Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 13

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 13
Rögnvaldur Sigurjónsson. Píanótónleikar í Austurbæjarbíó, í marz. VIDFANGSEFNI: Tvö ljóð ;ín orða ........ Mendelsohn Þrjú Intermezzo op 118 ...... Brahms Sonata í D-Dúr, K. 284 ...... Mozart Tólf Etyður .................. Chopin Það er alltaf skemmtilegt að vera á hljómleik hjá Rögnvaldi, jafnvel þótt hann velji sér viðfangs- efni sem ekki eiga við skap hans. Túlkun Rögnvalds á Brahms og Mendelsohn, var hreinleg, en án nokkurra tilþrifa, aftur túlk- aði hann sónötu Mozarts hreinlega og léttilega, með næmri tilfinningu. Er Rögnvaldur hóf að leika Etyður Chopins, var auðvelt að finna, að túlkun þeirra átti við skap og tækni Rögnvalds enda ætluðu áheyrendur ekki að sleppa honum af sviðinu að leik loknum og varð hann að leika hvorki meira né minna enn þrjú aukalög. Samsetning efniskrár þessa hljómleiks var væg- ast sagt dálítið einkennileg, og ekki við hæfi Rögnvalds, þó að segja megi að hún hafi verið „Populairt" samansett. Rögnvaldur á að leika verk eftir hin nýrri tón- slzáld. Hann er einn bezti túlkari nýrri tónverka, sem við eigum, og aðeins hann og frú Jórunn Viðar hafa leyft okkur að skyggnast inn í heim hinna nýrri tónverka og látum okkur vona, að næstu hljómleikar Rögnvalds verði helgaðir tón- skáldum vorra tíma. T.A. Bjarni Böðvars aftur formaður F. í. H. Aðalfundur F. í. H. var haldinn fyrir skömmu. Stjórnarkosning fór þannig, að formaður var kos- inn, Bjarni Böðvars, Carl Billich, gjaldkeri, Lárus Jónsson, ritari og Páll Bernburg, fjármálaritari. Auk þess verður félaginu skift í þrjár deildir, ein deild fyrir þá sem leika klassiska tónlist og danstónlist, ein deild fyrir þá er eingöngu leika á veitingahúsum og ein fyrir áhugamenn. Er gengið hefir verið að fullu frá þessum deild- um, munu formenn þeirra sjálfkrafa taka sæti í stjórninni. Aðalfundur Mandólínhljómsveitar Reykjavíkur. M. H. R. hélt aðalfund í V. R. fyrir nokkru, og var ákveðið að hefja starfið aftur að fullum krafti, en það hefir legið niðri í nokkra mánuði. Einnig var ákveðið að veita nýliðum viðtöku og eru þeir er áhuga hafa fyrir að koma í hljóm- sveitina beðnir að hringja í síma 3311 eða 3896, eða skrifa til formannsins Páls H. Pálssonar, Drápuhlíð 39. Framtíð hinnar nýju sinfóníuhljómsveitar óviss . . . Jón Þórarinsson, tónlistarráðanautur Ríkisút- varpsins hafði fyrir nokru viðtal við blaðamenn um hina nýstofnuðu sinfóníuhljómsveit er hefir nú haldið tvo hljómleika, og sagði m. a.: — Ríkisútvarpið hefir tekið að sér að styðja sinfóníuhljómsveitina fyrst um sinn svo að hún geti haldið hljómleika hálfsmánaðarlega til vors, en þetta hefir þó eingöngu orðið mögulegt, vegna þess að tekist hefir að ná mjög góðu og hagkvæmu samkomulagi við hljóðfæraleikarana. En framtíðarskipulag þessara mála verður að byggjast á samvinnu Þjóðleikhússins, Ríkisút- varpsins og e.t.v. fleiri aðila, ásamt styrk frá ríki og bæ eins og tíðkast víðast hvar erlendis um slíkar hljómsveitir. — Jón sagði enn fremur, að fimm þýzkir tón- listarmenn hefðu verið ráðnir hingað á vegum hljómsveitarinnar, en alls væru starfandi í henni 40 manns. — Við teljum, sagði Jónas Þórarinsson að lok- um, að þetta séu þáttaskipti í hljómsveitarstarf- seminni, hér hefir aldrei verið jafn fullkomin og samstillt hljómsveit og þessi, og er mikils af starf- semi hennar að vænta. MUSICA 13

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.