Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 16

Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 16
16 Erlent samstarf 21. HEIMSÞING FIET í TOGO Dagana 24. til 28. ágúst sl. sumar héldu FIET, alþjóðasamtök skrifstofu- fólks, 21. heimsþing sitt í Lome í Togo. SÍB ákvað að senda ekki fulltrúa á þing- ið vegna mikils kostnaðar við ferðalag til Afríku, en 19 fulltrúar sóttu þingið frá hinum fimm bankamannasambönd- unum á Norðurlöndum. Alls vom samankomin nær 700 manns á þinginu, þingfulltrúar, áheyrnarfull- trúar og gestir. Þeir komu frá 154 laun- þegasamtökum í 66 löndum. Einkunnar- orð þingsins voru „Sterk stéttarfélög í þágu efnahagslegs og félagslegs rétt- lætis í heiminum". Fráfarandi forseti FIET, Thomas G. Whaley, lagði áherslu á það í setningar- ræðu sinni, að FIET og mörg aðildar- sambönd þess ættu í vök að verjast vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu, vegna kúgunar gagnvart stéttarfélög- um í mörgum löndum, og vegna sívax- andi atvinnuleysis. Hann benti sérstaklega á eftirfarandi fimm atriði sem meginverkefni í fram- tíðinni: - Baráttu fyrir frelsi stéttarfélaga og réttindum launþega. - Meðákvörðunarrétt þegar ný tækni heldur innreið sína. - Bætt kjör kvenna á vinnumarkaði. - Styttingu vinnutímans. Aukna atvinnu og fjölgun starfa. 9 milljónir félagsmanna. Heribert Maier, framkvæmdastjóri FIET, lagði í skýrslu sinni sérstaka á- herslu á styrk alþjóðlegra samstöðuað- gerða samtakanna, en FIET hefur lagt j sig fram um að styðja við bakið á aðildar- samböndum sínum sem starfa við erfið pólitísk eða efnahagsleg skilyrði. Hann lagði líka áherslu á eflingu menntunar. i Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá j síðasta heimsþingi FIET hefur rösklega ! ein milljón félagsmanna bæst í hópinn, j þannig að FIET hefur nú innan sinna vébanda samtök með samtals níu millj- ónir félagsmanna. Tvö mál voru rædd á sérstökum fund- um á þinginu; annarsvegar kynþátta- aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku og hinsvegar friður og afvopnun. í lokaályktun fundarins um Suður- Afríku er þess krafist, að algjört og undantekningalaust viðskiptabann verði sett á landið. Leif Mills frá Englandi er formaður bankamannadeildar FIET. í ræðu sinni sagði hann m.a., að mikilvægt væri að yfirvega vandlega afleiðingarnar, þeg- ar ný tækni kæmi til skjalanna, bæði vegna atvinnuöryggis starfsmanna og eins - og ekki síður - vegna inntaks j vinnunnar. í þessu sambandi benti hann á mikilvægi eftirmenntunar í síbreyti- legum fjármálaheiminum. Ályktanir. Þingið samþykkti 24 ályktunartillög- ur og fjölluðu þær um margvísleg mál. j Nefna má tillögur um lífskjör, um hluta- störf og kynþáttaaðskilnað. í samþykkt um lífskjör er hvatt til aukins vaxtar og þróunar, mannsæm- andi lífskjara og möguleika á starfi sem veitir lífsfyllingu, í öllum ríkjum heims. í samþykkt um hlutastörf er varað við að þau verði notuð til að veikja sam- j tök launþega og um leið grafa undan stéttarlegum réttindum, sem náðst hafa með áralangri baráttu. í ályktun þeirri, sem samþykkt var um kynþáttastefnuna, er tekin afdrátt- arlaus afstaða gegn undirokun stjórnar Suður-Afríku á blökkumönnum í landinu og verkalýðshreyfingu svartra. Hvatt er til virkra mótmæla og stuðnings við tillögur Afríska þjóðarráðsins um við- skiptabann og efnahagsþvinganir. Áheyrnarfulltrúi í stjórn FIET. Norrænu bankamannasamböndin lögðu fram tillögu á þinginu um að starfsgreinadeildirnar fengju fulltrúa í stjórn FIET, sem nú er fyrst og fremst samsett samkvæmt landfræðilegum styrk hinna ýmsu heimshluta. NBU- samböndin töldu, að þar eð fjármála- starfsmenn væru svo stór hluti félags- manna FIET, þá væri æskilegt að þeir hefðu fleiri fulltrúa í stjórninni en nú er. Tillagan var felld á þinginu, en full- trúar Norðurlandanna úr hópi banka- starfsmanna fóru þó ekki algera erindis- leysu, því að þingið samþykkti að fram- vegis mættu aðildarsambönd Norræna bankamannasambandsins senda áheym- arfulltrúa á stjórnarfundi FIET. Þá var samþykkt ályktun, sem trygg- ir formanni jafnréttisnefndar FIET fast sæti í stjórninni í framtíðinni. Heribert Maier var endurkjörinn fram- kvæmdastjóri FIET til næstu fjögurra ára. Nýr forseti FIET var kjörinn Svíinn Bengt Lloyd. í ávarpi sínu lagði hann aherslu á þýðingu þess, að heimsþing FIET var nú í fyrsta sinn haldið í Afríku. Hann sagði að meginverkefni FIET yrði efling atvinnu í þróunarlöndunum og stuðningur við þau aðildarsamtök og einstaka félagsmenn, sem störfuðu við erfið pólitísk og efnahagsleg skilyrði.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.