Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 28

Bankablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 28
28 Af erlendum vettvangi BankaríKína: Talnagrindur og 7 daga vinnuvika Talnagrindur og spjöld eru helstu verkfærin í Banka alþýðunnar i Kína. Flestir Kínverjar spara árum saman til að geta keypt sér kæliskáp, sjón- varpstæki eða þvottavél. Spariféð hleðst upp í bönkunum, á sama tíma og iðnaðarfyrirtækin eru keyrð áfram á hámarksafköstum til að mæta sívax- andi löngun Kínverja til að eignast raf- magnstæki. Shun Quai vinnur við talnagrindina. Gulu kúlurnar kastast fram og til baka í trégrindinni, á meðan hún blaðar kerf- isbundið í gegnum stóran bunka af við- skiptareikningum. Vaxtafærslurnar eru vandlega skrif- aðar inn með lindarpenna og reikning- unum síðan raðað í þrjár stórar skjala- möppur - eina fyrir venjulega spari- reikninga, eina fyrir ávísanareikninga og eina fyrir Hong-Kong Kínverja, sem reka fyrirtæki og leggja inn peninga í Kínverska alþýðulýðveldinu. Tölvur og reiknivélar eru óþekkt fyrirbæri 1 útibúi Alþýðubankans í út- jaðri Chengdu, milljónaborgar í suð- vestur-Kína. Útibúið er líkast skúrbyggingu, 30 fermetrar að stærð. Innréttingin er eins einföld og hugsast getur. Afgreiðslu- borð þvert yfir skrifstofuna, borð og stólar fyrir starfsmenn og járnrimlar til varnar þjófum. Vopnuð rán eru afar fátíð í Kína, en þjófnaðir gerast æ al- gengari. Alþýðubankinn rekur útibú um allt Kínaveldi, eins og aðrar peningastofn- anir, t.d. Bank of China. í raun er um sparisjóði að ræða, því að viðskipta- mennirnir geta aðeins nýtt sér peninga- stofnanirnar í einum tilgangi: til að leggja inn fé, spara peninga. Kínversk stjórnvöld leyfa ekki útlán til einkanota. Um þá hlið mála sér hins- vegar lítill her sjálfskipaðra „útlán- ara“. Refsingar fyrir ólöglega útlána- starfsemi eru harðar. Og vextirnir á svarta lánamarkaðinum eru líka háir - milli 20 og 50 prósent á ári. Aldrei helgarfrí. Zhen Jing er 29 ára gamall. Hann er útibússtjóri Chengdu-útibús Alþýðu- bankans. Með honum vinna fjórir banka- starfsmenn. Þeir þjóna alls um 8000 föstum viðskiptavinum. - Við vinnum átta klukkustundir á dag, alla daga vikunnar. Það er venjan í kínverskum peningastofnunum. Við fá- um aldrei frí um helgar, segir hann. Hann gekk í skóla í átta ár. í byrjun áttunda áratugarins tók hann miðskóla- próf og var svo sendur út á land ásamt milljónum annarra unglinga. - Borgarbúar eiga að læra af bænd- um, það var dagskipunin. Ungmennin komust brátt að því að sú lexía saman- stóð af erfiðri, líkamlegri vinnu, póli- tískri innrætingu og launum, sem voru nálægt lágmarksframfærslumörkum. Árið 1978, tveimur árum eftir dauða Maós, snéri Zhen Jing aftur til stór- borgarinnar, sótti bankaskóla í hálft ár og hefur síðan starfað í Alþýðubank- anum í Chengdu, fyrst sem óbreyttur starfsmaður og nú sem útibússtjóri. Kröfur þær sem gerðar eru til banka- starfsmanna hafa aukist síðan hann var ráðinn. Lágmarksskólaganga er 10 ár og að auki hálft ár í barnaskóla. En flestir velja þriggja ára bankafræðslu í tækniskóla, þegar miðskólaprófi lýkur eftir 10 ára skólagöngu. Lágir vextir. Viðskiptavinir Alþýðubankans geta valið á milli reikninga sem eru bundnir að minnsta kosti í hálft ár og í mesta lagi átta ár. Jafnframt skuldbinda þeir sig til að greiða ákveðna upphæð inn á reikninginn mánaðarlega. Ársvextir eru frá 0,5 prósentum (hálfs árs binditími) til 0,84 prósenta (átta ára binditími). Verðbólgan hefur undanfarin ár sveifl- ast milli fimm og sex prósenta. Alþýðubankinn kínverski lánar fé til ríkisfyrirtækja og samvinnufélaga, með jafn lágum vöxtum og sparifjár- eigendur fá. „Alþýðan" styður með öðrum orðum við bakið á ríkinu með sparnaði sínum. - En hvernig stendur á því að fólk leggur peninga á bók með svo lágum vöxtum? - Öryggið. Það er hrætt við að geyma féð heima. Og Banki alþýðunnar er þekktur fyrir að vera traustur banki. Ef menn vilja lifa nútímalífi, verða þeir að leggja peninga á banka. Sjálfur legg ég til hliðar af mánaðarlaunum mínum, sem nema tæpum 1400 ísl. krónum, segirZhen Jing. Hann giskar á að helmingur Kínverja leggi sparifé sitt á banka, - til að geta keypt sjónvarpstæki, kæliskápa, þvotta- vélar, segulbandstæki, reiðhjól, skelli- nöðrur - og brúðkaupsveislur! Svart- hvítt sjónvarpstæki kostar t.d. um 4900 krónur, kæliskápur um 5600 kr., reið- hjól kostar frá 1700 kr. til 2800 kr., en að halda almennilegt brúðkaup kostar, samkvæmt dagblaðinu China Daily, hvorki meira né minna en 37.500 ísl. krónur! Zhen Jing hefur meðallaun og örlítið betur. Hann er kvæntur og á þriggja ára dóttur. Húsaleigan er 45 krónur á mánuði, og næstum 80 prósent launanna fara í að fæða og klæða fjölskylduna.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.