ í París, Sergei Diaghileff. Diaghileff var stórgáfaður og víðsýnn maður, og er hann kynntist Stravinsky greip hann tæki- færið og fól honum að semja balletta, fyrir félag sitt. Fyrsti ballettinn nefndist „Chopiniana" og not- aði Stravinsky þar tvö lög eftir Chopin sem uppi- stöðu, þarnæst kom ballettinn „Eldfuglinn“, sem var byggður á rússneskri þjóðsögu, og hin þekkta hljómsveitarsvíta er einmitt byggð á balletnum. Þriðji ballett Stravinsky „Petruschka“ markar tímamót í tónsmíðum hans og með honum hefur Stravinsky göngu sína sem brautryðjandi nútíma- tónlistarinnar. Ef Petruschka er athuguð má sjá að hin rússneska þjóðvísa og áhrif Debusy hafa þar sam- einast persónuleika Stravinskys. Ballettinn gerist á rússnesku markaðstorgi og aðalpersónurnar eru dansmær, negri og dúkkan Petruschka. Petruschka er þekkt persóna frá hinum rúss- nesku dúkkuleikhúsum og látbragðsleikjum, og er þar klaufinn sem alltaf fer illa fyrir og allir níðast á og hlæja að. En Stravinsky hlær ekki að Petruschka, heldur sýnir hann sem táknmynd okkar mannanna er viljalaust göngum okkar skeið. Petruschka verður hrifinn af dansmeynni, en hún hrífst af karlmennsku og ruddaskap negrans, sem drepur Petruschka og lýsir tónlistin, sem er MUSICA 5

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.