Bankablaðið - 01.12.1987, Síða 31

Bankablaðið - 01.12.1987, Síða 31
Aferlendum vettvangi 31 fæst einnig betri hljómgrunnur fyrir f jölskylduáætlunum því konurnar hafa mestan áhuga á þeim. Engin spilling. í Bangladesh er spilling í allri starf- semi nema Grameen-bankanum, segja margir aðkomumenn sem hafa kannað bankann. Hver er skýringin á því að öreigarnir standa svona vel í skilum? Ýmislegt kemur til. Stofnun í Bangla- desh sem fæst við þróunarrannsóknir telur ástæðuna vera vinnubrögðin sem einkenna stofnandann og aðalforstjór- ann, Yunus prófessor. Til þess að fá lán í bankanum þurfa menn að vera fimm saman í hóp, hittast fyrst í nokkra daga til að læra að skrifa nafnið sitt og kynn- ast hugmyndum og reglum bankans. Eftir einn mánuð fá tveir í hópnum lán og standi þeir sig fá hinir sömu þjón- ustu. Öll lán eru til eins árs og greitt af þeim vikulega. Vextirnir eru 16% á ári. Ekkert veð eða tryggingu þarf fyrir lán- unum. Þó að bankastarfsmennirnir þurfi að búa við erfið skilyrði úti í sveitaþorp- unum fá þeir svipuð laun og aðrir banka- menn í Bangladesh og geta fengið skjót- an frama þar sem bankinn stækkar ört. Yunus forstjóri heimsækir útibúin jafnan og útibússtjórarnir 234 senda honum mánaðarlega skýrslu. Stjórn- endurnir hafa frjálsar hendur um nýj- ungar. Ef þið hafið góða hugmynd skul- ið þið reyna hana, er haft eftir Yunus. Ef tiltækið mistekst segið engum frá. Ef vel tekst til skuluð þið segja mér frá svo hægt sé að reyna hana annars staðar. Margir styðja Graneem-bankann. Graneem-bankinn er ríkisbanki í Bangladesh en nýtur þess sjálfstæðis sem hér var lýst. Starfsemi hans hefur vakið svo mikla athygli að svipuðu hef- ur verið ýtt á flot í Indónesíu, Kenýu, Nepal og Malasíu. Erlend ríki og alþjóða- stofnanir veita bankanum stuðning. Stærsta framlagið kemur frá IFAD, al- þjóðlegum sjóði til framfara í landbún- aði, sem starfar í tengslum við FAO. Norðmenn og Svíar hafa einnig nýlega styrkt starfsemina með 300 milljóna kr. ársframlagi (ísl. kr.). Graneem-bankinn nær ekki enn til nema 3,2% fátæklinganna í sveitunum. En bankinn er í örum vexti og er gert ráð fyrir að hækka þessa tölu upp í 17% um 1990. (Unnið á vegum Þróunar- og samvinnustofnunar íslands, ÞSSÍ). Banki ríkra í Danmörku „Hörkukeppni um lúxuskúnna“ sagði í dönsku blöðunum í haust. Já, hvað eru „lúxuskúnnar“? kynni nú einhver að spyrja, sem vonlegt er. Við erum ekki vön að gera upp á milli manna í bönkum eins og gert er t.d. á ýmsum hótelum og í fluginu, þar sem boðið er upp á fyrsta farrými, „Business Class“, „Saga Class“ og hvað þetta heitir nú allt saman. Lúxus- viðskiptavinir bankanna eru semsagt einfaldlega þeir sem eru sterkefnaðir, og þurfa fljóta, góða og persónulega þjónustu (þurfa það ekki allir?). í haust hófu þrír danskir bankar harða sam- keppni um hylli þessa hóps viðskipta- manna. Þetta eru Hafnia Bank, Topbank og Difko Bank. Og þessir þrír höfðu ekki fyrr hafið samkeppni á þessu sviði, þegar sá f jórði kom og bætti um betur. Privatbanken setti nefnilega á stofn sér- staka ráðgjafaþjónustu, - sérdeild í bankanum - sem á að sérhæfa sig í einkafjármálum helstu leiðtoga við- skiptalífsins. „Executive Bank Service" heitir fyrirbærið á ensku. Þetta segja Danir að sé nýjasta tíska í fjármálaheiminum, sérstakt útibú fyrir þá ríku og voldugu. Hin nýja deild Privatbankans fæst við ráðgjöf, fjár- festingaþjónustu og fleira fyrir við- skiptajöfra, sem sjálfir hafa ekki tíma til að fylgjast með fjármálum sínum. Þetta er það sem kallað hefur verið „private banking" eða einkabankaþjón- usta. Þeir hjá Privatbanken segja að markaðurinn fyrir þessa tegund þjón- ustu samanstandi af um fimmtíu þúsund manns. „Þörfin er mikil fyrir ráðgjöf handa önnum köfnum forstjórum stórfyrir- tækja, einkum varðandi sífellt fleiri og fjölbreyttari möguleika í fjárfestingum bæði hér í Danmörku og erlendis", segir Steen Rasborg bankastjóri í Privat- banken. Hann vill ekki skýra frá því hversu vel stæðir viðskiptavinir verði að vera, „en það skaðar ekki að þeir geti lagt fyrir a.m.k. 25 þúsund danskar krónur á ári til fjárfestinga", segir hann. Starfsemi útibús Privatbankans fyrir hina vel stæðu hófst í byrjun nóvember sl. Með stofnun þess vilja forráðamenn bankans koma í veg fyrir, að hinir bank- arnir þrír, sem nefndir voru í upphafi greinarinnar (Hafnia Bank, Topbank og Difko Bank) geti fyrirhafnarlaust náð til sín öllum þeim viðskiptavinum, sem hafa góð fjárráð, en jafnframt sloppið við allan þann kostnað, sem er því samfara að reka alhliða banka. Þetta er ein ástæða þess að Privatbankinn stofnar sérdeild fyrir vel stæða. Hugmyndin er, að viðskiptavinurinn geri samning við starfsmenn bankans, þannig að þeir gefi honum reglulega góð ráð um nýja fjárfestingamöguleika, endurskipulagningu, lífeyrismál o.fl. Ráðgjöfin samsvarar þeirri ráðgjöf, sem félög og fyrirtæki fá á verðbréfa- og lánasjóðamarkaði. Hinir bankarnir þrír, sem sérhæfa sig á sviði hinna ríku, hafa hver sitt sérsvið. Hafnia Bank býður upp á lán til lífeyrissparnaðar. Topbank einbeitir sér að lánum til bifreiðakaupa. Og Difko Bank hefur hug á að fleyta rjómann meðal hálaunamanna, sem hafa áhuga á fjárfestingum. Allir eru bankarnir þrír örsmáir, miðað við stóru bankana í Danmörku, en þeir þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur af miklum tilkostnaði og útibúum. Þeir eru því reiðubúnir í slaginn. Nái þessir þrír nýju bankar að eflast og dafna á næstunni, neyðast stóru bankarnir til að þróa ný herbrögð í baráttunni um viðskiptin. Enginn bankanna þriggja býður full- komna bankaþjónustu. Viðskiptamenn- irnir verða því að halda áfram að skipta við gömlu bankana sína, að hluta til. Dönsku tryggingafélögin hafa á undan- förnum árum mátt þola sívaxandi sam- keppni af hálfu peningastofnana og líf- eyrissjóða. í þeim tilgangi að vinna til baka eitthvað af tapinu, hafa tvö trygg- ingafélög, Hafnia og Topsikring, stofn- að sína eigin banka, Hafnia Bank og Topbank. Difko Bank er svo þriðja dæmið um banka af þessari gerð. Eng- inn þessara þriggja banka hefur í hyggju að opna útibú úti á landi.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.