Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 20

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 20
122 STEINSTEVPA SINDRE smíðað, hversu stoðum skal komið fyrir. Annars er smíði mótsins (hellumót með stokk upp öðru megin fyrir garða- stokkinn) og verkið við steypuna svo einfalt, að það ætti að skiljast af því sem fyr er sagt um mót og járnbenta steypu. Ekki er það óhjákvæmilegt að hafa blönduna deigari en svo, að taka megi mótið utan af og eru þá hellurnar fljótsteyptar á sðndugu gólfi. 26. FJÓSFLÓR. Fjósflór má steypa sem hverja aðra opna rennu eða skolp- ræsi (sjá bls. 91) nema hvað brúnirnar eða barmarnir verða miklu þykkri. Fyrst er undirstaða flórsins lögð úr að minsta kosti þverhandarþykku grjót- eða malarlagi, sem er vel þjappað saman, úthliðar afmarkaðar með borðaflekum og hælar reknir niður utan þeirra til styrktar. Síðan er botnlagið í sjálfum flórnum steypt og þess gætt, að vatnshalli sje á honum út í þvaggryfju, áburðarhús eða þangað sem ætlast er til að þvagið' renni. Þá er sjálf flórrennan (um 35 sm. breið) afmörkuð með 15—20 sm. breiðum borðum, og mega rendur þeirra hvíla á botnsteypunni. Ef hliðarbryggjurnar, aftast í básum og meðfram. flórnum stjettarmegin, eru gerðar ríflega breiðar, má leggja þar hreina steina í steypuna til drýginda, en annars er svo mótið fylt með blöndu á venjulegan hátt. Þegar steypan er storknuð,. er flórrennan sljettuð vandlega að innan með sand-sements- blöndu (1 : 2) og ef til vill borið sementsvatn á hana á eftir til þjettingar. I Ameríku er það altítt að steypa eigi aðeins flórinn heldur alt fjósgólfið, eins og sýnt er á 31. mynd (neðri myndin). Lengst til vinstri er fóðurgangur. ] er jatan, B bás, F flór og S stjett.. 26. VERMIREITIR. Viður vill óðar fúna í vermireitum, og er því gott að geta gert þá úr steinsteypu. Á þessu eru þó þau vandkvæði, að til þess að reiturinn standi óhaggaður þurfa veggir hans helst að’ ganga niður fyrir frost, og það hlyti að gera þá afardýra. Að>

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.