Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 13
Framtíð bankakerfisins 13 Við sendum börn okkar ekki til Japans þótt þau óðluðust án efa mjög góða menntun þar. Með því yrðu þau ólæs á menningu okkar hér heima. Það sama gildir um menningu innan fyrirtækis. Hver banki fyrir sig verður að þróa sínar eigin aðferðir og stíl til starfs- þjálfunar sem er uppbyggður með það fyrir augum að koma á framfæri þeirri faglegu hæfni, þekkingu og viðhorfum sem hann telur mikilvæg. Hvernig kemur þessi vettvangur starfsþjálfunar okkur fyrir sjónir í framtíðinni? Að mínu áliti verða eftirfarandi þættir nauðsynlegir svo að árangur náist: * Ráðgjafarnefndir sem eru skipaðar stjórnendum: Sérhver banki mun setja á stofn nefnd til að marka stefnu og meta árangur þjálfunar. í nefnd þessari sætu nokkrir yfirstjórnendur auk full- trúa úr starfsmannafélagi. Þetta myndi tryggja það að hugur fylgdi máli hjá yfirstjórnendum og sýndi fram á gildi þjálfunar. * Starfsþjálfun löguð að störfum: Þjálfunin mun endurspegla markmið og þarfir hvers fyrirtækis auk þess að stuðla að aukinni framleiðni. Ekki mun verða litið á þjálfunina sem frí frá vinnu. Áhrif þjálfunarinnar verða met- in og þeir þættir hennar sem ekki skila árangri munu falla út. * Þátttaka yfirmanna: Yfirmenn taka beinan þátt í að meta þörfina á þjálfun auk þess að aðstoða starf slið við að beita nýjum starfsaðferðum við vinnu. Þetta j kynni að fela í sér breytingu á starfs- lýsingu yfirmanna og að sett yrði upp kerfi til að meta frammistöðu þar sem færu saman þarfir fyrirtækisins og framavonir viðkomandi. • Námslýsing mun verða samin: Sér- hvert starfsheiti mun verða skilgreint fyrirfram á þann hátt að tekið sé fram hvaða þjálfun þurf i að gangast undir til að ná nauðsynlegri færni í starfi. Þetta á við öll þrep starf smanna frá byrjend- um til yfirmanna deilda og yfirstjórn- enda. Áætlanir þær sem liggja til grund- vallar hverri námslýsingu munu vera í formi náms í kennslustofum og þálfun- ar á vinnustað. Áætlanir þessar munu verða blanda af námskeiðum sem hafa verið byggð upp innan sjálfrar stofnun- arinnar og námskeið kennd utan hennar (t.d. Bankamannaskólinn og Stjórnunar- félagið) ásamt möguleikum á sjálfs- námi. • Skýrslur um þjálfun: Hanna verður kerf i sem gerir kleift að halda skrá yf ir áunna faglega hæfni í starfi auk þess sem það hjálpar til að vega og meta kostnað og gagnsemi þjálfunar. Slíkt kerfi þyrfti að vera í tengslum við verð- launastiga sem leggur til grundvallar þekkingu, hæfni, starfsframlag og f ramavonir en ekki eingöngu starfstíma. • Leiðbeinendur: Sérhver banki mun koma á fót eigin liði leiðbeinenda og námsgagnahönnuða. Með áætlunum sem beinast að því að þjálfa sjálfa leiðbein- endurna geta þeir orðið mjög nýtir til framþróunar og kennslu námsefnis. • Beiting sjálfsnáms og f jarkennslu: Á þessu sviði nýtast utanaðkomandi stofnanir eins og Bankamannaskólinn mjög vel. Margir starfsmenn stunda vinnu sína í útibúum sem eru víðs fjarri aðalstöðvum bankans. Einnig fer óþarf- lega mikill hluti af þjálfuninni fram í kennslustofum. Það er nauðsynlegt bæði frá fjárhagslegu og landfræðilegu sjónarmiði að allir hafi möguleika á góðri þjálfun án þess að stofna þurfi til þess aukakostnaðar sem ferðir, gisting og vinnutap leiða af sér. Þetta verður að gerast með sjálfsnámi í formi að- sendra námsgagna og námskeiða. Margar þessara námsgreina eru al- menns eðlis sem gerir það að verkum að starfsmenn allra banka geta fært sér þær í nyt - t.d. „söluaðferðir í gegn- um síma" eða „RB fyrirspurnarkerfið". Slík verkefni ættu að vera í höndum stofnana eins og Bankamannaskólans. * Þjálfun heilla vinnuhópa: Algengt er að aðeins einn eða tveir starfsmenn frá ákveðinni deild eða útibúi sæki námskeið á hverjum tíma. Slíkt verður til þess að lítilla eða engra áhrifa nám- skeiðsins gætir á stórum vinnustað. í framtíðinni mun verða séð til þess að sett verði á laggirnar námskeið sem verði löguð að innanhússþörfum hvers banka sem beinist að því að þjálfa heila vinnuhópa samtímis. • Möguleikar á stuttum og markviss- um námskeiðum: Til þess að þjálfun verði árangursrík verður að vera hægt að bjóða hana fram í hlutum sem strax er hægt að beita í starfi. Löng námskeið verða aðeins til að ofmata fólk á upp- lýsingum og halda því frá vinnustað of lengi. Námskeið framtíðarinnar munu verða frá 4-20 tímum á lengd og munu vera byggð upp með það fyrir augum að leiðbeinendur geti hjálpað starfs- mönnum að tengja þjálfunina starfinu. Að lokum þetta: Fjölmargar breyt- ingar sem átt hafa sér stað í þjálfun starf smanna munu eiga sér stað í öllum okkar bönkum. Breytingarnar munu endurspegla þær þarfir sem mótast af markmiðum hverrar stofnunar fyrir sig. Þjálfun mun verða reglubundin og sjálfsögð uppbót og uppbygging fyrir starfsmenn. Stjórnendur munu sinna gagnlegu hlutverki sem felst í að benda á þörfina fyrir starfsþjálfun auk þess að aðstoða hvern starfsmann við að koma til móts við einstaklingsbundnar væntingar hans. Við þurfum að gera áætlanir um þjálfun sem beinast að því að byggja upp möguleika einstaklings- ins, færni i að veita viðskiptavininum þjónustu og tækifæri til að vinna sig upp. Þjónusta hvers banka um sig ræður hvernig honum reiðir af í samkeppn- inni. Góð þjónusta ræðst af þjálfuðum starfsmönnum er hafa yfir að ráða starfshæfni og kunnáttu sem eflir sjálfs- traust þeirra auk þess sem þeir koma auga á tilganginn að baki starf i sínu.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.