Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 22

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 22
124 STEINSTEYPA SINDRI loksins er fylt ofan á botn innra mótsins til þess ytra mótið er fult. Þegar steypan er vel klöppuð og sljett að ofan er sandi stráð á hana, fjöl lögð ofan á og haldið þjett við. Mót- inu er síðan hvolft við svo pottbotninn viti niður, innra móti lyft gætilega upp og ytra mótið síðan losað frá. Á þennan hátt má búa til hvern pott á fætur öðrum. Stóra potta má járnbenda. III. kafli. Ýmsar leiðbeiningar í steypu og húsagerð. A. VMSAR LEIÐBEININGAR. 1. HOLSTEINAR. Menn hafa Iengi leitast við að gera steypuveggi hlýja, ódýra og vatnshelda með því að gera fleiri eða færri hol í vegginn með þunnum steypuskilrúmum á milli. Á þennan hátt gat vegg- urinn orðið fullstyrkur og breiður, þó efnið í honum væri lítið. Menn hjeldu, að loftið væri til mikilla hlýinda, og leiðin varð að minsta kosti krókóttari fyrir vatnið að brjótast gegnum vegginn. Það er tiltölulega auðvelt að gera slík holrúm með með góðum mótum bæði í steina og heila veggi. Oft voru holin gerð tvö eða fleiri hvert fyrir innan annað. 33. mynd sýnir lagið á algengustu holsteinum. F, G og I eru hvað bestir, og má gera úr þeim samanhangandi hol í endilöngum vegg. Myndast þá grannir stoðaveggir beggjamegin holsins, sem eru tengdir saman, annaðhvort á þann hátt að steinar í útvegg og innvegg ná að nokkru saman (t. d. með F og G laginu) eða galvaniseraðir járnvírsspottar eru lagðir í samskeytin (sjá H). D sýnir Leanstein, E lagið er ef til vill íslenskt. Hagnaðurinn við slíka holsteinagerð er þó minni en ætla mætti. Möl verður lítið sem ekkert notuð í þessi næfurþunnu skilrúm steinanna og sement sparast því svo sem ekkert. Vfir- leitt er seinlegra og vandasamara að steypa slíka steina og

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.