Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 30
Við uppskerustörf í Bangladesh. Banki fátækra í Bangladesh Viðskiptavinir bankans eru betlarar, blásnauðar ekkjur, f ráskildar konur og jarðnæðislaust sveitaf ólk; bankastarf s- mennirnir koma hjólandi til lánþeg- anna; og 97% af lánum eru greidd af tur á réttum gjalddaga. Þeir sem eru vel stæðir f á ekki lán. Þannig er Grameen-bankinn í Bangla- desh, banki fátæka mannsins. Hann varð til í háskólanum í Chittagong árið 1976. Þar kenndi Muhammad Yunus og nemendurnir höfðu örbirgðina í Bangla- desh f yrir augunum á hverjum degi því að kringum háskólabyggingar voru þorp þar sem landleysingjarnir bjuggu, þeir fátækustu meðal fátækra. Til hvers var að kenna háfleygar kenningar um þróun og efnahagsmál ef það breytti engu um hróplega eymdina allt í kring? Byr jaði í háskóla. Yunus prófessor sendi því nemend- urna út í þorpin til að kanna aðstæður og vilja íbúanna. Þeir komust m.a. að því að margar konur langaði að koma af stað einhver jum heimilisiðnaði til að drýgja heimilistekjurnar. En þó að fjár- þörf in væri lítil til að geta hafist handa var það konunum ofviða. Lánastarf semi var vissulega til, en til hennar var gripið í algerri neyð þegar mat skorti til heimilisins. Þá var gengið til okrarans í þorpinu sem oft var jafnframt stærsti landeigandinn. Hann leit ekki við minna en 10% vöxtum á mánuði en veitti gjarna gjaldfrest til að mjólka fátækl- ingana sem allra lengst. Þetta eru raun- ar aðstæður sem eru ekki óalgengar í þróunarlöndum yf irleitt. Fyrstu viðbrögð Yunus prófessors voru þau að lána konunum til heimilis- iðnaðarins úr eigin vasa. í dag er þessi lánastarfsemi, sem prófessorinn átti upptökin að, orðin að banka með útibú í 4.192 þorpum og lánþegar eru nær 200 þúsund. Laily Begum og Maisuna. í þorpinu Rohola stofnaði Laily Beg- um og f jórar konur aðrar lánþegahóp og voru samþykktar í bankanum eftir strangar yfirheyrslur. Laily fékk 600 króna lán og keypti sér geit og hýðishrís- grjón til að mala. Hún vinnur 13 tíma á dag hjá jarðeiganda í grenndinni og fær að launum morgunmat, sem er eini máls- verður dagsins, og hálft kíló af afhýdd- um hrísgrjónum. Mizan maður hennar vinnur sem daglaunamaður. Ef Laily getur bætt hag sinn sleppur hún kannski við að leita til okrarans fyrir næsta upp- skerutíma. „Áður en við fórum að skipta við Gra- meen-bankann spurðu eiginmennirnir aldrei um ráðahag barnanna eða um- skurð", segir önnur kona sem heitir Maisuna. „Nú erum við áhrifameiri. Maðurinn veit að ætli hann að berja mig verður bið á því að hann sjái pen- inga hjá mér". Fyrir fjórum árum bjó Maisuna við svipuð kjör og Laily. Þá fékk hún fyrsta lánið í bankanum og keypti sér mustarðskorn til að mala. Með næsta láni keypti hún sér kvörn og það þriðja og fjórða notaði hún til að eignast naut til að snúa kvörninni. Hún er búin að endurgreiða fyrstu þrjú lánin og hefur staðið í skilum með fjórða lánið. Konur eru bestu lánþegarnir. Nálægt 70% af þeim sem fá lán í Gra- meen-bankanum eru konur. „Hver banki veðjar á besta lántakandann", segir bankastjórinn, Muzammal Huq. „Það hefur komið í ljós að konurnar eru skilvísastar og lán til þeirra komu fjölskyldunum mest til góða. Karl- mennirnir nota peningana oft í eigin þágu. Konurnar verja sínu fé í fæði og klæði á börnin og svo til að bæta hús- næðið". Með því að lána einkum konum

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.