Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 11

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 11
SINDRI FITUHERÐSLA 113 leitt milli ytra og innra borðsins. Til hitunar má nota gufu eins og hún kemur frá venjulegum gufukötlum, eða þá yfir- hitaða gufu, ef ekki þykir nógur hiti annars. Einnig má nota heitt vatn eða olíu. Vatnið eða olían er þá ávalt hið sama og fer í hringrás milli herðsuílátanna og hitunarstaðarins. Það mætti nú ætla að vjer íslendingar stæðum vel að vígi, að ýmsu leyti, í þessari iðnaðargrein. Við getum aflað okkur nægilegs lýsis til herðslunnar, og vetni getum við einnig fram- leitt. En slíkt mál sem þetta þarfnast mikils undirbúnings sjer- fróðra manna, því allar verksmiðjur munu að meira eða minna leyti hald aðferðum sínum leyndum. I þessu atriði er hætt við að vjer stöndum illa að vígi, fyrst um sinn að minnsta kosti. Markmiðið ætti að vera það, að herða feiti til smjörlíkis- gerðar. En til þess þarf fyrsta flokks vöru. Menn hafa haft misjafna trú á smjörlíki, sem gert væri úr þesskonar efni. En sje lýsið gott upprunalega, hæfilega mikið hert og önnur feiti notuð saman við, er varla efi á því að búa má til viðunanlegt smjörlíki. Menn voru líka hræddir um að ofmikið nikkel yrði eftir í feitinni en rannsóknir hafa leitt í ljós að á því er ■engin hætta. ]eg hefi áður minst á, að við herðsluna hverfur lýsislyktin að miklu leyti, og því betur sem meira er hert. Það má líka á margan hátt bæta feitina eftir herðsluna. Meðal annars má hita feitina í lofttómu íláti og leiða vatnsgufu gegnum hana. Vatnsgufan rífur þá lyktarefnin og annað með sjer og gerir feitina betri og heilnæmari. Onnur aðalnotkunin ætti að vera til sápugerðar. Vmislegt hefir einnig verið á móti því mælt. En ef hægt er að gera feitina þannig úr garði, að nota mætti hana til feitmetis, ætti ekki að vera nein ástæða til þess að hafna yrði henni til sápugerðar. Sennilega yrði þó betra að nota aðra feiti með. ]eg get ekkert sagt um, hve miklu þessar tvær iðnaðargreinar gætu tekið á móti, en það ætti að geta verið grundvöllur, sem byggja mætti á. Sjálfsagt væri svo að færa út kvíarnar, ef vel Ijeti. Gæti þá verið um það að ræða, að skapa sjer markað annarstaðar, annaðhvort fyrir feitina sjálfa, eða önnur dýrari efni, sem úr henni mætti vinna, og það væri auðvitað æski-

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.