Musica - 01.04.1950, Page 7

Musica - 01.04.1950, Page 7
Kína geymir enn hinn upprunalega skyldleika tónlist- arinnar og tungunnar Eftir Fritz A. Kuttner Skyldleiki tónlistarinnar og hins mælta máls, er einn af þeim hlutum sem við vitum að er stað- reynd, þótt við getum ekki enn bent á augljós rök til stuðnings þessari vitneskju, eða á hvern hátt uppruni tónlistarinnar hafi myndast í sambandi við hið mælta mál. Tónfræðingar og málfræðingar hafa gert nokkr- ar athuganir, en slíkar rannsóknir sem þær er framkvæma þyrfti, yrðu svo umfangsmiklar, að enn hefir öllum vísindamönnum óað við að leggja út í þær. En það er áreiðanlegt að þessi vinna verður haf- in, og að blæju leyndardómanna verður svift burtu. Við getum tekið nokkur dæmi til að sýna fram á skyldleika tungu og tónlistar, án þess að við skiljum hið eiginlega samband þeirra. Það er staðreynd, að Bel-kanto söngurinn er ítalskt fyrirbrigði og nær sínum mesta ljóma einmitt þar, það er einnig staðreynd að bestu Wagner- söngvararnir komu aðeins frá norður- löndum, og einnig að bestu bassasöngvararnir koma frá Rússlandi. Einnig er einkennilegt að frönsk blásturshljóð- færi hafa sérkennilegt nefhljóð, sem hvergi er til annars staðar. í Kína er skyldleiki tónlistarinnar við hið mælta mál, svo skýr og greinilegur, að mál- og tónfræð- ingar hafa valið sér Kína að rannsóknarstöð. Einn mesti fræðimaður í þessari grein John H. Lewis, bendir þó á, að þótt um augljósan skyld- leika sé að ræða, megi varast að draga nokkrar ályktanir af því, heldur verði eingöngu að fara eftir staðreyndum, en ekki láta getgátur hafa áhrif á sig. Kínversk tunga er ein hinna svokölluðu, tón- tungumála, þar sem orð í einni tónhæð, þýðir annað en sama orð í annari tónhæð. Þannig getur sama orð með mismunandi hljóð- falli þýtt fjölda hluta. Athugið vel, að hljóðfall þýðir ekki áherzlur, sem eru algengar meðal hinna vestrænu þjóða. Fyrir hverja hljóðbreytingu er til merki í kin- verska stafrófinu, og þessvegna hefir kínverjum gengið mjög erfiðlega, að venjast hinum vestrænu stafrófi. Flestar kínverskar mállýskur hafa fjórar aðal- hljóðbreytingar og eru þær kallaðar „P’ing tsu“ og skiftast í hin vaxandi tón, hin fallandi tón, byrjun- ar tón og langan tón. Þessar hljóðbreytingar gera útlendingum nær ómögulega að læra nokkru sinni að tala kínversku til hlýtar eða að skilja hana. Hinn langi tónn er örlítið hærri en venjuleg hæð hins mælta máls og dregur nafn sitt af því, að hann er dreginn lengur en hinir tónarnir. Hinn vaxandi tónn, er eins og nafnið bendir til hækkandi og svipar til upphrópana eins og ,,Ó!“ sem eiga að lýsa undrun. Hinn fallandi tónn, fer örlítið niður á við í byrjun hljóðsins og fer svo upp aftur í enda hljóðsins. Byrjunar tónninn fellur best við eyru vestrænna manna, og líkist snöggum skipunum, eins og t. d. stopp og önnur hliðstæð orð. Eg vil taka hér eitt dæmi til að skýra þetta bet- ur út: Ma . . . (Langur tónn) þýðir móðir. Ma . . . (hækkandi tónn) þýðir hampur. Ma . . . (fallandi tónn) þýðir hestur. Ma . . . (byrjunar tónn) þýðir að bölva. Eins og gefur að skilja, gefur hljóðbreytingin orðinu rétta merkingu, og án þess að veita hljóð- inu nána athygli er ekki hægt að gera sér von um að fá réttan skilning á hinni kínversku tungu. Þesar hljóðbreytingar hljóta að hafa áhrif á sönginn, enda er hið kínverska þjóðlag þannig, að laglínan myndast af orðunum. Þó hafa þjóðlaga- tónskáld kínversk, seinustu aldirnar myndað lag- línu með orðum, án þess að taka verulegt tillit til innihalds orðanna. MUSICA 7

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.