Musica - 01.04.1950, Page 14

Musica - 01.04.1950, Page 14
SAMSÖNGUR ÚTVARPSKÓRSINS 1 Dómkjrl{junni t jebrúar 1950 með aðstoð hljómsveitar. Við orgelið Páll ísólfsson Stjórnandi Róbert Abraham Einsön gvarar: I>uríður Pálsdóttir,, sópran; Guðrún Tómasdóttir, sópr- an; Guðrún I'orsteinsdóttir, alt; Kristín Einarsdóttir, alt; Magnús Jónsson, tenór; Brynjólfur Ingólfsson, bari- tón; Jón Kjartansson, bassi; Egill Bjarnason, bassi. Einlei\arar: P. Pampichler, trompet; Lanzky-Otto, waldhorn; Björn Olafsson, fiðla; dr. Heinz Edelstein, celló; Egill Jóns- son, klarinett. Ejniss\rá: I. Trúarjátning og Sanctus úr nressusöngbók Guð- brands Þorlákssonar, biskups. 2. Lofsöngur ................................ Haydn 3. Ave Verum Corpus ........................ Mozart 4. Offeratorium úr Requiem .................. Verdi 5. Kantata nr. 80 ..................... J. S. Bach Þessir hljómleikar útvarpskórsins, með aðstoð hljómsveitar og fjölmargra einleikara, sýna okk- ur ótvírætt hve fjölþætt, tónlistarlíf haégt væri að bjóða upp á hér með velþjálfuðum tónlistarmönn- um. Þessir hljómleikar voru velheppnaðir, en tvennt háði þó, óhæf húsakynni og ónóg samæfing hljóm- sveitar og kórs. Svo þröngt vaf, að kórinn varð að standa milli strengjanna og blásaranna, og gátu blásararnir því illa fylgst með slögum stjórnandans, og af þeim orsökum varð stjórnandi eitt sinn (í byrjun kant- ötunnar) að slá af. Hinir tveir kaflar úr messusöngbók Guðbrands biskups Þorlákssonar voru fallega og hreinlega fluttir. Trúarjátningin var flutt af kvennröddum, með aðstoð P. Pampichler, trompet og Lanzky-Otto, horn, en Sanctusinn var fluttur af karlaröddum, einsöngvari var Jón Kjartansson. Kvennaraddirnar voru vel samstilltar, en þó skorti sópranana nokkuð á að nægileg fylling væri í röddunum, aftur á móti voru alt-raddirnar ágætar. Karlaraddirnar voru vel samæfðar og samstæð- ar. E'nsöngvarinn Jón Kjartansson hefir sterka og mikla rödd, þó er hún en nokkuð hrjúf og á pört- um örlítið loðin. Lofsöngur Haydns og Ave Verum Corpus Mozarts voru hvorttveggja lýtalaust flutt. Offeratorium Verdis var flutt af fjórum ein- söngsröddum með aðstoð hljómsveitar. Offeratoriumið gerir skiljanlega miklar kröfur bæði til raddanna og til tónhæfni söngvaranna og var undravert hve vel tókst um flutning verksins. Þuríður Pálsdóttir hefir mjög fallega rödd, og er auk þess örugg og tónskynjun hennar mjög næm. Guðrún Þorsteinsdóttir, leysti sitt hlutverk af hendi óaðfinnanlega, eins Jón Kjartansson, bassi. Magnús Jónsson, tenór, hefir enn nokkuð hrjúfa rödd, en tónskynjun hans er næm og allt bendir til að hér sé um söngvaraefni að ræða. Síðast á efnisskránni var kantata nr. 80 eftir J. S. Bach. Bach lauk við að semja þessa kantötu um 1716 en hún var fyrst uppfærð árið 1730. Þarna komu fram fimm einsöngvarar, Guðrún Tómasdóttir, sópran, rödd hennar vantar fyllingu, og eins var hún miður sín af taugaóstyrk, en raddhæð hennar spáir góðu um framtíð hennar sem söngkonu, Kristín Einarsdóttir, alt, hefir frek- ar litla rödd, og var of taugaóstyrk, en Kristín er annars þjálfuð söngkona, og hefir m. a. sungið í Dómkirkjukórnum í fjölda ára, um Magnús Jóns- son hefir áður verið getið, en Brynjólfur Ingólfs- son, baritón og Egill Bjarnason, bassi, skiluðu báðir hlutverkum sínum óaðfinnanlega. Sama má segja um einleikarana, þá Björn Ólafs- son, dr. Edelstein og Egil Jónsson. Vöntun á samæfingu hljómsveitar og kórs var sérstaklega áberandi í kantötunni, sem var það erfiðasta sem uppfært var, og hefðu ekki þurft nema nokkrar samæfingar kórs og hljómsveitar, til að gera flutning þessa verks óaðfinnanlegann. Páll Isólfsson aðstoðaði við orgelið af sinni venjulegu snilld. Róbert Abraham var hinn öruggi stjórnandi, sem áreiðanlega hefir lagt mikið að sér til að gera þennan hljómleik sem beztan, og tókst honum það einnig. Róbert Abraham hefir unnið mikið að framgangi íslenzkrar tónlistar, bæði með stjórn sinni á kór- um og hljómsveitum, og svo með kynningu sinni á gamalli íslenzkri tónlist og raddsetningu á þjóð- vísum. Þrátt fyrir smá annmarka á meðferð, er stafaði aðallega af æfingaskorti, eru þessir hljómleikar, eins og áður segir stórt skref fram á leið. T. A. 14 MUSICA

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.