Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 22

Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 22
22 Fræðslumál FRÆÐSLU STARF SIB 1987 Vegna þess hve starf trúnaðarmanns- ins á vinnustöðunum er mikilvægt fyrir stéttarfélag eins og SÍB hefur nánast allt fræðslustarfið gengið út á fræðslu fyrir þá. í febrúar 1987 var í fyrsta sinn haldið Trúnaðarmannanámskeið III. Var það fyrsta námskeiðið sem haldið var í hin- um nýju og glæsilegu húsakynnum Bankamannaskólans. Námskeiðið stóð í tvo daga og sóttu það um 65 trúnaðar- menn, sem höfðu lokið námskeiðum I og II. Á námskeiðinu var fjallað um starfsumhverfi og vinnuvernd og var sá þáttur í umsjá Harðar Bergmann, fræðslufulltrúa hjá Vinnueftirliti ríkis- ins. Síðan tóku við sálfræðingarnir Gunnar Árnason og Sigtryggur Jónsson og fjölluðu þeir um mannleg samskipti. Á námskeiðinu flutti einnig Jan-Erik Lidström framkvæmdastjóri Norræna bankamannasambandsins erindi um norrænt samstarf bankamanna. 27. mars var haldinn kynningardagur fyrir trúnaðarmenn og stjórnarmenn í starfsmannafélögunum. Mættu um 20 manns í Tjarnargötuna og hittu starfs- menn SÍB. Trúnaðarmannanámskeið I var haldið í Munaðarnesi í maímánuði. Námskeið- ið stóð í fjóra daga og voru þátttakendur 27. Á námskeiðinu var veitt tilsögn í ræðumennsku og hópstarfi. Diðrik Haraldsson hefur séð um þessa fræðslu og nýtur hún mikilla vinsælda. Kynning á SÍB, kjarasamningurinn og réttindi og skyldur trúnaðarmanna eru atriði sem mikil áhersla er lögð á á þessu námskeiði. Þetta var í umsjón heima- manna, þ.e. Hinriks Greipssonar, Ein- ars Arnar Stefánssonar og Kristínar Guðbjörnsdóttur. Þá settu þátttakendur sjálfir á svið ýmis vandamál úr daglega lífinu og leystu þau. Tilgangurinn með þessu er að þátttakendur geti leyst vandamál, ef einhver koma upp á vinnu- staðnum. í október var síðan haldið Trúnaðar- mannanámskeið II. Námskeiðið var haldið í húsakynnum SÍB að Tjarnar- götu 14 og voru boðaðir þátttakendur af námskeiði I í maí. Kom í ljós að hóp- urinn hafði þynnst mjög og mættu 15 af þeim sem voru í Munaðarnesi og 2 sem áður höfðu lokið námskeiði I. Dagskrá þessa námskeiðs sem stóð í fjóra daga var mjög f jölbreytt. Fyrir utan upprifj- un á kjarasamningum og réttindum og skyldum trúnaðarmanna, sem þau Hin- rik Greipsson og Kristín Guðbjörns- dóttir sáu um og fræðslu um fundar- sköp og fundarstörf sem Diðrik Har- Hlustað af athygli. Hluti þátttakenda á Trúnaðarmannanámskeiði 1 1987. Slakað a á milli dagsrárliða á Trúnaðarmannanamskeiði II og skoðaðar myndir frá vornam- skeiðinu.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.