Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 29
Af erlendum vettvangi 29 Nýliði í banka fær 900 krónur í laun á mánuði. Neyslusprenging. Neysla Kínverja hefur tekið nánast stökkbreytingu á undanförnum fimm til sex árum. Fjöldi verslana í Peking hefur fimmfaldast á jafnmörgum ár- um, og sömu tilhneiginga gætir á öðrum sviðum. Léttiðnaður er keyrður áfram á fullum dampi til að anna eftirspurn Kínverja eftir neysluvarningi. En verkefnið virðist vonlaust, jafnvel þótt flestirKínverjarverði að stritaár- um saman til að geta önglað saman fyrir sjónvarpstæki, kæliskáp eða segul- bandstæki. Fjölmargar matvörur og gæðavörur eru skammtaðar, allt frá hrísgrjónum og matarolíu upp í hin vinsælu Flying Pigeon reiðhjól og Snow Flake kæli- skápa. Til að kaupa kæliskáp, verður maður að safna saman skömmtunar- seðlum í hálft ár, en flestir verða að bíða í tvö til þrjú ár eftir góðu reiðhjóli. „Hvíta byltingin" blómstrar þrátt fyrir vöruskortinn. Ríkisstjórnin áætl- ar, að innan fimm ára verði komnar þvottavélar á 75 prósent heimila í land- inu. Og hvatt er til einkaneyslu, meðal annars með nýjum afborgunarmögu- leikum, sem gera láglaunamönnum kleift að njóta nokkurra nútímaþæginda án þess að þurfa að bíða þeirra áratug- um saman. Þróun í frjálsræðisátt. Hin geysilega aukning neyslunnar er afleiðing fjármálafrelsisins, sem Deng Xiaoping, 83ja ára leiðtogi Kínverja, innleiddi skömmu eftir lát Maós for- manns árið 1976. Nýlega lýsti Deng yfir því, að Kínverjar ætluðu sér að vera tíu sinnum auðugri í byrjun 21. aldar en þeir eru nú. Hann andmælir gömlu byltingarsinn- unum, sem halda því fram, að „fátækt- arkommúnismi sé betri en ríkisbubba- kapítalismi“. - Það er enginn glæpur að vera ríkur, hefur Deng sagt. Þróunarheimspeki hans byggist með- al annars á gríðarmiklum innflutningi á tækni og þekkingu frá Evrópu, Banda- ríkjunum og Japan. Þá er ýtt undir allt frumkvæði einstaklinganna, dreifingu ákvarðana og þróun til frjálsara mark- aðskerfis. Kínverskir bændur fá nú að selja hluta framleiðslu sinnar á frjálsum markaði. Einkafyrirtæki og verksmiðj- ur í einkaeign spretta upp víðsvegar. Og mörg ríkisfyrirtæki hafa nú frjálsar hendur við að skipuleggja framleiðslu, sölu og starfsmannastefnu, - en fyrir fáum árum voru allar ákvarðanir í þess- um efnum teknar í ráðuneytunum í Pe- king. Markmiðið er öflugur vöxtur fram- leiðslu og útflutningur — og ört batn- andi lífskjör. Svarti markaðurinn. Bakhliðin á umbótastefnunni er sí- vaxandi spilling og svartamarkaðs- brask. Stjórnendur sumra smáverk- smiðja notfæra sér hina nýfengnu sjálfs- stjórn með þeim hætti, að þeir stæla vinsælan neysluvarning til að auka gróða sinn. Til dæmis má finna eftir- líkingar á Flying Pigeon reiðhjólum og eftirsóttum víntegundum á markaðin- um. Önnur fyrirtæki hafa notað fjárfest- ingastyrk ríkisins til að flytja inn mun- aðarvarning, þar á meðal bíla, litasjón- varpstæki og myndbandsupptökutæki, sem síðan eru seld með allt að 300 pró- senta álagningu. Svartur markaður blómstrar í öllum stórborgum í Kína. Nenni maður ekki að bíða í tvö til þrjú ár eftir góðu reið- hjóli eða útlendu sjónvarpstæki, þá getur maður ef til vill - með því að greiða tvöfalt eða þrefalt verð - keypt eitt slíkt við bakdyrnar á stórverslun- inni. Það eru einkum hinir „nýríku", sem taka þátt í eltingarleiknum um stöðu- táknin. Hinir „nýríku“ eru stór hópur spilltra embættismanna og tugþúsundir bænda, værktaka og kaupsýslumanna, sem hafa náð góðum árangri í einka- geiranum. Ferðamannapeningar. Eftirsóttustu vörurnar er líka hægt að kaupa í vináttuverslununum, fyrir „Foreign Exchange Certificates“ (FEC). FEC eru seðlarnir, sem útlendingar fá á hótelunum, þegar þeir skipta gjald- eyri sínum. Fyrir þessa „ferðamanna- peninga" má kaupa vörur, sem margir Kínverjar verða að láta sér nægja að dreyma um. Sem dæmi má nefna inn- flutt matvæli, rafeindatæki, tískufatnað og snyrtivörur. FEC-seðlamir em prentaðir sem yuan og fen (100 fen = 1 yuan), eins og venju- iegir peningar (renminbi). Opinberlega hafa þeir sama verðgildi. En eftirsókn Kínverja í „ferðamannaféð" hefur ýtt undir ólöglegan gjaldeyrismarkað. Fyrir utan mörg hótel, ferðaskrifstof- ur og veitingahús bíða ungir menn í röðum eftir að kaupa gjaldeyri á svört- um markaði. Þeir bjóða ferðamönnum um 1,5 yuan af „alþýðupeningum“ fyrir 1 yuan af FEC. „Ferðamannapeningarn- ir“ em svo seldir kínverskum viðskipta- mönnum með 5-10 prósenta ágóða. Það er ferðamönnum freisting að skipta peningunum á svörtum markaði, vegna þess að hægt er að nota þá í flest- um verslunum, veitingahúsum og strætisvögnum. Helsti kostur hins tvöfalda mynt- kerfis - að áliti stjórnvalda - er að það kemur í veg fyrir svartamarkaðsbrask með erlendan gjaldeyri, eins og þekkist meðal annars í Austur-Evrópu. í Kína renna dollararnir og pundin úr vasa ferðamannanna beint til hinna ríkis- reknu hótela, - en ekki í hendur ólög- legra víxlara. Fyrsti verðbréfamarkaður í Kína. Þrátt fyrir spillingu og svartamark- aðsbrask heldur frjálsræðisþróunin í efnahagslífinu áfram. Eitt nýjasta skrefið í átt til „mannúðlegs sósíal- isma“, eins og Deng Xiaoping nefnir hann, er sala hlutabréfa. í fyrrahaust var fyrsti verðbréfa- markaður í Kína opnaður í Shanghai. Að vestrænni fyrirmynd er verslað með hlutabréf á fljótandi gengi. Hluthafar kjósa stjórn, sem markar stefnu fyrir- tækisins og ræður stjórnendur þess. Arður má ekki fara yfir 15 prósent á ári. Nú þegar hafa 700 fyrirtæki í Shang- hai aukið fjármagn sitt með sölu hluta- bréfa. Ef þessi tilraun heppnast, á hún að koma til framkvæmda um allt landið. í kommúnistaflokknum er ákaft rök- rætt um gagngera endurskoðun á banka- lögunum, og slík umræða fer einnig fram í f jölmiðlum og tehúsum víðsveg- ar í Kína. - Ein veigamesta spurningin er, hvort við fáum leyfi til að lána einstakl- ingum fé. Það yrði eðlilegt skref á þeirri leið, sem við höfum fetað síðustu árin. Margir telja, að það sé líka for- senda þess að efnahagsumbæturnar haldi áfram að þróast, segir Jing Zhen í Alþýðubankanum í Chengdu.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.