Bankablaðið - 01.12.1987, Page 7

Bankablaðið - 01.12.1987, Page 7
Framtíð bankakerfisins 7 Fiiðbert Traustason: Staða og þróun tæknimála bönkum og sparisjóðum Oft hef ég fengið erfitt verkefni, en sjaldan eins og það að skrifa grein um stöðu og framtíð tæknimála hjá bönk- unum og sparisjóðunum. Breytingar í tölvuheiminum eru svo örar, bæði í hug- búnaði og sérstaklega í vélbúnaði, að erfitt er að ímynda sér hvað kemur næst á markað. En ákvarðanir hjá stórum fyrirtækj- um eins og bönkum hafa alltaf nokkurn aðdraganda, þannig að vonandi stenst flest af því, sem ég nefni í þessari grein. Eins og við öll vitum, eru flestir af- greiðslustaðir bankanna á Stór-Reykja- víkursvæðinu, svo og nokkrir utan þess, tengdir RB á beinni línu. í notkun eru þrjár tegundir afgreiðslutækja, ein frá Kienzle og tvær útfærslur frá IBM. Þessi tæki hafa í mörgu breytt vinnu- umhverfi bankamanna. Gjaldkerar sjá nú um skráningu ýmiss konar fyrir utan sitt hefðbundna starf. í afgreiðsludeild- um eru skjáir m.a. notaðir til að fletta upp upplýsingum um reikninga við- skiptamanna í stað þess að fletta í listum. Hægt er að prenta út upplýsingar af skjám, bæði til að nota í deildunum, t.d. bókhaldi og einnig til að afhenda við- skiptavinum, t.d. reikningsyfirlit. Þess- ar upplýsingar eru reyndar dagsgaml- ar, vegna þess að færslur dagsins eru ekki enn komnar inn á uppfletti-skrárn- ar. Þetta er eitt af þeim atriðum, sem breytist á næstu misserum, því eitt af öðru munu verkefnin, sem unnin eru hjá RB verða uppfærð á rauntíma (Real Time Update). Þetta krefst nánari útskýringar: í dag er vinnslugangurinn á þann veg, að öllum færslum bankanna er safnað saman að kvöldi í RB og verkefnin síðan unnin um nóttina. Reyndar eru færsl- urnar í AK-kerfinu skráðar beint á vinnuskrár í RB jafnóðum og þær eru framkvæmdar en hin raunverulega upp- færsla á aðalskrám er gerð með runu- vinnsluverkefnum næstu nótt. Rauntímauppfærsla breytir hinsveg- ar upplýsingum á aðalskrám um leið og færslan er send frá bönkunum til RB. í íslenskum Friðbert Traustason starfar í Reiknistofu bankanna. Hann er fyrrv. varaformaður SÍB og á sæti í samn- inganefnd og tækni- nefnd sambandsins. Það þýðir að ekki er þörf á neinni eftir- skráningu eða næturvinnslu fyrir þær færslur. Fyrstu verkefnin sem verða líklega uppfærð á rauntíma eru Sparisjóður og Tékkareikningar. En áður en það verður að veruleika, þarf að ljúka tengingu allra útibúa, sem tengd eru þessum verkefnum hjá RB. Það sem ég hef lýst hér að framan, eru einungis þær breytingar, sem verða á beinlínukerfinu á næstu misserum, en það er fleira, sem koma skal. Sjálfvirkni í afgreiðslu mun aukast, J þ.e. möguleikum viðskiptavina til að af- | greiða sig sjálfir með hjálp ýmissa | tækja verður fjölgað á næstu árum. í dag höfum við sjálfsafgreiðslutæk- in, sem einhverra hluta vegna hafa ekki náð sömu hylli hér á landi og erlendis. Ég held að bæta mætti kynninguna á notkunarmöguleikum þessara tækja, ekki einskorða hana við peningaúttektir utan afgreiðslutíma bankanna. Við, sem erum bæði með tékkhefti og greiðslu- kort, höfum litla sem enga þörf fyrir peningaseðla. Það er hægt að nota þessi tæki til margra annarra nytsamlegri hluta. Komin eru á markaðinn tæki, sem staðsett eru í afgreiðslusal bankans til afnota fyrir viðskiptamenn. Þar getur viðskiptamaðurinn flett upp sínum eigin reikningum og prentað út yfirlit, ef hon- um sýnist svo. Hann getur líka pantað gjaldeyri, ávísanahefti o.fl. Einnig er hægt að kynna sér öll kjör, sem bankinn i býður bæði á inn- og útlánum, gengi o.fl. Þessi tæki eru uppfundin til þess I m.a. að fækka einhæfum og oft leiði- , gjörnum störfum.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.