Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 15

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 15
sindri MIÐLUNGSMAÐURINN 117 Miðlungsmaðurinn er betri en nokkur afburðamaður. ]eg á við sið- ferðislega. Hann er hreinskilinn, ráðvandur, siðsamur og guðhræddur. Það er úr hópi afburðamannanna sem óróaseggirnir koma, svo sem hinir magaveiku skriffinnar, I. W. N., bölsýnismenn, umbótamenn og stjórnleysingjar. Miðlungsmaðurinn er venjulega of önnum kafinn við að hugsa um heimili sitt, að fræða börnin sín og gegna skyldu sinni. Þess vegna er hann, eins og maðurinn sagði: „viðfeldinn náungi, sem gaman er að vera með". Hver sem fær nýja flugu í höfuðið, byrjar með því að hella sjer út yfir miðlungsmanninn. Sá sem boðar nýja trú, formælir honum, umbóta- maðurinn hefir viðbjóð á honum, þegar verkfall er, taka þeir höndum saman verkamaðurinn og vinnuveitandinn, til að eyðileggja hann, en ekki hvorir annan, hann verður innbrotsþjófnum og braskaranum að bráð, kon- ungarnir nota hann sem fallbyssufæðu, og presturinn vísar honur beiná leið til helvítis af því að hann gengur þá breiðu braut. (Þýtt úr »Lefax* magazine.) A. Iðnfræðingaefni Hingað til landsins tók fyrir skömmu að flytjast leikfang það, er nefnist »Meccano« og er heimsfrægt orðið fyrir nyt- semi þess og jafnframt hve það gagntekur hugi þeirra, er við það eiga. »Meccano« er ekki neinn sjerstakur hlutur; það er heiit kerfi af ýmiskonar stykkjum, svo sem bjálkum, sperrum, rám, skrúfum, hjólum, tannhjólum, plötum, ásum, mótorum o.fl., sem hægt er að setja saman á ýmsan hátt, og með því móti gera úr ýmsa hluti og mannvirkjastælingar. Allmargir drengir hjer á landi eiga nú »Meccano« og hafa myndað með sjer fjelagsskap, til þess að auka þá ástundun; er það iðnfræðafjelag í smáum stíl. Fjelag þetta gekst í fyrra fyrir samkepni í »Meccano« smíðum og byggingum, og hlutu þar fjórir drengir verðlaun fyrir þessa hluti: Botnskafa, sams- konar og notuð er hjer á höfninni (smíðandi Sigurður Ágústs- son); dragferja (Páll j. Helgason); kastljós með rafmagnslampa

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.