Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 23
Frœðslumál 23 Þatttakendur a Trunaðarmannanamskeiði III i „meðferð" hjá Gunnari Árnasyni, sálfræðingi. aldsson sá um, voru flutt erindi um ýmis málefni er varða bankamenn nú og í framtíðinni. Benedikt Guðbjarts- son fræddi þátttakendur um Banka- mannaskólann, starf hans og framtíðar- áform. Ásgeir Eiríksson ræddi um fjár- mögnunarleigur og starfsvettvang þeirra. Björn Arnórsson var með þátt, sem hann nefnir Hvað er vísitala? Öryggismálum var einnig sinnt á nám- skeiðinu og var Sigtryggur Jónsson með erindi um áhrif afbrota í bönkum á sálar- heill starfsmanna. Þátttakendur fengu einnig kennslu í framsögn og var sá þáttur í umsjón Kristínar Á. Ólafsdóttur. í lok námskeiðsins voru síðan stjórn og starfsmenn SÍB tekin á beinið. Af þessu sést að dagskrá á þessum námskeiðum er mjög f jölbreytt og leit- ast er við að fjalla um mál sem eru ofarlega á baugi í hvert sinn. Nám- skeiðin þarf stöðugt að endurskoða þannig að þau verði lifandi og þátttak- endur öðlist þar reynslu og þekkingu til þess að verða áhugasamir og hæfir trúnaðarmenn. Stjórn SÍB hefur samþykkt að haldin verði sérstök félagsmálanámskeið fyrir konur. Fyrirmynd námskeiðsins er nám- skeið sem norska bankamannasamband- ið hefur haldið fyrir konur og hefur j það námskeið verið vel sótt og orðið I mjög vinsælt meðal norskra banka- kvenna. Fræðslunefnd hefur lagt til að trún- j aðarmannanámskeið III verði ekki I haldið árið 1988. Ástæðan fyrir þessu er sú að flestir þeir trúnaðarmenn, sem lokið hafa námskeiðum I og II áttu þess kost að sækja námskeiðið sem haldið var í febrúar sl. Árið 1986 voru trúnaðarmenn í fyrsta sinn kosnir eftir nýjum reglum til tveggja ára og rennur sá tími út í febr- úar nk. Þá kemur í ljós hvort mikil skipti verða á trúnaðarmönnum, eða hvort menn gefa kost á sér og njóta trausts vinnufélaganna til að gegna starfinu áfram. Það er mjög jákvætt, ef trúnaðarmennirnir, sem hafa gengið í gegnum trúnaðarmannafræðslu SÍB og öðlast reynslu í starfi, gefa kost á sér áfram. Þannig mundi fræðslustarf SÍB breytast og hægt væri að beina því inn á aðrar brautir, t.d. mætti hugsa sér að beina fræðslunni meira að hinum al- menna félagsmanni úti í bönkunum. Sendum Sambandi íslenskra bankamanna og félögum þess bestu óskir um gleðilegjól ogfarscelt komandi ár Eyrasparisjóður Sparisjóður Akureyrar Sparisjóður Norðf jarðar Sparisjóður Sigluf jarðar Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður V-Húnavatnssýslu Sparisjóður Ólafsvíkur

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.