Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 24

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 24
126 STEINSTEYPA SINDRI að varast, að steinlím komi á úthliðar steinanna, sem eiga að haldast hreinar og blettalausar. Steinlímið má blanda þannig: 1 sement, V4 leskjað kalk og 31/-’ meðalgrófur sandur. Blandan er höfð svo blaut, að lítið vatn sjáist ofan á henni er hún stendur og mjög vandlega hrærð saman (venjulega í vænum bala eða stampi). Neðsta lagið skal lagt með mikilli aðgæslu, ef undirstöður eru ekki ótvírætt rjettar. Hornsteinarnir eru fyrst lagðir laus- lega niður og aðgætt með streng og hallamæli hvort undir- staðan milli þeirra sje rjett og bungulaus og hvort þeir báðir sjeu jafnháir. Bungi undirstaðan einhversstaðar upp verður væntanlega að hleypa nokkru undir hornsteinana. Þegar vel er fyrir þessu sjeð er steinlím lagt undir steinana og þeir lagðir nákvæmlega rjettir. Síðan er strengur þaninn milli þeirra og segir hann þá til um stefnu steinanna, sem á milli koma. Verður að leggja svo mikið steinlím undir hvern stein, að hann komi nákvæmlega svo hátt sem skal og sje auk þess að öllu rjettur. Lárjettu samskeytin. Þegar nú skal leggja steinlím undir steinana í næsta lagi er það vandaminst fyrir viðvaninga, að nota dálitla grind úr 1V* sm. þykkum fjölum, sem haldið er saman með smáokum á endunum. Grindin er gerð svo, að opið bil verði á henni yfir hleðslusteinunum, dálitlu mjórra en þykt þeirra er, þegar grindin er lögð á vegginn. Grindin er lögð yfir hvern stein, opna bilið fylt með steinlími og strokið yfir með slettirekunni svo það sje aðeins sljettfult. Þá er grind- inni lyft upp og stendur þá eftir jafnþykt lag af steinlími ofan á steinunum. A þennan hátt má komast hjá öllum steinlíms- slettum, líka að steinlímið detti niður í holrúm ef þau eru. Nú er hver steinn eftir annan lagður ofan á steinlímslagið, en jafnframt athugað, við hvern fyrir sig, að allir liggi óhallir og í þráðbeinni línu, eftir því sem strengur segir til. Milli steinendanna skal hvarvetna vera 1 sm. víð glufa. Fallbeinu samskeytin. Þegar öll steinaröðin er lögð eftir veggnum og athugað að hvergi sjeu missmíði á, er tekið að þjetta samskeytin milli endasteinanna. Steinlími er þá fylt ofan í holurnar (sem myndast við skorirnar í endum steinanna) og

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.