Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3
3 Banka blaðið Samband íslenskra bankamanna stofnað 30. janúar 1935. Aðildarfélög eru 18. Félagsmenn eru 3554. Skrifstofa: Tjarnargötu 14,101 Rvk. Formaður: Hinrik Greipsson. Aðrir í stjórn og varastjórn: Guðjón Skúlason, Sólveig Guðmundsdóttir, Anna G. ívarsdóttir, Páll K. ísberg, Anna Kjartansdóttir, Gréta Kjartans- dóttir, Gunnar Hans Helgason, Áslaug Jónsdóttir, Eva Örnólfsdóttir og Auður Eir Guðmundsdóttir. Starfsmenn: Einar Örn Stefánsson, framkvæmda- stjóri, Kristín Guðbjörnsdóttir, fræðslufull- trúi, Lísa K. Gunnarsdóttir, skrifstofumað- ur. 53. árg. desember 1987. Útgefandi: Samband ísl. bankamanna. Ábyrgðarmaður: Hinrik Greipsson. Ritstjóri: Einar Örn Stefánsson. Aðsetur: Tjarnargötu 14,101 Rvk. Símar: 26944 og 26252. Bankablaðið er prentað í 4000 eintökum og sent öllum félagsmönnum SÍB. Umbrot og filmuvinna: Repró. Prentun: Grafík. Stjórn og starfsfólk Sambands ísl. bankamanna sendir öllu bankafólki hugheilar óskir um gleðilegjól ogfarsælt nýtt ár. Hinrik Greipsson,formaðurSÍB: Banki framtíðar innar er bankinn okkar Nú þegar bankastörf taka stÓTfelldum breytingum, með til- komu tölvuvæðingar bankakerfisins, er rétt að íhuga hver réttindi okkarbankastarfsmanna eru. í grein 10.3 í kjarasamningnum er kveðið á um, að „við meiriháttartækni- og skipulagsbreytingarskal starfsfólk eiga kost á þjálfun til að mæta nýjungum í staifi sínu án þess að til beins kostnaðarkomi hjá starfsmanni eða tekjutaps í bankan- um“. Sífellt breytast stöif okkarogerþaðskylda Bankamanna- skólans að bjóða starfsfólki bankanna upp á námskeið til þess að þjálfa sig í breyttum störfum. SIB á tvo fulltrúa í stjóm Bankamannaskólans og er því ábyrgð þeirra mikil gagnvart félögum SÍB. Með tilkomu nýs húsnæðis Bankamannaskólans er skólanum sköpuð aðstaða til þess að auka starfsmenntun bankamanna. Við höfum nú þegar séð í starfsáætlun skólans miklar breytingar í átt að aukinni menntun starfsmanna og erþað vel. Þótt eftil vill sé langt í tölvuvæðingu heimilanna, verðum við að gera ráðfyrir aðfyrr en seinna komi að því að viðskiptavinir bankanna geti sinnt bankaviðskiptum sínum að mestu leyti á sínu eigin heim- ili. Við í stjóm SÍB munum kappkosta að fylgjast með tækni- þróuninni og reyna að miðla þeirri þekkingu til ykkarjéiags- menn góðir, eftirþví sem aðstœðurgefa tilefni til hverju sinni. Verum ávallt minnugþess að bankiframtíðarinnarerbank- inn okkar. Gleðileg jóljarsælt nýtt árl Fra geysif jölmennum fundi sem SÍB hélt i Átthagasal Hótels Sögu 2. maí í vor til að kynna nygerða kjarasamninga bankamanna. Forsíðumyndina tok Robert Águstsson ljósmyndari i afgreiðslusal Landsbankans í Austur- stræti.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.