Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 32

Sindri - 01.10.1922, Blaðsíða 32
134 STEINSTEYPA SINDRi: 3. Til þess að gera húsið hlýtt þarf skjóhegg úr hlýju efni svo sem mó eða torfi, ekki þynnri en 20—25 sm. á þykt. Það hefir gefist vel að gera tvöfaldan steypuvegg með víðu loftholi og fylla það með mómylsnu. Ekki má gleyma að slíkt tróð sígur1 og þarf því að vera greitt aðgöngu að geta bætt ofan á það. 4. Loft og gólf þurfa að vera þjett og hlý. Svo má telja vönduð bjálkaloft með þykku mótróði. Aftur eru einföld steypu- loft auðvitað bæði köld og hljóðbær og þurfa því, sjerstakan umbúnað t. d. að timburgólf sje lagt ofan á þau. Sje aftur hlýtt eldhús eða fjós undir einföldu steypugólfi gengur mikill hiti gegnum það og gætu því slík gólf verið hentug í fjós- baðstofum. Fleira veldur kulda en veggjagerðin ein. Gættina milli múrs 02 gluggakistna eða dyraumbúnings þarf að þjetta afarvand- lega bæði fyrir vatni og vindi. Engar útidyr mega vera móti norðri og því færri sem þær eru, þess hlýrra verður húsið og súgminna. Við útidyr þarf ætíð að vera lítil lokuð forstofa (bæjardyr). Opnir stigar eru hitaþjófar, því heita loftið leitar upp um þá. Stigar eru best settir inni í húsi en miður er þeir blasa við súg og útidyrum. Milliveggi, sem vita að köldum her- bergjum eða forstofu, skal fóðra. 2. ELDHÆTTA. ROTTUR OG MVS. Vátrygging húsa fyrir eldsvoða er þungur og óþarfur skattur á öllum þjóðum, því nú má það heita hægur vandi að byggja eldtraust hús. Ef hús er steinsteypt í hólf og gólf og veggir ekki þiljaðir að innan, stafar því lítil hætta af eldsvoða önnur en sú, að þakið getur brunnið. Mælir þetta mjög með því að þilja húsin ekki að innan og steypa loft og gólf. Slík hús eru og örugg fyrir rottum og músum ef vel er frá þeim gengið og er þetta mikill kostur. Gegn rottum er engin vörn til hlítar 'önnur en sú, að byggja húsin svo að þær hafi þar hvergi afdrep, hvorki í veggjum nje gólfum. 1 í einu húsi seig tróÖ í 81/2 ál. djúpu tróöholi um 12 þuml. á 3 fyrstu árunum.

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.