Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 31

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 31
SINDRI STEINSTEYPA 133 B. FÁEIN ATRIÐI í HÚSAGERÐ. 1. ÚTVEGGJAGERÐ OG HLÝINDI HÚSA. Margur góður drengur hefir lent í því óláni, að byggja steypu- eða steinhús með ærnum kostnaði, en síðan hefir reynst ólíft í því fyrir kulda. Oftast stafar þetta af vanþekk- ingu og eru því hjer gefnar fáeinar leiðbeiningar í þessu efni. Á 34. mynd sjást mislangar línur, sem sýna hitatapið gegn- um jafnstórt flatarmál af útveggjum með ýmsri gerð. Ef hita- tapið er hjer um bil 12 gegnum einfaldan glugga er það 7 gegnum tvöfaldan, álíka mikið gegnum jafnstórt svæði af ein- földum (25 sm. þykkum) steypuvegg, 6 ef holrúm er í veggnum en l1/2 ef holið er 10 sm. þykt og fylt af þurri mómylsnu. Þó tölur þessar sjeu ekki nákvæmar gefa þær hugmynd um mis- muninn. 1. Einfaldur gluggi er þá sárkaldur, tvöfaldur miklu skárri og þó hitaþjófur. Það borgar sig mjög vel, að hafa alla glugga á íbúðarhúsum tvöfalda. Nyrst í Noregi og Finnlandi er það alsiða, að gera glugga þrefalda og er öll ástæða til þess við köldustu gluggana. Þá er og mikil ástæða til þess, að gera ekki gluggana stærri eða fleiri en nauðsyn krefur og hyggilegt að láta þá ekki ná svo langt-niður sem venja er í kaupstöðum. 2. Einfaldir steypuveggir, veggir með loftholi og holsteina- veggir eru langt of kaldir, að minsta kosti í sveitum, hvort sem þeir eru þykkir eða þunnir. Vsti steinveggurinn ber húsið og tekur móti veðri og vindi en er mjög hlýindalítill. Það borgar sig þá best að gera hann þunnan en úr sterkri vand- aðri steypu, sem lítið vatn gengur í. Má komast af með 10—12 sm. þykkan vegg á litlum húsum, ef veggir eru tvöfaldir og bundnir saman eða slyrktarstoðir eru veggnum til stuðnings. Ef steypan er vel gerð þarf ekki að sljetta (pússa) vegginn að utan og sparar það mikið fje. Einfaldur gluggi Tvöfaldur gluggi Einf. sleypuveggur Tvöf. steypuveggur Tvöf. steypuv. Mótróö 34. mynd. Hiiatap gegnum útveggi af ýmsri gerö.

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.