Alþýðublaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLÁÐIÐ § Rjósið, aljif ðnmeini! Liati alþýðunnav er A-listi. Þeir kjósendur, sem fara burtu úr bæn- um fyrir kosningar eða verða ekki við á kjördegi eða eiga kosn- ingariétt í öðrum kjösdæmum, geta kosið daglega á skrifstofu bæjarfógeta frá og með deginum í dag. í Reykjavík er kosíð um lista, í öðrum kjördæmum um menn. Til beggja handa. Undarlega hugsa þeir menn, sem hugsa sér að koma sér vel við bændur með því að ráðast á jatnaðarmenn og aðra alþýðu- menn, er buudist hafa samtökum til bjargar og viðreisnar hinum undirokuðu bo'gurum þjóðfélags- ins. Bæði er það, að flestir bænd- ur eru á einhvern hátt tengdir vináttu- eða skyídleika-böndum við alþýðumenn f kaupstöðum og annars staðar, sem fylfa Al- þýðuflokkinn, og vita því, að þeir eru engir óaldarseggir, og f annan stað eru bændur yfirleitt rólega skynsamir menn, sem gaspur líkt þvf, sem nú er í >Tímanum< og >Verði< um Al- þýðuflokksmenn, bítur efkki á; þeir hinir fáu, sem það kynni að vinna til fylgis við svona >bænda- blöð<, eru á því stigi, að þeir lesa ekki b!öð, og íer þetta því fram hjá þeim, en — áuðborg- ararnir lesa og gleðjast. >£óttnst inenn; en vpru ekki, vfldu glíma, en gátu ekki.< Þetta dettur lesanda i hug, þegar >Tfminn< gerir lítið úr þingflokki jafnaðarmanna, en lesandinn minnist þess, að >Tíma<- flokkurinn ætlaði ekki að getast >að óreyndu< upp fyrir Spán- verjum, en þegar Lárus, sem ekki er >puði< barði í borðið, þurftl sá flokkur eítt ár til að fá eina ár til að skröita á í þinginu. Áfengisflóðið sýnir arð- inn af högginu. >IIlþýðI<. Svo mikið lcapp leggur >Vörður<, sem á gælu- má!i >Tímans< heitir >Mörður<, á að koma sér við bændur, áð hann vinnur til að kalla útgef- endur sína >i!lþýði<. í 17. blaði, 5. dá!ki 3. síðu, segir blaðið: >Stórbændur ,setur það (0: Al- þýðublaðið) á bekk með út- gerðarmönnurn og öðru ilíþýði<. Vitanlega hefir Alþýðubiaðinu aldrei komið til hugar að kalla útgerðarmenn og kaupmenn >illþýði<, endá ekki sett stór- bændur á bekk með þeim tll að niðra þeim né heldur hinum, heldur að eins af því, að þeir hafa sams konar hagsmuni og hugsunarhátt, en vitanlega má >Vörður< bezt um vita, af hvaða tagi útgefendur hans eru. Lanuliæðinu er Þorstelnn Gíslason enn. Hann segir svo um Sigurð Kvaran: >Sigurður H. Kvaran er einn þeirra manná, sem sízt mega af Aiþingi miss- ast, sakir gáfna hans og ment- unar og fjölbreyttrar þekkingar á öllum högum lands og lýðs<(!) » . . . stendur hann heill og óskiftur þeim megin, sam frjáls- lyndið og víðsýnið er<(!) Dm daginn og veginn. Verklýðsfélag var 28. f. m. stofnab á Hellisandi meö 50 íé- lagsmönnum fyrir forgöDgu Bjarnar Bl. Jónssonar, er þá ?ar á ferð þar vestra. Heítir félagið >Verk- lýðsfélag Hellisands<. í stjórn eru: Hjörtur SíriussoQ formaður, Guð- mundur Sæmundsson ritari, Ólaf- ur Sveinsson gjaldkeri, Bárður Jónsson og Pétur Maguússon með- stjórnendur. Gesta- ©g 8jómannahelmill Hjálpræðishersins hefir nú verið stækkað, og var ýrnsum boðið á laugardaginn að líta á vistarverur þess. Hefir verið aukið við tveim- ur íveruherbeigjum, sem bæði eru mjög vistleg. Hefir breytingin kostab um hálft sextánda hundrað Útbreiðið Alþýðublaðið hvap seiii þið eruð og hvert sem þið fariði króna. Gat major Giausland þess í stuttri ræðit, er hann flutti, að nokkurt fó væri enn ófengið til að standaat kestnaðinn við stækk- unina. Knott ofursti hinn enski talaði og nokkur orð um slík heimili og starfsemi Hjálpræðis- hersins í öbrum löndum. Panst á ræðu hans, að Hjálpræðisherinn er ílestum trúaiflokkum frjálslynd- ari og umbuiðariyndan, en jafn- framt ötull 1 mannúðarstarfsemi sinni. Kvað hann herinn ekki spyrja um skoðanir maona eða þjóðerni, heldur um þörf þeirra og vilja hjálpa öllum til að hafa sem mest upp úr lífi sínu andlega og líkamlega. Skólar ýmsir eru settir í dag. Benedlkt A. Elfar söng í Nýja Bíó á laugardagskvöldið við sæmilega aðsókn. Fögnuðu áheyr- endur honum vel og guldu honum óspart, Jof í lófa, svo að hann vai ð að enduitaka ýmis lög og syngja aukalög. Sérstaklega virtist mönn- urn finnast til um meðferð hans á lagi Sigvalda Kaldalóns við kvæðið um Heiml eftir Grím Thomsen. Benedikt ætlar að syngja aftur í kvöld, Alþýðublaðið er sex síður í dag. Alþýðaflokksfundur verður haidinn í Bárubúð í kvöld kl. 8.' A fundinn er boðið öllum fram- bjóðendum og Eggert Claessen. Málsbefjendur verða Jón Baidvins- son, Héðinn Yaldimarsson og Ól- afur Friðriksson. Má búast við mjög skemtilegum og fjörugum fundi. Ættu alþýbufiokksmenn að fjölmenna á fundinn, meðan hús- rúm leyfir. Þingmálafnudur var haldinn í gær í Bolungarvík. Ifæturlæknir í nött Halldór Hatísen, Miðstræti 10. Sími 256. Rltstjórl ©g ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halfidórsaou. Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti 19.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.