Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 14

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 14
14 Erlent samstarf BrynhildurErla Pálsdóttir: í Svíþjóð í sumar sem leið Brynhildur Erla Pálsdóttir starf ar í Múlaútibúi Lands- bankans. Hún er gjaldkeri i st jórn Félags starfsmanna Landsbanka íslands. Árið 1986 veitti Norræna banka- mannasambandið tvo styrki vegna 50 ára afmælis SÍB og var ég svo lánsöm að hljóta annan þeirra. Þar sem mér finnst það hafa háð mér í félagsstörf- um að hafa ekki kunnáttu í Norðurlanda- málum, og þá sérstaklega með norrænt samstarf í huga, ákvað ég að nota styrk- inn til að bæta úr því og valdi að fara til Svíþjóðar og læra sænsku. Af persónulegum ástæðum gat ég ekki komið því við að nýta styrkinn fyrr en í sumar sem leið, en notaði tímann þess í stað til að afla mér upplýsinga um skóla í Svíþjóð, sem hentaði mér sem byrj- anda í sænskunámi og helst hefði heima- vist. í byrjun varð mér ekkert ágegnt, en að lokum hafði ég með mjög góðri að- stoð Jan-Erik Lidström hjá NBU í Stokk- hólmi upp á námskeiði í sænsku, sem hentaði mér mjög vel. Ég lagði upp í ferðina hinn 23. maí síðastliðinn og lenti á Arlanda-flugvelli við Stokkhólm klukkan 14 að sænskum tíma í dásamlegu veðri, sólskini og 23 stiga hita, en því miður breyttist veðrið strax daginn eftir og segja má að rignt hafi næstu fjórar vikurnar. Jan Erik aðstoðaði mig ekki aðeins við að leita að skólanum, heldur útvegaði hann mér einnig húsnæði, sem var í Sundbyberg, einu af úthverfum Stokkhólms, þar sem ekki var um heimavist að ræða í skólan- um. Það tók mig um það bil 15 mínútur að komast með neðanjarðarlestinni til miðborgarinnar og síðan um 10 mínútur að ganga í skólann. Ég átti að byrja í skólanum 1. júní, svo ég hafði heila viku til að kynnast nýju umhverfi og átta mig á því hvernig ég gæti á sem auð- veldastan hátt komist minna ferða. Námskeiðið sem ég sótti var við Stock- holm Universitet, stóð það í fjórar vikur og var kennt virka daga frá klukkan 9:00 til 11:30. Þetta var sannarlega nokkuð skrautlegur hópur, því þarna var saman komið fólk frá mörgum lönd- um, sem flest átti það sameiginlegt að eiga maka frá Svíþjóð. Oft voru fjörug- ar samræður í kaf fitímunum og gaman að kynnast ólíkum uppruna þátttakenda. Þar sem skólinn var aðeins á morgn- ana, hafði ég nægan tíma til að virða fyrir mér borgina og skoða ýmsa merka staði síðdegis. Nú, auðvitað fór ekki hjá því, að ég kæmist inn í málið þannig að ég skildi orðið all nokkuð, þó að erf iðara væri að gera sig skiljanlega. Dagana 1. til 3. júní fór ég á trúnaðar- mannanámskeið um samninga fyrir bankamenn, og þótt ég skildi lítið þá var samt gaman að fylgjast með. til fróðleiks má geta þess, að sænskir bankamenn greiða 1,3% af mánaðar- launum sínum í félagsgjöld, en þó aldrei meira en 110 sænskar krónur. Segja má að sá tími er ég dvaldi í Svíþjóð haf i veitt mér þó nokkra innsýn í sænskt þjóðlíf, sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af. Þegar námskeiðinu lauk í lok júní, átti ég þess kost að sigla frá Stokkhólmi til Helsinki með ferju frá Silja Line, sem var alveg ógleymanlegt. Ennfrem- ur fór ég með lest til Kaupmannahafnar og skoðaði mig um þar, og þar með hafði ég heimsótt höfuðborgirnar fjórar, því á heimleiðinni var millilent í Osló. Sendum öllum bankastarfsmönnum okkar bestu jóla- og nýjársóskir *íANtr SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.