Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 10
10 Framtíð bankakerfisins Yngvi Öm Kristinsson: Hvert stefnir með bankakerfið? Ef spurt hefði verið fyrir nokkrum árum álíka spurningar og er í f yrirsögn þessarar greinar, er ekki ósennilegt að svarið hefði orðið á þá leið, að ekki væri að vænta mikilla breytinga. Líklega hefðu þó einhverjir minnst á tölvuvæð- ingu og breytingar í greiðslumiðlun, þ.e. aukningu í notkun plastkorta af ýmsum gerðum. Að öllum líkindum myndi svar- ið verða öðruvísi í dag. Á undanförnum árum hafa margvíslegar breytingar verið gerðar á löggjöf sem snerta banka- kerfið, auk þess sem fjölmargir nýir samkeppnisaðilar hafa komið fram á sjónarsviðið. Veigamikil breyting hef- ur einnig orðið á viðhorf um og pólitísk- um sjónarmiðum, hvað varðar peniga- mál og lánastarfsemi. Allt þetta mun valda því að bankakerfið mun smám saman breyta talsvert um svip á næstu árum. Bankakerf ið á sjöunda áratugnum. Væntingar um f ramtíðina byggja jaf n- an að verulegu leyti á nánustu fortíð. í byrjun þessa áratugar hafði bankakerf- ið verið staðnað um langt skeið, eða allt f rá því að einkabankarnir komu til sög- unnar á sjöunda áratugnum. Hið opin- bera var langstærsti rekstraraðilinn í bankakerfinu og margvísleg afskipti hins opinbera af starfseminni hindruðu samkeppni milli innlánsstofnana. Af- drifaríkast af þessu voru að sjálfsögðu opinber afskipti af ákvörðun vaxta, en ákvörðun lágmarks innlánsvaxta og há- marks útlánsvaxta var í höndum Seðla- bankans. Verðbólguárin á áttunda ára- tugnum höfðu einnig leikið bankana grátt og neikvæðir raunvextir leitt til verulegrar rýrnunar innlána að raun- gildi. Innlán höfðu nánast helmingast að raungildi miðað við stöðu þeirra á miðjum sjöunda áratugnum. Sífelld láns- f járkreppa ríkti á lánamarkaðinum og útlánaskömmtun var daglegt brauð. Þróun verðtryggingar. Með lögum um stjórn efnahagsmála og fleira eða „Ólafslögum", eins og þau eru oftast kölluð, urðu straumhvörf í þróun innlends peninga- og lánamark- aðar. Mestu máli skipti að verðtrygging var almennt heimiluð, en fram til þess tíma hafði heimild til verðtryggingar verið bundin við ríkissjóð, lífeyrissjóði og f járfestingalánasjóði hins opinbera. Verðtryggingin skapaði traustari grund- völl og eyddi óvissu um raunávöxtun f járskuldbindinga. Jafnf ramt styrktist samkeppnisstaða bankanna gagnvart ríkissjóði, en spariskírteini ríkissjóðs höfðu haft algjöra yfirburði yfir banka- innlán vegna verðtryggingar þeirra. Verðtryggingin náði skjótri útbreiðslu í bankakerfinu og reynslan hefur sýnt að hún hefur örvað innlánamyndun. Aukið frjálsræði - minni opinber af- skipti. Stefnubreyting hefur átt sér stað í viðhorfum til lánamarkaðar og peninga- stofnana. Þessi breyting hefur verið staðfest með nýrri löggjöf um banka- kerfið, nýjum vaxtalögum og lögum um verðbréfamiðlun. Megin áhersla hinnar nýju löggjafar er að draga úr opinberri íhlutun og auka frjálsræðið, meðal ann- ars í vaxtamálum. Hin nýja löggjöf um bankakerfið er orðin til fyrir áhrif tveggja strauma í stefnu peningamála. Sá fyrri er þörfin fyrir að einfalda bankakerfið og skapa stærri og hag- kvæmari rekstrareiningar, en margir telja að stærri einingar yrðu hagkvæm- ari og betur færar um að þjóna þörfum viðskiptavina og dreifa þeirri áhættu, sem fylgir viðskiptum við stóra við- skiptavini. Hinn seinni er tilhneiging til aukins frjálsræðis og aukinnar sam- keppni. Þessir þættir fara vel saman, því vel er hugsanlegt, að aukið frjáls- ræði og samkeppni muni leiða til þeirrar samþjöppunar, sem þörf er talin á. Jaf n- framt því sem frjálsræði er aukið eru með lögunum sett ákveðin skilyrði sem tryggja eiga traustleika bankastofnana og takmarka áhættu gagnvart einstökum viðskiptavinum. Þessi löggjöf er að sjálfsögðu ekkert séríslenskt fyrir- brigði. Fjölmargar nágrannaþjóðir hafa á undanförnum árum fetað sömu braut. Núverandi ríkisstjórn hefur það Yngvi Örn Kristins- son starfar i Seðla- banka íslands. Hann er í samninganefnd SIB og launanefnd SÍB og bankanna. einnig að markmiði að fækka ríkis- bönkum. Má reyndar segja að þegar sé hluti þeirra áforma kominn í fram- kvæmd með breytingu Útvegsbankans í hlutafélagabanka, þótt sala hlutabréfa hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, m.a. vegna of mikils áhuga á kaupum á þeim hlutabréfum sem í sölu voru. Þegar má sjá merki hinnar nýju lög- gjafar hjá bönkunum. Samkeppni hefur aukist verulega og fjölmörg ný inn- stæðuform litið dagsins ljós. Samkeppni er einnig að vænta er- lendis frá. Þegar hafa verið rýmkaðar heimildir um erlendar lántökur og nú í októbermánuði boðaði ríkisstjórnin heimildir til íslenskra aðila til að kaupa trygg erlend verðbréf. Jafnframt heim- ila nýju viðskiptabankalögin erlendum bönkum að starfrækja umboðsskrifstof- ur hér á landi. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og munu íslenskar lána- stofnanir í vaxandi mæli þurfa að mæta erlendri samkeppni á komandi árum. Ný fyrirtæki á f jármagnsmarkaði. En verðtryggingin ýtti einnig undir þróun fjármálastarfsemi utan banka- kerfisins á vegum einkaaðila. Afleið- ingin hefur orðið sú, að fjölmörg fyrir- tæki hafa sprottið upp sem stunda marg- víslega fjármálastarfsemi. Vaxtafrelsið hefur að sjálfsögðu einnig rýmkað starfsaðstöðu þessara fyrirtækja. Spenna á lánamarkaði tvö síðustu ár hefur ýtt undir þessa þróun, og kemur þar til mikil uppsveifla í atvinnulífinu og mikil lánsf járþörf ríkisins. Tvenns konar fyrirtæki virðast ætla að verða mikilvægust, annars vegar verðbréfasjóðir og hins vegar fjár- mögnunarleigur. Ýmis konar fjárvarsla eða verðbréfamiðlun og jafnvel kröfu- kaup eru einnig stunduð og auðvitað kann sama fyrirtækið að starfa á fleiri

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.