Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 25

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 25
Öryggismál 25 stað (trúnaðarmaður), nokkurskonar ör- yggisfulltrúa • útbúa „flóttaáætlun". - Gíslataka. Hér á landi hafa, sem betur f er, engir tilburðir verið gerðir í þessa átt. Reynsla erlendis frá sýnir, að stöðugt fer í vöxt, að ofbeldismenn beiti þessari aðferð til að ná fram kröfum sínum. Þetta getur því gerst hér á landi og er ábyrgðarhluti að loka augunum fyrir þeirri hættu. Gera þarf ráðstafanir til að koma í veg fyrir hana, eða að draga úr líkum og hinum átakanlegu afleiðing- um hennar. Fyrst og fremst þarf að: • sjá f yrirf ram hvar áhættuþættirn- ir eru og gera viðeigandi ráðstafanir til að minnka þá. - Rán/Gripdeildir. Lögfræðileg skilgreining á ráni ann- ars vegar og gripdeild hins vegar er sitthvor. Ég fer ekki út í þá sálma hér. Mikilvægara er að reyna að gera sér grein fyrir, hvernig rán getur átt sér stað og hvernig maður skuli bera sig að meðan ránið fer fram og eftir það. Til að auðvelda þetta, þarf að koma á: • kennslu, sífelldri þjálfun og æf ing- um • prófun á tæknilegum búnaði • eftirvernd • samvinnu við lögreglu um hvað skuli gert meðan rán á sér stað og eftir það • vinnureglum um vernd starfs- manna, viðskiptavina og eigna meðan rán fer fram. - Vinnuumhverfi/vinnuvernd. Eflaust má deila um hvort þetta til- heyri flokki öryggismála. Umræður um þessi mál eru hvað sem því líður vax- andi. Starfsmenn eru sífellt meðvitaðri um mikilvægi góðs aðbúnaðar. Loft- skipti þurfa m.a. að vera regluleg, lýsing þægileg ásamt vinnuaðstöðu. Þessu má ná með: • reglulegri hreinsun loftræstikerfa, þar sem þau eru • viðurkenndum húsgögnum og rétt stilltum stólum • lýsingu í samræmi við ákvæði um vinnulýsingu • hæfilegum hvíldum fyrir þá, sem vinna slíka vinnu, t.d. við tölvuskjái. - Náttúruhamfarir. Þessi flokkur er áhugaverðari hér en víðast hvar annarsstaðar, þar sem íslendingar búa í mun nánari tengslum við náttúruöflin, en á mismunandi hátt þó eftir svæðum. Við þekkjum flest þær hættur, sem stafa af snjó- og aurskrið- um, eldgosum, jarðskjálftum og vatns- flóðum. Þessum áhættuþáttum verður ekki neitað, því verður að taka tillit til þeirra með: • smíði húsa samkvæmt gildandi reglugerðum á hverjum stað • þjálfun og fræðslu • samvinnu við Almannavarnir og lögregluyfirvöld. - Skjalafölsun. Þessi áhættuþáttur er stöðugt fyrir hendi. Til að sporna við honum, er nauð- synlegt að koma á ströngu ytra sem innra eftirliti: • kref jast persónuskilríkja • viðhafa nauðsynlegt eftirlit á hreyf ingum innstæðna • vera á verði gagnvart greiðslu- kortum • gæta varúðar í meðhöndlun tékka og ýmiskonar skjala. - Sprengjuhótanir. Þetta er vaxandi vandamál, sem hef- ur einnig skotið upp kollinum hér á landi. Greinilegar upplýsingar þurfa að liggja fyrir um: • hvernig upplýsingum skuli komið áfram • aðgerðir í kjölfar hótana • rýmingu húsnæðis • samvinnu við lögreglu • samskipti við f jölmiðla. - Menntun og þjálfun. Reynsla erlendis frá sýnir, að bjálfun og fræðsla er nauðsynleg. Hún þarf að vera skipulögð þannig að allir njóti hennar. Hún skal ná yfir: • fyrsta stigs kennslu • æfingar • endurtekningu og reglubundna upprifjun. Staðan á Norðurlöndum. Meðal nágranna okkar á Norðurlönd- um er töluverð vakning á þessu sviði. í Kaupmannahöfn var t.d. haldinn vinnu- fundur aðila innan Norræna banka- mannasambandsins um þessi mál, þar sem fjallað var um stöðuna í hverju landi fyrir sig. Norðmenn hafa t.d. gefið út myndarlega möppu um öryggismál. Danir hafa látið útbúa fræðsluefni á myndbandi, sem sýnir rán og þau áhrif, sem það hefur á starfsmenn viðkom- andi stofnunar, þó sérstaklega starfs- mann, sem ræninginn knýr til að af- henda fjármunina. Hans áfall er augljós- lega alvarlegast. Lýst er hvernig eftir- köstin verða og þeirri meðferð sem hann fær. Allar frændþjóðirnar hafa gefið út bæklinga, sem f jalla um þessi málefni. Venjulegast er útbúinn einn bæklingur um hvern þátt t.d. um sprengjuhótanir er einn bæklingur, annar fjallar um rán og gripdeildir o.s.frv. Öryggismálanefnd SÍB. Á 35. þingi SÍB var ákveðið, að þessum málaflokki skyldi sinnt. í framhaldi af þeirri ályktun var skipuð öryggismála- nefnd. Þessi nefnd hyggst beita sér fyr- ir því að vekja athygli á ástandi öryggis- mála innan bankastofnana. Hún hefur f ullan hug á að koma á samvinnu allra, sem málið varðar og njóta góðs af þeirri vinnu, sem þegar er hafin á Norðurlönd- um. Við ætlum okkur ekki þá grillu að ljúka málefninu á augabragði. Við telj- um heppilegast að byrja á útgáfu að- skildra bæklinga, þar sem hvert atriði fær sérstaka umf jöllun. Þessi útgáfu- starfsemi verði í samvinnu við stjórn- endur banka og sparisjóða með tilstuðl- an Bankamannaskólans. Til að undirbúa jarðveginn, þá var þessum aðilum sent bréf. Frómt f rá sagt hafa viðbrögð verið merkilega lítil, einn aðili hefur gefið sig fram, þegar þetta er ritað. Ég vona að þetta stafi ekki af andvaraleysi, en málaleitan okkar fái jákvæðar undir- tektir, svo að samvinna allra komist sem fyrst á. í Noregi hefur verið skipuð sérstök nefnd með fulltrúum innláns- stofnana, fræðslumála innan banka- geirans og norska bankamannasam- bandsins. Þetta samstarf hefur gefið af sér góðan afrakstur eins og áður er nefnt. Ég læt hér staðar numið og vona, að einhverjir hafi gagn og gaman af. Greinin svarar í sjálfu sér ekki öllu, sem varðar öryggismál, en hún ætti að gefa upplýsingar varðandi spurning- una: Öryggismál í bankastofnunum, hvað er nú það?

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.