Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 19

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 19
SINDRI STEINSTEVPA 121 blöndu og strokið yfir með sljettihlemm, svo alt yfirborð verði sem jafnast. Laggir allar skulu sljettaðar hvelfdar. Þegar sljett- unarhúðin er orðin sæmilega hörðnuð, er sementsvatni strokið innan á alt kerið til þjettingar. — Að sjálfsögðu má gera kerið aflangt (sporöskjulagað), þó hlaðið sje úr steypusteinum. 25. FJÁRHÚSGARÐAR. Um steypugólf í fjárhúsgarða í sambandi við baðker, er svipað að segja og fyr er sagt um steypugólf. Steypan þarf að vera all-sterk og deig, til þess að hún verði vel þjett. Vandlega verður að gæta þess, að vatnshalli sje nægur að kerinu og hvergi dældir í. Þá er og alt yfirborðið gert íhvolft svo vatnið renni eftir miðjum garða fram í kerið. Er þetta mátað með bogadregnu máti yfir þveran garða. Auðveldast er að gera þetta á þann hátt, að efst er lagt lag af blautri sand- sementsblöndu og strokið yfir það með mátinu en endar þess látnir ganga eftir beinni borðrönd beggja megin garðans, en þá verður að gæta þess vandlega, að borðin sjeu sett rjett upp og með hæfilegum vatnshalla. Það er að sjálfsögðu auðvelt, ef garði er steyptur, að steypa garðastokkana jafnframt, en vissara væri það þá, að leggja nokkra járnteina úr steypunni í garðabotninum upp í garða- stokkana og auk þess 2—3 teina úr sljettum girðingavír eftir þeim endilöngum til styrktar. Sá ókostur fylgir því að steypa garða í einu lagi, eins og gera verður ef garðinn á að vera vatnsheldur, að alt verður ónýtt ef rífa þarf garðann eða breyta honum. Hjá þessu mætti komast með því að steypa járnbentar hellur, sem tækju þvert yfir garðann og væru beygðar upp til beggja hliða sem svar- aði garðastokkum. Sennilega væri það óhætt að gera hellurnar ekki stærri en það, að tvær mættust í miðjum garða eins og á tvísettri stjett. Þykt hellna og garðastokka mætti ekki vera minni en 5—10 sm., þó brún garðastokks væri þynnri. Slíkur garði væri hreinlegur og endingargóður, ef vel væri frá honum gengið og hellurnar mætti flytja til, er breyta þyrfti garðanum. Að sjálfsögðu þarf það að athugast áður mót er 9

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.