Bankablaðið - 01.12.1987, Page 9

Bankablaðið - 01.12.1987, Page 9
Framtíð bankakerfisins 9 GunnarHans Helgason: Hugleiðingar bankamanns Enginn getur dregið í efa, að á allra síðustu árum hefur átt sér stað gífurleg breyting á vinnuhegðan bankastarfsmanna. Komið hefur til í bönkunum ný tækni, sem koll- steypt hefur áragömlum vinnu- brögðum sem bankamenn höfðu til- einkað sér til margra ára. Ekki þarf að horfa nema 15 ár aftur í tímann (þ.e. þann tíma sem greinarhöfundur hefur starfað í banka) og bera saman hvernig ný tækni eða ýmis tölvukerfi hafa leyst af hólmi gamaldags og úrelt vinnubrögð í bönkunum. Tökum t.d. starfsmann í sparisjóðsdeild fyrir 15 árum, sem þá þurfti að hand- reikna vexti vegna eyðileggingar sparisjóðsbókar og síðan að vél- færa viðkomandi færslur áður en til útborgunar kom hjá gjaldkera. í dag fer handhafi bókarinnar aftur á móti beint til gjaldkera sem fram- kvæmir aðgerðina á nokkrum augnablikum. Nú er kannski komið að megintil- gangi þessa greinarkorns, sem er sá, hvort þú samstarfsmaður góð- ur, sért ávallt fyllilega meðvitaður um hina nýju tækni. Líður þér bet- ur? Ertu ánægðari í starfi þínu? Telur þú, að fullt samráð sé ávallt haft við starfsmenn áður en hol- skefla nýrra tölvukerfa dynur yfir? Kannski í flestum tilfellum. í kjarasamningi starfsmanna bankanna, grein 12.1.2. segir: „SÍB fái svigrúm til að fylgjast með og hafa áhrif á umfang og eðli starfa félagsmanna SÍB“ (tilvitnun lýk- ur). Þó að þessi viðleitni bankanna sé skjalfest í kjarasamningi okkar, er ljóst að full ástæða og þörf er á að hver og einn haldi vöku sinni. Vitna ég þá til heilsufarslega þáttar- ins, að tækniþróunin geti leitt til atvinnusjúkdóma, t.d. augnsjúk- dóma, rannsókna sérfræðinga vegna starfa þungaðra kvenna við tölvuskjái, svo eitthvað sé nefnt. Að þessum orðum lesnum, gæti einhver spurt: Eru bankamenn á móti gangi tækniþróunarinnar? Nei, langt í frá. Bankamenn hafa kannski öðrum stéttum fremur gengið í gegnum mestu breytingar sem átt hafa sér stað í þjónustu- starfsemi hér á landi undanfarin ár. Bankastarfsmanninum er það fyllilega ljóst, að það er maðurinn sem stjórnar tækninni, en ekki tæknin sem stjórnar honum. Þess vegna hefur hann haft það að leiðar- ljósi, að það vinnuumhverfi sem honum er skapað, fullnægi hans kröfum og væntingum, til þess að hann uppskeri það sem krafist er af honum. Þannig er starfsmönnum bankanna, sem hingað til hafa haft til þess lítinn tíma, gert kleift að veita viðskiptavinum betri tíma til sérfræðilegrar ráðgjafar. Á ferð minni í Noregi á vegum tækni- nefndar NBU árið 1986 var okkur nefnd- armönnum sýnd tilraun með notkun á nýrri tegund af greiðslukorti. t>etta kort, sem kallað er Smart-kort, er uppfinning komin frá Frökkum. í hægra horni korts- ins er komið fyrir lítilli örtölvu, sem geymir upplýsingar um eigandann, inn- stæðu á reikningnum, yfirlit yfir út- tektir ásamt leyninúmeri. Kortið kemur í staðinn fyrir tékkhefti, því þegar búið er að nota það til úttekta 165 sinnum, þá verður að fara í bankann og fá nýtt kort. í bankanum og víðar eru tæki, sem þú getur rennt kortinu þínu í til að skoða úttektir og stöðu. Að sjálfsögðu er hægt að prenta út þessar upplýsingar og hafa með sér heim í heimilisbókhald- ið. Við hverja úttekt kemur fram hvar, t.d. í hvaða verslun og hvaða daga út- tektin átti sér stað. Tilraun þessi var gerð í bæjarfélaginu Lilleström utan við Osló. Þar var hægt að nota kortið í flest öllum verslunum, bensínstöðvum, leigubílum, símasjálf- sölum o.s.frv. Ein af ástæðum þess að Frakkar hafa þróað þetta kort er sú að þeir vilja minnka eins og mögulegt er notkun seðla í viðskiptum. Þar í landi eru nefni- lega algengustu ástæður þeirra sem fremja rán, líkamsmeiðingar og morð að verða sér úti um peninga til kaupa á eiturlyfjum. í ferðinni til Osló kom ég líka við hjá Fellesdata, reiknistofu norsku sparisjóð- anna, þar sem kynnt var fyrir okkur þeirra útfærsla á „Home-banking“, bankaþjónustu inni á heimilinu.Til að tengjast því kerfi verður viðskiptavin- urinn að eiga smátölvu og mótald (mo- dem). í gegnum þetta kerfi er hægt að greiða reikninga með millifærslu af inn- lánsreikningi, fá ýmsa sérfræðilega ráð- gjöf, t.d. ávöxtunarmöguleika bæði inn- an bankans og utan, fá upplýsingar um flug-, skipa- og lestarferðir, skoða gengi gjaldmiðla, panta ferðina í sumarfríið o.m.fl. En það voru og eru enn tvö atriði, sem hamla því, að þessi tækni verði almenningseign og mikið notuð, þ.e. stofnkostnaðurinn og afnotagjöld til símans. Það er eflaust hægt að halda áfram endalaust að lýsa tækjum og tækni, sem tekin verða í notkun í bankakerfinu á næstu árum, t.d. tenging fyrirtækja við sinn viðskiptabanka (Corporate Bank- ing), upplýsingakerfi (Information Sy- stem) og samofin skrifstofukerfi (Off- ice Automation). Samofin skrifstofukerfi bjóða upp á marga möguleika svo sem tímaáætlan- ir, skjölun, geymslu skjala, ritvinnslu, tölvupóst (HUGI) og skilaboð í gegnum síma og telex. Þessi kerfi er hægt að fá í mismun- andi útfærslum, ýmist sjálfstæð á smá- tölvu, eða á smátölvu sem tengd er gagnabanka í stórum tölvum t.d. hjá RB. Margir innflytjendur vél- og hugbún- i aðar keppast nú við að bjóða notendum þessi kerfi. Til gamans ætla ég að segja frá banka í Sviss (upplýsingar úr STERN), sem kallaður er „Ómennski bankinn“. í þessum banka geta viðskiptavinir notað 17 sjálfsafgreiðsluvélar til eftirfarandi aðgerða: Úttekt á peningum, úttekt á gjaldeyri, innlegg með seðlum, kauphallarupplýs- ingar, kaup og sala verðbréfa, upplýs- ingar gegnum Teledata, kaup á ferða- tékkum, sala á ferðatékkum, sala á gull- mynt og stöngum, skipta gjaldeyri í svissn. franka, upplýsingar um stöðu reikninga, skilaboð til bankans, geymsla fjármuna. Það sjá allir, að við erum rétt að byrja á sjálfvirkninni. En er slík þróun ein- mitt það sem við þörfnumst helst hér í okkar bönkum?

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.