Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 32
32 Kynningarstarf Fjölmennur kynningarfundur á Selfossi SÍB hélt kynningarfund fyrir banka- starfsmenn á Suðurlandi 10. október. Fundurinn var haldinn á Hótel Self ossi og var f jölsóttur. Um 120 manns komu og fylltu fundarsalinn, og á skemmtun og dansleik um kvóldið bættust svo makar í hópinn og voru þá samankomin 250 manns á svæðinu. Bankamenn í Vestmannaeyjum sáu sér því miður ekki fært að bregða sér til „meginlands- ins" að þessu sinni. Daginn áður en kynningarfundurinn var haldinn, föstudaginn 9. október, fóru stjórnarmenn starfsmannafélaga bank- anna á Suðurlandi á „yf irreið" milli úti- búa og ræddu við sitt fólk. Stjórn Félags starf smanna Landsbanka íslands hafði reyndar þann háttinn á að boða menn til fundar í Selvík, þar sem hið glæsilega f élagsheimili bankans er risið. Bankamenn komu því vígreifir til fundar við stjórnarmenn og starf smenn Séð yf ir miðju salarins á Self ossfundinum. Einn umræðuhópanna. Hinrik Greipsson er þarna að útskýra eitthvert mál. SÍB daginn eftir. Þar mættu líka stjórn- armenn úr starf smannafélögum Lands- bankans, Búnaðarbankans, Samvinnu- bankans og Iðnaðarbankans. Fundurinn varð f jörugur og mörg mál rædd, bæði í umræðuhópum og almennum umræð- um. Á fundinum talaði Einar Örn Stefáns- son framkvæmdastjóri um hlutverk SÍB. Sólveig Guðmundsdóttir, 2. varafor- maður SÍB og formaður starfsmanna- félags Búnaðarbankans ræddi um SÍB og starfsmannafélögin, Þorsteinn Magnússon skólastjóri sagði frá Banka- mannaskólanum, Kristín Guðbjörns- dóttir fræðslufulltrúi greindi frá fræðslustarfi SÍB, Hinrik Greipsson formaður reifaði kjaramálin, Páll ís- berg ritari talaði um jafnréttismál og Guðjón Skúlason 1. varaformaður flutti yfirlit í máli og myndum um tækni- og öryggismál í bönkum. í umræðuhópum að loknu kaffihléi og almennum umræðum á fundinum var rætt um ýmis mál, einkum þó banka- fræðslu, öryggismál, launa- og stöðu- mál, jafnréttismál og dagvistunarmál. Þá bar oft á góma ýmis sérvandamál sem bankamenn í dreifbýli eiga við að etja. Mjög var spurt um Bankamanna- skólann og möguleika á námskeiðum úti á landi, fjarkennslu eða jaf nvel bréfa- skóla. Þorsteinn Magnússon hét að kanna til hlítar á næstunni hvernig koma mætti til móts við óskir Sunnlend- inga um bankafræðslu heima í héraði. í máli allmargra fundarmanna kom fram sú skoðun, eða réttara sagt vissa, að bankamenn á landsbyggðinni hefðu lægri laun en bankamenn á höfuðborgar- svæðinu. Anna Kolbrún í Landsbankan- um á Selfossi, sem hafði orð fyrir einum umræðuhópnum, sagði að það væri opin- bert leyndarmál að bankamenn í Reykja- vík væru betur launaðir en bankamenn á landsbyggðinni. Engar óyggjandi sann- anir eru þó fyrir þessu eða tölulegar upplýsingar, og hvöttu menn til að þetta mál yrði kannað. Mjög var tekið undir hugmynd um að halda sérstakt félags- málanámskeið fyrir konur. Talsvert var fjallað um stöðuveiting- ar í tengslum við jafnréttismál. M.a. kom fram sú skoðun, að fleiri stöður væru veittar í útibúum þar sem karlar

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.