Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 12
12 Framtíð bankakerfisins Randve r Fleckenstein: Vangaveltur um framtíð starfsþjálfunar bankamanna Þegar framtíð starfsþjálfunar í banka- kerfinu er skoðuð niður í kjölinn tel ég að hafa skuli í huga nokkrar forsendur sem kalla á breytingar á núverandi skipulagi starfsþjálfunar. Forsendur þessar eru eftirfarandi: ★ Vegna mikilla mannaskipta er meira en f jórðungur allra bankastarfs- manna með starfsaldur frá 0-2 árum. Mannaskipti þessi orsakast meðal ann- ars af eftirspurn á vinnuafli á vinnu- markaðinum auk þess sem stóran hluta vandans má rekja til skorts á starfs- þekkingu og kunnáttu sem óhjákvæmi- lega leiðir til óánægju í starfi. ★ Starfsmenn þarfnast reglubund- | innar endurhæfingar til að halda við kunnáttu sinni og viðteknum starfs- háttum og til að geta selt þjónustu við- komandi stofnunar með góðum árangri. Þetta felur einnig í sér uppbyggingu á þjálfun sem beinist að framförum hvers og eins starfsmanns. ★ Kynna þarf nýjum starfsmönnum vel starfsaðferðir og vinnuhætti sem þróast hafa innan stofnunar þeirra, án þess að of miklum tíma sé varið utan bankans í formi fræðslu. ★ Yfirmenn eyða of miklum tíma í ómarkvissa þjálfun starfsmanna á vinnustað. Þetta er kostnaðarsöm sóun á tíma yfirmanna og starfsmanna. ★ Verulegur skortur er á að samhæf- ing sé milli markmiða fyrirtækis, náms- efnis á námskeiðum og verkefna unn- inna í starfi. Meiri áhersla ætti að vera lögð á að nýta það sem lært er á nám- skeiðunum í sjálfu starfinu. ★ Lítil áhersla virðist vera lögð á að gefa gaum þeirri þekkingu, viðhorfum og fagkunnáttu sem er nauðsynleg til að markmiðum fyrirtækisins og ein- staklinganna innan þess verði náð. Án þess að tengja árangur starfsþjálfunar raunverulegum hagnaði fyrirtækisins er mjög erfitt að réttlæta viðleitnina fyrir yfirstjórnendum. ★ Segja má að þeir sem settir eru í stöður yfirmanna hljóti nær enga starfs- þjálfun. Fólk verður ekki að yfirmönn- um við það eitt að skipta um stöðuheiti. ★ Breytingar sem nú eiga sér stað í bankakerfinu - upplýsingaflæði með hjálp hátækni, samkeppni milli banka og annarra f járfestinga- og lánastofn- ana ásamt ótal þjónustuvörum kallar á aukna þjálfun innan hverrar stofnunar. Þetta þýðir að nauðsyn er á algjörri endurskipulagningu á þjálfunaraðferð- um. ★ Ekki hefur verið litið á nauðsyn þess að viðhalda og hlúa að mannlegu vinnuafli á sama hátt og vélum og hús- næði er haldið við. Þar til nýlega hefur starfsþjálfun verið talin vera snotur viðleitni án þess þó að vera nógu merki- leg til að öðlast fastan sess í árlegri fjárhagsáætlun. Enginn vafi er á því að sú stefna er nú ríkjandi í bankageiranum að meiri áhersla sé lögð á sérþjálfun starfs- manna. Ýmsir bankar, þ.á.m. Iðnaðarbank- inn, hafa yfir að ráða starfsmönnum sem hafa umsjón með og bera fulla á- byrgð á starfsþjálfun. Samt sem áður er hugur sá sem að baki slíkri viðleitni stendur mjög breytilegur eftir stofn- unum. Hvaða breytingar eru í sjónmáli og hvernig geta þær orðið okkur, starfs- mönnunum sem njótum þjálfunar, til góðs? Fyrst og fremst verðum við að skilja að þjálfun er góð fjárfesting í fólki. Þetta er kostnaðarsöm fjárfesting sem er lítið annað en peningaeyðsla og fjar- vist frá vinnu ef kastað er til hennar höndunum. Ef að henni er hlúð getur þjálfun starfsmanna skilað sér sem verulega arðbær fjárfesting hjá hverju fyrirtæki. Bent var á í nýlegri grein í „Business Week“ að gífurleg fjárfest- ing í tölvukerfum sem fyrirtæki hafa lagt í hafi ekki haft í för með sér aukna framleiðni starfsmanna. Raunar hefur framleiðni starfsmanna haldist nokkuð stöðug i Bandaríkjunum síðan 1973. Ef marka má kannanir, stafar þetta að mestu leyti af því að fjárfestingar í tækjum eru aðeins 20% af heildarfjár- i festingunni. Hin 80% flokkast undir skipulagsbreytingar, starfsþjálfun, Randver Fleckenstein er kennslustjóri Iðn- aðarbanka íslands h.f. þróun á hugbúnaði og viðhald. Stærsti hluti fyrirtækja gleymdi að taka með í reikninginn þátt starfsmanna í því að tækni nýtist til fulls. Stórfyrirtæki í Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi og Japan (risarnir 3 á sviði iðnaðar) verja sem svarar 5% af heildarupphæð greiddra launa til verkþjálfunar starfs- manna. Stórfyrirtæki skipuleggja einn- ig vandlega áætlanir varðandi starfs- þjálfun í samræmi við markmið þeirra. Allt þetta verður að hafa í huga þegar við veltum fyrir okkur hvert stefnir hér á íslandi í þessu efni. Við verðum að beina athyglinni frá því að veita að- eins staðlaða menntun sem á að nýtast öllum á handahófskenndan hátt. At- hyglin ætti að beinast að því að þróa menntastefnu sem færir sér í nyt þann mikla andlega auð sem býr í fólkinu til að koma til móts við markmið hverrar stofnunar. Líklega er þetta það sem vegur þyngst hvað varðar starfsmenntun í framtíðinni. Við erum ekki lengur með- limir sömu íslensku stórfjölskyldunnar í bankamálum. Að vísu eigum við margt sameiginlegt og njótum góðs af því að sækja ákveðna þjálfun sem ætluð er öllum starfsmönnum í fjármálaheimin- um. Samt sem áður er ekki hægt að loka augunum fyrir því að hver banki fyrir sig vinnur að því öllum árum að viðhalda og auka hlutdeild sína á mark- aðinum. Þetta þýðir að hver banki fyrir sig er að leitast við að bjóða betri vörur og þjónustu en hinir. Auk þess þýðir þetta að hver banki fyrir sig vinnur að því að þróa sína eigin menningu innan hans. Hvert sendum við börnin okkar til að veita viðtöku þeim þáttum sem eru uppistaðan í menningu okkar? í skól- ann auðvitað, og það sem meira er, við kjósum að senda þau í íslenskan skóla.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.