Bankablaðið - 01.12.1987, Síða 19

Bankablaðið - 01.12.1987, Síða 19
J afnréttismál 19 Anna Guðrún ívarsdóttir: Engar róttækar breytingar, en miðar í rétta átt Anna G. ívarsdóttir starfar í Búnaðar- banka íslands. Hun er gjaldkeri SÍB. næsta sumar. Áætlað er að fleiri þúsund konur frá öllum Norðurlöndum sæki ráðstefnuna. Er þar bæði um að ræða konur sem koma á vegum félaga, stofn- ana og á eigin vegum. SÍB hefur ákveðið að senda ekki fulltrúa á hana, þar sem kostnaður yrði mjög mikill. Hins vegar mun Norræna bankamannasambandið líklega senda einn eða fleiri fulltrúa á ráðstefnuna, sem síðan gefa skýrslu um hana til aðildarfélaga sambandsins. Á- stæða er til að hvetja allar konur sem áhuga hafa á jafnréttismálum og hafa til þess tækifæri, að fara á ráðstefnuna. Komið hefur upp sú hugmynd að Nor- ræna bankamannasambandið haldi aðra jafnréttisráðstefnu þar sem sérstök á- hersla yrði lögð á menntunarmál. Ekki er enn búið að taka ákvörðun um ráð- stefnu þessa, en trúlega yrði bönkunum boðin aðild að ráðstefnunni. Það er ein- kennandi fyrir stefnu Norræna banka- mannasambandsins að það er lögð mikil áhersla á að vinna að jafnréttismálum í samvinnu við bankana. Á síðasta þingi SÍB var samþykkt á- skorun um að semja um fæðingarorlof til handa feðrum. Það er mín skoðun að jafnrétti náist ekki í reynd fyrr en feður fái fæðingarorlof til jafns við konur, og taki á sig þær skyldur og kvaðir sem fylgja heimilishaldi. í samræmi við á- lyktun þingsins var krafa um fæðingar- orlof sett fram í seinustu kjarasamn- ingum, en var alfarið hafnað. Það er reyndar mjög ósennilegt að eitt stéttar- félag fái kröfu sem þessa í gegn, trúlega ^erist það ekki fyrr en Alþingi sam- þykkir lög þess efnis. Eins og fram hefur komið hefur fátt róttækt gerst en öllu miðar þessu í rétta átt. Aðalatriðið er að láta aldrei deigan síga og láta heyra í okkur alltaf þegar tækifæri gefst. í sambandi við kjarasamninga sem undirritaðir voru s.l. vor var skrifað undir bókun um jafnréttismál. Sam- kvæmt þeirri bókun eiga SÍB og bank- arnir að vinna sameiginlega að úrbótum í jafnréttismálum. í bókuninni segir að samkvæmt könnun norrænu banka- mannasamtakanna sé um 13.7% munur á launum milli kynja. Brýnt er að kanna þessar niðurstöður, og hverjar séu á- stæður hennar. Leiðir til úrbóta eru að bæta menntun kvenna og reyna að hvetja þær til að sækja um stjórnunarstörf innan bankakerfisins. Ennfremur segir að hugsanlegt sé að halda sérstök nám- skeið fyrir konur í bankakerfinu. Þessi bókun er merkileg að mínu áliti, þar sem nú á að taka til athugunar launamun milli kynja í bankakerfinu, með það að markmiði að öllum séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. í vor sem leið var haldið kvennanám- skeið á vegum SÍB. Fræðslufulltrúi norskra bankamannasambandsins, Ann- Sofie Holmen, var fengin hingað til að halda tveggja daga félagsmálanám- skeið fyrir konur. Þær konur sem tóku þátt í námskeiðinu voru tilnefndar af starfsmannafélögum bankanna, og þótti námskeiðið takast vel. Megin- markmið þess var að efla sjálfstraust kvenna til að geta tekið ákvarðanir, þora að standa við þær og tala fyrir þeim. í framhaldi af þessu námskeiði og með hliðsjón af bókun um jafnréttismál, hefur verið ákveðið að SÍB muni halda hliðstæð námskeið fyrir konur í banka- kerfinu. Ætlunin er að halda fyrstu nám- skeiðin í vetur. SÍB hefur tekið þátt í starfi Norræna bankamannasambandsins að jafnréttis- málum. Sl. sumar var haldin ráðstefna á vegum Norræna bankamannasam- bandsins. Ráðstefnan var haldin í Finn- landi og sóttu 4 fulltrúar frá íslandi hana. Aðallega var fjallað um mun á félagslegum aðstæðum milli karla og kvenna. Er það mat manna að ekki verði öllu lengra komist í jafnréttisbarátt- unni, án þess að breyta þjóðfélaginu, þannig að karlar jafnt sem konur taki ábyrgð á börnum og heimili. Einnig var reifuð sú spurning hvort konur kærðu sig yfirleitt um að keppa á vinnumark- aðinum á sama hátt og karlar, því svo virðist að þær konur sem komast áfram þurfi að nota sömu leiðir og karlar. Mér fannst þessi ráðstefna takast mjög vel, bæði hvað varðar efnisumfjöllun, og ekki síst var gaman að kynnast norræn- um bankamönnum og heyra hvað þeir eru að starfa við. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður haldin kvennaráðstefna í Osló Nokkrir þatttakenda í jafnréttisraðstefnu NBU i Finnlandi að störfum.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.