Bankablaðið - 01.12.1987, Síða 21

Bankablaðið - 01.12.1987, Síða 21
Iþróttir 21 Landsbanki og Búnaðarbanki sigursælir á íþróttamóti SÍB íþróttamót SÍB var að þessu sinni haldið að hausti til. Þátttaka í mótinu var svo mikil að skipta varð því í þrennt. Helgina 25.-27. september var keppt í innanhússknattspyrnu og körfubolta. Keppnin var spennandi og skemmtileg, t.d. þurfti framlengdan leik í úrslitum í knattspyrnu karla. Frækið lið Útvegsbankans í Eyjum, með feðgana Tómas Pálsson og Tómas Inga Tómasson í broddi fylkingar, hirti sigurlaunin í knattspyrnu karla. Með þeim á myndinni er Aðalsteinn Sigurjónsson liðsstjóri og nýskipaður útibússtjori. Bunaðarbankinn sigraði í körfuboltanum, bæði í karla- og kvennaflokki. Hér eru sigur- liðin samankomin. Keppt var í 4 riðlum í knattspyrnu karla og voru sigurvegarar úr riðlunum lið Reiknistofu bankanna, Iðnaðarbank- ans, Búnaðarbankans og Útvegsbank- ans í Vestmannaeyjum. Til úrslita kepptu síðan lið Reiknistofunnar og Út- vegsbankans og varð lið Útvegsbankans í Vestmannaeyjum sigurvegari. í knatt- spyrnu kvenna voru tveir riðlar og voru sigurvegarar í þeim lið Reiknistofu bankanna og Iðnaðarbankans. Iðnaðar- bankinn sigraði í úrslitaleiknum. Keppnin í körfubolta fór fram á tveim- ur völlum samtímis. í karlaflokki voru tveir riðlar, en aðeins tvö lið tóku þátt í | kvennaflokknum, þ.e. lið Búnaðarbank- ans og Iðnaðarbankans og sigraði lið j Búnaðarbankans. Sigurvegarar í riðl- | unum í karlaflokki voru lið Búnaðar- bankans og Verslunarbankans. Úrslita- leiknum lauk með sigri Búnaðarbank- ans. Helgina 13.-14. nóvember var síðan keppt í handknattleik. Keppt var í tveimur riðlum í handknattleik karla og voru sigurvegarar í riðlunum lið Landsbankans og Búnaðarbankans. Úr- slitaleikurinn var æsispennandi og sigr- aði lið Landsbankans með aðeins eins marks mun. í handknattleik kvenna var keppt í einum riðli. Lið Landsbankans sigraði, en lið Iðnaðarbankans varð í öðru sæti. Keppni í blaki fór fram sunnudaginn 6. desember í íþróttahúsi Háskólans. Þrjú lið mættu til leiks í karlaflokki og var leikið upp á þrjár unnar hrinur. Úrslit urðu þau, að Seðlabankinn vann Búnaðarbankann 3-0 og Reiknistofan vann Búnaðarbankann 3-1 og Seðla- bankann 3-0. Reiknistofan vann því bik- arinn, en Seðlabankinn silfrið. Það er mjög ánægjulegt hve þátttakan í mótinu var góð og líka hve þátttaka kvenna hefur aukist. Fyrirhugað er að halda næsta íþróttamót SÍB í apríl eða maí á næsta ári. Þessar knau stúlkur vinna í Iðnaðarbankanum og þær sigruðu í knattspyrnukeppninni. Landsbankamenn kampakatir eftir sigurinn i handknattleikskeppn- inni. Kvennalið Landsbankans sigraði í handknattleik. Það er þó engu líkara en Anna Kjartansdóttir (standandi lengst t.h.) sé eitthvað hnuggin!

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.