Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 24

Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 24
24 Öyggismál Guðjón Skúlason: Öryggismál í bankastofnunum - hvað er nú það? Frekar ólíklegt er, að bankamenn spyrji svona, en í ljósi þeirrar stað- reyndar, að umfjöllun og fræðsla er lítil sem engin innan bankageirans, gera menn sér síður grein fyrir víðfeðmi þessa málaflokks og hver öryggismál bankageirans eru í raun og veru. í þessari grein verður stiklað á stóru um þetta málefni. Hér er ekki um fræði- lega úttekt að ræða, en ég tel aðra betur fallna til slíkrar úttektar. Auk þess er málefnið mjög viðamikið og snertir fjöl- marga ólíka þætti. 1 sumum tilvikum eru undirflokkar öryggismála engin sér- mál bankageirans. Ég leitast við að skil- greina hugtakið öryggismál og greini frá helstu undirflokkum, sem koma okkur bankamönnum við. Þá verður vikið að stöðu mála hjá hinum Norður- löndunum og áformum öryggismála- nefndar SÍB. Skilgreining. Öryggismál eru í stuttu máli allt sem gerir starfsmenn óhulta í þægilegu vinnuumhverfi, líf þeirra og heilsa er vernduð gegn líkamlegu og andlegu á- falli. Sérstök aðgæsla er auk þess við- höfð um verðmæti og eignir stofnunar- innar og viðskiptamanna. Öryggisþættir. Undir öryggismál falla síðan margir flokkar, sem hafa ber í huga, svo að öryggisgæsla teljist fullnægjandi. Þeir flokkar, sem einkum varða bankageir- ann, eru eftirtaldir, röðun tilviljunar- kennd og ekki eftir mikilvægi: Hér á eftir verður fjallað um hvern þessara þátta fyrir sig. - Þagnarskylda. Bankastofnun verður að setja og skil- greina reglur um meðhöndlun upplýs- inga og verðmæta. Hér er einkum átt við: • meðhöndlun/geymslu tölvulista og verðmæta (pappírs og skjala) í og utan vinnutíma • upplýsingar veittar f jölmiðlum, á telexi og í síma • það öryggiskerfi, sem bankinn treystir og notar, bæði til að vernda eigin verðmæti og viðskiptavina. - Tölvuöryggi. Tölvuvinnsla er vaxandi þáttur í rekstri banka. Þess vegna ber að huga að notkun ytri og innri kerfa. Taka verð- ur tillit til reglna um persónuvernd, m.a. þarf að skilgreina: • aðgang að kerfum og forritum. - Byggingarlegt og rafeindabúnað- arlegt. Húsnæði og innréttingar þurfa að vera hannaðar með tilliti til öryggis- þátta, m.a. þarf að hugsa fyrir flótta- leiðum, staðsetningu öryggishvelfinga og styrkleika þeirra. Komið skal upp: • varnarkerfi gegn innbrotum, rán- um og árásum, sem felst m.a. í beinteng- ingu verndaðrar öryggissímalínu við lögreglu, gjaldkera- og yfirlitsmynda- vélum, hreyfiskynjurum o.þ.h. • lásakerfi („masterkerfi") • aðgöngubanni óviðkomandi að vinnusvæðum. Ran & Gripdeild Elds- voði Gísla- taka Náttúru- hamfarir Byggingar- & Rafeinda- reglur Menntun & þjalfun Sprengju- hotanir Verðmæta- flutningar Þagnar- skyida Vinnu- umhverfi & -vernd Skjala- fölsun Andleg öryggis- vernd Tölvu- öryggi Guðjon Skulason starfar í skipulags- deild Landsbanka ís- lands. Hann er 1. vara- formaður SÍB. - Andleg öryggisvernd. Öllum verður að vera ljóst, að eitt- hvað óvænt geti gerst. Þær kringum- stæður, sem þá skapast, valda mjög mis- munandi viðbrögðum hjá einstaklingum og er erfitt að gera sér grein fyrir hver þau eru í einstökum tilfellum. Undirbún- ingur fyrir ýmiskonar óvænt atvik ætti þó að hjálpa til að draga úr afdrifaríkum viðbrögðum. Því er nauðsynlegt að koma á: • æfingaprógrammi • kennslu • síendurtekinni „vanabindandi" þjálfun. - Verðmætaflutningur. Þeir sem annast þessa flutninga þurfa að vera meðvitaðir um vinnusvæðið, sem þeir fara um. Liggja þarf fyrir á- kvörðun um: • hver skuli vera hámarksupphæð, sem búast má við að flytja • hvernig staðið skuli að flutningum • flutningstæki • flutningsleið • samskipti milli aðila, sem annast flutninga og tengjast þeim og upplýs- ingamiðlun milli þeirra. - Eldsvoði. Markmiðið hlýtur að vera að draga úr hættu á eldsvoða og skaða, sem af honum getur hlotist, með fyrirbyggj- andi aðgerðum. Þetta má gera með ýmsum hætti, m.a.: • koma fyrir viðeigandi eldvarnar- búnaði og leiðbeiningum um notkun hans • reglubundnum eldvamaræfingum • útnefna ábyrgan aðila á hverjum

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.