Musica - 01.04.1950, Side 9

Musica - 01.04.1950, Side 9
Tœknilegar nýjungar Bandaríkjamenn hafa fundið upp plötuspilara sem spilar hvort sem vera skal 78 snúninga á mín- útu 45 snúninga, eða 33‘A og fyrir allar stærðir af hljómplötum. Sum hljóm- plötufélög Bandaríkjanna framleiða nú aðeins plöt- ur með 45 snúningum á mínútu og önnur með 33/4 snúningum og þá jafnframt plötuspilara fyr- ir. En það valdið þeim er kaupa þessar plötur mikl- um vandræðum, að þurfa að kaupa þrennskonar fóna svo að þessi fónn er hinn mesti kjörgripur. # Nýr bassa stóll, sem hægt er að hækka og lækka eft- ir vild. Þetta er til mikilla þæginda fyrir bassaleikara, í breytilegri veðráttu t. d. og á ferðalögum. Á þessum gítar er hluti kassans skorinn burtu þannig að mjög hægt er að leika fyrir ofan 12. band. Takið eftir að takk- arnir til að stilla magnar- ann eru á strengjahaldar- anum og hefir gítarinn því betri tón magnaralaus enn ella. * Ný be-bop tromma teikn- uð af Buddy Rich, ódýr, handhæg og gefur snögg- an, hvellan tón. * (Þeir er óska nánari upp- lýsinga á þessum nýung- um geta skrifað til Musica um nánari upplýsingar.) P’i-P’a. þar sem þrystingurinn á strenginn getur verið mjög mismunandi, aftur á móti gera hin lágu bönd sem eru á slegnum hljóðfærum hjá vesturlanda- þjóðum tóninn hreinan og óbreytanlegann. Eins og sjá má á þessum dæmum, hefur hið mælta mál geysimikil áhrif á frumkínverska tón- list og má nærri segja að þar sé um að ræða nokkurskonar tal-tónlist, þar sem hver tónn, þótt ekki sé sunginn, en myndaður af hljóðfæri sé skilj- anlegur áheyrendum vegna hins nána sambands við hið mælta mál. Margir hafa haldið því fram, að vesturlanda- menn gætu kennt kínverjum mikið í tónlist, sér- staklega þar sem hinn kínverski ,,skali“ er aðeins fimrn tónar. En hvorttveggja er, að kínversk eyru eiga jafn slæmt með að skilja vestræna tónlist, eins og við eigum með að skilja hina kínversku, (nema að menn leggi sig sérstaklega eftir að skilja viðkom- andi tónlist). Það væri þó ekki ómögulegt að vegna þess ófriðar og rótleysis er ríkt hefir meðal hinnar kínversku þjóðar, og hefir slitið hana úr sambandi við hina fornu menningu sína, gætum við kennt henni að meta tónhugtök vestrurlanda, en ættum við ekki heldur að nema staðar á þeirri braut er við nú troðum, og athuga þá tónlist er hefir blómstrað með einni af mestu menningarþjóðum heims um þúsundir ára, þá myndum við fá nýjar myndir fegurðar og hreinleika sem gæti orðið öld okkar til gagns og aukins þroska. MUSICA 9

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.