Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 11

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 11
BRÉFAKÁSSINN Sumarkyrð íslenzkra öræfa er tíðum rofin af söng og kvaki þeirra fugla, sem þann tíma dvelja upp á hálendinu, við hin bláu fjallavötn. Þar sýngja mjallhvítir svanir sínum fegursta rómi, svo að bergmálar í dökkum hamrahlíðunum undir blikandi jöklum. Þar garga líka rámar villigæsir; feitir og bústnir, í alla staði föngulegir fuglar, sem aðeins vantar gleraugu til þess að vera fullkominn líking montinna manna i þöngulhausaformi. Helgifriður íslenzkra sumarnótta um Jónsmessu, upp á öræfum, er dásamlegt fyrirbrigði, og söng- ur hinna hvítu svana er þá sem guðþjónustu- hljómleikar í kirkju lífsins. En það sem höfðingj- arnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það! Og svo er með hinar mörþungu raddbrotnu grágæsir. Þegar svana-hljómleikarnir óma um fjallprúða víðáttuna og rauðir geislar miðnætursólarinnar glitra á hvítum álftavængjum, setja gæsirnar upp merkissvip og taka að raula með sínu nefi um það, sem þær nefna frið á jörðu. En blik hljóm- anna vill ekki heimsækja raddböndin í þessum mörvaga fuglum, og gargið verður ámátlegt í helgikýrðinni. Og snillingarnir, svanirnir hvítu, verða hneykslaðir og færa sig fjær. Sömu atburðir gerast niðri í mannheimum, meðal tónlistarmanna, eða einkum tónskáldanna svonefndu. Þar eru aðeins nokkrir sem gnæfa í list sinni hátt yfir gæsir með dimm raddbönd. Stórskáldin á því sviði eru oft trufluð af lægri öndum, sem á sínu sviði geta verið í fullu gildi, sem lofgjörðartungur um lífið, en tekst ekki að ná svanahljómi í söng sinn um frið á jörðu, og fjalla-bláma himins og vatna. Hljómblik söngva þeirra eru annað hvort engin eða svo rám, að hneykslun veldur, meðan snillingarnir eru nálæg- ir. — Þess vegna færa yfir svanir sig oftast mjög langt frá undir gæsum, til þess, að hvor radda og söngva tegundin geti notið sín út af fyrir sig, og er það heppilegt fyrirkomulag, því að bæði má ekki hneyksla svanina með ódáins söngradd- irnar, og ekki móðga gæsagreyin, sem vissulega hafa nokkuð til síns ágætis með áhuga sínum fyrir að lofsyngja lífið og frið þess á jörðu, um helgar Jónsmessunætur, og að passa sína gæsa- unga fyrir fálkum og smyrlum, í hamraborgunum umhverfis heiðavötnin. já, elskum „svanasönginn á heiði“ og brosum vinalega framan í gæsirnar. Sfinx Osíris. Staðreyndirnar blasa við. Hr. ritstjóri, Björgvin Guðmundsson, tónskáld, hefir svarað mínu stutta bréfi, er birtist í 4. tbl. Musica með heljarmikilli langloku. Ég vil leyfa mér að benda Björgvin á, að ég heimta ekki á nokkurn hátt að hann eða aðrir er fást við að semja, bindi sig við einhvern ákveðin „isma“, heldur reyni þeir að semja eitthvað þjóð- legt, eitthvað sem skapi íslenzkri tónlist sérstöðu, en ekki hina venjulegu upptuggu hálfstældra laga sem á engan hátt eru þess umkominn að skapa þann lyfting í tónlist vorri, sem með þarf. Ég er ekki þar með að segja, að Björgvin eigi að semja í þjóðlegum stíl, ef hann ekki geti það, honum er vitaskuld frjálst að semja í sínum eigin stíl, eða fara eftir sínu eigin nefi, eins hann kallar það. Tónlist og tónlist er tvennt, og allir vita, að aðeins 99% af því sem samið er, geymist, hitt tapast og gleymist. Hið þjóðlega og hið frumlega hlýtur að geym- ast, en hið vanabundna og upptuggna hlýtur að gleymast og svo er það tónskáldanna að velja hvora leiðina þeir fara. Ég get ekki rifist við Björgvin útaf S T E F, en eftir því sem ég hefi lesið í blöðunum (nema Musica) er það hálfgerð okurstofnun til að klekkja á fátækum veitingamönnum eins og Jóhannesi á Borginni og Sjálfstæðishúsins og það finnst mér reglulega ljótt. Ég þakka ritstjóra fyrirfram fyrir birtingu bréfsins. fslendingur. MUSICA 1 1

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.