Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 9

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 9
SINDRI FITUHERÐSLA 111 geymslu. Klofnar feitin þá í glycerin og sýrur. Nú vill svo vel til, að auðvelt er að ná sýrunum úr. Það má meðal ann- ars gera þær að kalksápu, sem aftur er hægt að nota, t. d. í vagnáburð. Við herðslu á lýsi, sem inniheldur mikið af sýrum, fer líka talsvert burtu af sýrunum af þeirri ástæðu, að sýr- urnar eru nokkuð reikular við það hitastig, sem haft er í herðsluílátunum, og vetnið, sem látið er streyma gegnum lýsið, meðan á herðslunni stendur, rífur þá sýrurnar með sjer. Það sást t. d. á hákarlslýsinu, sem jeg mintist á. Engum mundi hafa dottið í hug, að það yrði þannig eftir herðsluna, því bæði var það orðið nokkurnveginn hvítt og óbragð og óþefur ekki neitt líkt því, sem hægt er að hugsa sjer um margra ára gamalt Iýsi, geymt við venjulegan hita. En það er sá galli á, að þó sýrur og önnur óheilnæm efni minki á þenna hátt, þá fá þau samt nægan tíma til þess að eyðileggja tengirinn, og þurfa því að nást úr áður en herðsl- an byrjar. Til þess að gefa mönnum ofurlitla hugmynd um, hve mikið af vetni þarf til feitiherðslunnar, skal jeg nefna nokkrar tölur. Til fullrar herðslu eða mettunar þarf: 89 ma vetnis 69 — — 34 -- — 8 — 1 ton af olíusýru 1 — - olíuviðarolíu 1 — - tólg 1 — - kókosolíu 1 - þorskalýsi c 135 Það er því þýðingarmikið atriði að fá ódýrt vetni, og ekki að ástæðulausu, að margar aðferðir hafa verið reyndar. ]eg skal nefna nokkrar þeirra. Vatn má kljúfa sundur í súrefni og vetni, með því að leiða rafmagnsstraum gegnum það. En af því að vatnið leiðir illa strauminn, verður að blanda það efni sem gerir það leiðandi. Til þess er gott að hafa pottösku. Úr 9 kg. af vatni fást 8 kg. af súrefni og 1 kg. af vetni. Rúmmálið af 8 kg. súrefnis er við venjulegan hita og þrýsting nálægt 5,6 m3, og af 1 kg. vetnis 11,2 m8. Onnur Ieið er að vinna vetni úr vatnsgasi, en það er blanda af álíka miklu af vetni og kolsýringi, að rúnimáli. Vetnið má

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.