Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 26

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 26
128 STEINSTEVPA SINDRI fremur seinlegt og ekki vandalaust verk, sem læra verður hjá manni sem til þess kann. 4. ÞVKT ÚTVEGGJA, sem gerðir eru úr deigri blöndu, 1:4: 7, hefir verið ákveðin þannig í byggingarsamþvktum vorum, að þykt hliðarveggja í einlyftum húsum skuli eigi vera minni en: V 26 B + Vs0 H, en B táknar hafið frá útveggjarbrún að næsta burðarvegg (t. d. skilrúmsvegg í miðju húsi), en H vegghæðina undir loft. — Þetta svarar til þess að þyktin sje (á einlyftum húsum) um 23 sm. (9 þuml.) en kjallaraveggir þar fyrir neðan 29 sm. (11 þuml.). Aðgætandi er, að blandan er fremur veik og að þyktin miðast að nokkru við það að veggurinn kikni ekki eða bogni. Erlendis er það fullreynt að holsteinaveggir, tæp 20 sm. á þykt (blanda 1:3:5), eru fulltraustir og er þó fullur þriðj- ungur þyktarinnar lofthol. Burðarafl veggja vex nálega að sama skapi sem blandan er sterkari. Ef blandan er 1 : 2 : 4 eða 31/* ætti 12 sm. þykkur veggur að vera engu óstyrkari en 23 sm. þykkur úr 1 : 4 : 8: og auk þess vatnsheldari, en þá verður að treysta hann með styrktarstoðum svo hann verði ekki of valtur og kikni ekki. Þynnri vegg en 10 sm. er ekki gerlegt að steypa, vegna þess hve erfitt er að sjá við steypugöllum og smávegis missmíði á svo þunnum yeggjum, 5. NEGLING í STEINSTEVPU. Hjá því verður ekki komist við húsabyggingar, að víða þurfi að fá naglhald í veggjum til þess að festa gluggakistur, dyra- umbúnaði o. fl. Þetta er mjög erfitt á steypuveggjum, því naglar rekast ekki í steypuna. Fram úr þessu er ráðið á ýmsan veg. 1) Svo víða sem verða má er sjeð fyrir naglfestu jafnframt því sem veggurinn er steyptur. Eru þar þá annaðhvort lagðar trjeflögur á rjettum stöðum í steypuna, sem ganga út að móti, eða úr þykkum þjettum þakpappa. Trjeflögurnar eiga að vera úr góðum við, helst ekki þykkri en 1 sm. og soðnar nokkra stund í koltjöru. Vatn gengur þá treglega í þær og þær fúna

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.