Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 11

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 11
Framtíð bankakerfisins 11 en einum af þessum sviðum. Aðalein- kenni þessara nýju f yrirtækja er versl- un með verðbréf með ýmsum formum, öfugt við hefðbundna bankastarfsemi sem fer fram með beinum útlánum, gjarnan í formi skuldabréfa, og innlán- um sem ekki eru framsalshæf. Til að útskýra þennan mun má taka dæmi af starfsemi verðbréfasjóða. Verðbréfasjóðurinn selur skuldabréf til almennings, svokölluð einingabréf, og ávaxtar féð í „potti" sem samsettur er af ýmsum verðbréfum. Bréf þessi eru keypt á markaði. Ávöxtun eininga- bréfsins ræðst af ávöxtun þeirra verð- bréfa sem eru í „pottinum". Eininga- bréfið er hægt að selja á markaði og auk þess skuldbindur verðbréfasjóð- urinn sig til að innleysa bréfið. Fyrir- tækið kann að starfrækja nokkra verð- bréfasjóði eða „potta" og munurinn milli þeirra liggur í samsetningu þeirra, oftast hvað varðar áhættu, en hærri áhættu fylgja möguleikar á hærri á- vöxtun. Annar þáttur sem vaxið hefur á undan- förnum árum er verðbréfaútgáfa, eða verðbréfaútboð. Fjármögnunarleigur, atvinnufyrirtæki, sveitarfélög og nú síðast fjárfestingarlánasjóðir hafa í vaxandi mæli farið þessa leið til fjár- mögnunar. Fyrirkomulagið felst í opin- berri sölu á markaðshæfum skulda- bréfum með ábyrgð útgefanda eða sölu- aðila. Bréfin verða að sjálfsögðu endur- greidd á gjalddaga af útgefanda, en á- byrgðin felst í því að einhver aðili á- byrgist endursölumarkað fyrir bréfin, gerist viðskiptavaki eins og það nefnist á tæknimáli. Mikilvægur hlekkur í allri þessari þróun er stofnsetning Verðbréfaþings íslands á síðasta ári. Hlutverk Verð- bréfaþingsins er að vera vettvangur viðskipta með því að starfrækja skipu- legan markað með verðbréf. Fjölgun valkosta. Þessi þróun hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki og einstaklingar hafa fleiri möguleika en að leita í banka eða opin- beran fjárfestingalánasjóð til að ávaxta sitt fé eða leita eftir lánsfé. Á þessu ári hafa verðbréfasjóðir og verðbréfaútboð verið með veruleg yfirboð á peninga- markaðinum samanborið við bankana. Ljóst er þó að meiri áhætta fylgir þeim viðskiptum. Fyrir þann sem vill ávaxta sitt pund eða þann sem vantar lánsf é er hér um aukna þjónustu og valmöguleika að ræða. Samkeppnisstaða. En í hverju f elst styrkur þessara nýju f yrirtækja og hvaða yf irburði haf a verð- bréfaútboð umfram hefðbundin lán í bönkum og lánastofnunum? Við því eru ef til vill engin skýr svör en nef na mætti nokkur atriði. 1. Almennt virðist vera tekið meira til- lit til þarfa viðskiptavinarins. Fyrir- tækin njóta þess að bankaviðskipti eru mjög hefðbundin og að einhverju leyti ekki í samræmi við þarfir við- skiptavina. 2. Þessu tengt er að þessi fyrirtæki taka meiri áhættu en í hefðbundnum bankaviðskiptum. Afleiðingin verð- ur meiri ávöxtun, sem kemur þeim sem fjárfesta í verðbréfum til góða, en íþyngir skuldurum. 3. Þessi fyrirtæki eru, enn sem komið er, undanþegin ýmsum ákvæðum sem sett eru um bankarekstur, svo sem um bindiskyldu, lausaf járskyldu og eigið fé. Jafnframt kunna ákvæði skattalaga að vera þannig að þau mismuni fyrirtækjum og stofnunum. Hvað varðar síðasta atriðið, þá má búast við að á næstu árum verði sett lög sem tryggi jafnstöðu allra þeirra aðila sem á þessum markaði starfa. Áhrif á bankakerf ið. Þó að þessi fyrirtæki séu enn ekki nema brot af stærð innlánsstofnana, er ljóst að þau eru í verulegri samkeppni við bankana, bæði á sviði innlána og útlána. Heildareignir þessara fyrir- tækja eru nú á bilinu 6-7 milljarðar króna samanborið við um 110 milljarða króna hjá viðskiptabönkum og spari- sjóðum. Vöxtur þessara fyrirtækja hefur verið mjög hraður, sérstaklega á þessu ári, enda hafa skilyrði ef til vill verið óvenjulega hagstæð, eins og áður er getið. Líklegt má telja, a.m.k. ef tekið er mið af þróun í nágrannalöndum, að þessi fyrirtæki eigi enn eftir að vaxa verulega. Bankarnir hafa þegar brugðist við þessari þróun með ýmsum hætti. Aðal- lega þó með því að reyna sjálfir að ná frumkvæðinu á þessu sviði. Þannig hafa bankar þegar gerst aðilar að rekstri fjármögnunarfyrirtækja, verðbréfa- sjóða og verðbréfafyrirtækja. Jafn- framt hafa nokkrir bankar hafið starf- rækslu eigin verðbréfamarkaða. Það er því ef til vill nokkuð mótsagnakennt að tala um samkeppni þegar bankarnir virðast ætla að verða umsvifamestir á þessu sviði. Enn sem komið er er þessi rekstur að mestu aðskilinn frá hefð- bundnum bankarekstri og starfræktur að mestu í sérstökum fyrirtækjum. Hvort svo verður áfram er erfitt að segja. Það ræðst að líkindum af því hvort sett verður samræmd umgjörð, lög og reglur, sem tryggja jafnstöðu banka og hinna nýju samkeppnisaðila. Þegar stórt er spurt, eins og í fyrir- sögn þessarar greinar, verður oft lítið um svör. Taldir hafa verið upp f jölda- margir þættir sem ætla má að muni á næstu árum hafa áhrif á þróun banka- kerfisins. Ótaldir eru sjálfsagt margir, m.a. hefur lítið verið fjallað um þær breytingar í stjórn peningamála sem leiða af breyttum lögum um Seðlabank- ann. En með þeim breytingum er einnig stefnt að þróun í átt til meiri óbeinnar stýringar í stað beinnar íhlutunar. Ljóst má þó vera að þegar hafa veru- legar breytingar átt sér stað á peninga- og lánamarkaði í átt til meira frjáls- ræðis og samkeppni. Hvernig hefð- bundnum bankastofnunum reiðir af við hinar nýju kringumstæður er ekki ljóst, en öruggt má telja að því tímabili stöðn- unar sem ríkt hefur síðastliðna áratugi sé endanlega lokið. Sendumbankamönnum umlandalltbestujóla- og nýárskveðjur, með þökkfyrir samstarfið. Samvinnuferdir-Landsýn

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.