Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 25

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 25
SINDRI STEINSTEVPA 127 þjappað niður með hæfilega stórum járn- eða trjepjakk, svo holan fyllist algerlega. Nú kann að fara svo, að steinlímið renni eigi aðeins út í glufuna milli steinanna og fylli hana, heldur út úr henni. Við þessu verður ekki gert á annan hátt en að fylla glufuna yst með einhverju, t. d. hampgöndli. Það má kippa honum von bráðar burtu. Þá hafa og verið gerðar smátengur, sem þrýsta ávölum listum yst inn í glufurnar og eru þær teknar frá þegar lokið er að fylla samskeytin. Vilji nú aftur steinlímið ekki fylla glufurnar nægilega verður að nota þunt járn, til þess að reka það út í þær, eða gera stein- límið þynnra. Reynslan leiðbeinir fljótt í því hvað best henti, en hversu sem verkið er unnið, þurfa samskeytin að fyllast algerlega af steinlímirm niður i botn, nema allra yst, svo drepa megi þar dálitlu lagi af steinlími, er samskeytin eru fægð og sljettuð. Múrarar nota sjaldan þessa aðferð, sem hjer er lýst, heldur sletta steinlíminu af slettireku á steinana og einnig á enda þeirra. Þetta geta tæpast aðrir en alvanir menn og vill þó misjafnlega ganga. Ef steinar ganga helst til hátt upp, er þeir eru lagðir ofan í steinlímið, má klappa gætilega eða þrýsta á þá, en varlega skal ýta þeim fram eða aftur, því þá vill stundum steinlíms- lagið undir þeim rótast (slitna sundur). Beri aftur of lágt á þeim verður ekki hjá því komist að taka þá upp og leggja þykkara lag af steinlími undir þá. Verður þá að gera það með slettireku (»múrskeið«) og gá þess að ekkert fari niður. Rjettast er það, að b/eyta alla steina uel (garðkanna, blautur sópur) áður þeir eru lagðir í vegg. Annars sjúga þeir um of vatn úr steinlíminu. 3. SAMSKEYTAFÁGUN. í hlöðnum veggjum verða ætíð samskeytarifur á yfirborðinu milli steinanna. Þær þarf að fylla vel og vandlega, svo bæði lokist rifan algerlega og yfirborð samskeytanna verði sljett og laglegt. Til þess er notað deig úr sementsblöndu (1 : 2), sem drepið er í rifuna og sljettað að utan með rifujárni. Þetta er

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.